Þreföldun útgjalda 22. september 2004 00:01 Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið að verulegur hluti af auknum útgjöldum umhverfisráðuneytisins væri tilkominn vegna svokallaðs úrvinnslusjóðs sem hefði sérstakar tekjur og ætti að standa undir sínum verkefnum við úrvinnslu. Þetta væri nýr fjárlagaliður á síðustu fjárlögum upp á rúman milljarð. "Það hefur verið gætt ítrasta sparnaðar," sagði Siv um ráðherratíð sína og sagði að óskir ráðuneytisins um útgjöld hefðu iðulega verið skornar verulega niður í fjárlagagerð. Aukningin í umhverfisráðuneytinu er talsvert meiri hlutfallsleg aukning en hjá hinum tveimur ráðherrunum sem yfirgáfu ráðuneyti sín, Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni, sé litið yfir valdatíð þeirra. Halldór rúmlega tvöfaldaði útgjöld síns ráðuneytis eins og við skýrðum frá í gær. Stór hluti aukningarinnar er á sviði þróunarmála og friðargæslu sem víðtæk pólitísk samstaða er um. Davíð Oddsson er þriðji ráðherrann sem stóð upp úr ráðherrastól við uppstokkun ríkisstjórnarinnar. Útgjöld forsætisráðuneytisins drógust hins vegar saman á valdatíma hans, sé miðað við fyrsta ár hans í embætti 1991. Þetta skýrist að stórum hluta af því að árið 1991 voru Byggðastofnun og framkvæmdasjóður á herðum forsætisráðuneytisins en eru það ekki lengur. Rekstur ráðuneytisins þegar Davíð settist í forsætisráðuneytið kostaði 5,4 milljarða á núverði - fimm sinnum meira en á síðasta ári hans reiknað til núvirðis. En jafnvel þótt þessir liðir séu dregnir frá hafa útgjöldin lækkað verulega eða úr tveim milljörðum í rétt rúmlega einn. Hins vegar jukust útgjöld ráðuneytisins og minnkuðu á víxl á árunum í kringum 1991 og því er erfitt að draga mjög ákveðnar ályktanir. Þá er rétt að geta þess að lagabreyting um breytt reiknisskil sem tók gildi 1998 gerir samanburð nokkuð erfiðan. a.snaevarr@frettabladid.is . @Endir: Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið að verulegur hluti af auknum útgjöldum umhverfisráðuneytisins væri tilkominn vegna svokallaðs úrvinnslusjóðs sem hefði sérstakar tekjur og ætti að standa undir sínum verkefnum við úrvinnslu. Þetta væri nýr fjárlagaliður á síðustu fjárlögum upp á rúman milljarð. "Það hefur verið gætt ítrasta sparnaðar," sagði Siv um ráðherratíð sína og sagði að óskir ráðuneytisins um útgjöld hefðu iðulega verið skornar verulega niður í fjárlagagerð. Aukningin í umhverfisráðuneytinu er talsvert meiri hlutfallsleg aukning en hjá hinum tveimur ráðherrunum sem yfirgáfu ráðuneyti sín, Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni, sé litið yfir valdatíð þeirra. Halldór rúmlega tvöfaldaði útgjöld síns ráðuneytis eins og við skýrðum frá í gær. Stór hluti aukningarinnar er á sviði þróunarmála og friðargæslu sem víðtæk pólitísk samstaða er um. Davíð Oddsson er þriðji ráðherrann sem stóð upp úr ráðherrastól við uppstokkun ríkisstjórnarinnar. Útgjöld forsætisráðuneytisins drógust hins vegar saman á valdatíma hans, sé miðað við fyrsta ár hans í embætti 1991. Þetta skýrist að stórum hluta af því að árið 1991 voru Byggðastofnun og framkvæmdasjóður á herðum forsætisráðuneytisins en eru það ekki lengur. Rekstur ráðuneytisins þegar Davíð settist í forsætisráðuneytið kostaði 5,4 milljarða á núverði - fimm sinnum meira en á síðasta ári hans reiknað til núvirðis. En jafnvel þótt þessir liðir séu dregnir frá hafa útgjöldin lækkað verulega eða úr tveim milljörðum í rétt rúmlega einn. Hins vegar jukust útgjöld ráðuneytisins og minnkuðu á víxl á árunum í kringum 1991 og því er erfitt að draga mjög ákveðnar ályktanir. Þá er rétt að geta þess að lagabreyting um breytt reiknisskil sem tók gildi 1998 gerir samanburð nokkuð erfiðan. a.snaevarr@frettabladid.is . @Endir:
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira