Þráðlaust dreifikerfi úti á landi 20. september 2004 00:01 Fjarskiptafélagið eMax hefur í sumar byggt upp þráðlaust dreifikerfi í Borgarfirði og á Suðurlandi við Þingvallavatn og í Grímsnesi. Nokkur hundruð sumarhúsaeigenda nýta sér þjónustuna að sögn Stefáns Jóhannessonar, framkvæmdastjóra eMAX. Hann segir bændur á þessum svæðum líka nýta sér þjónustuna í auknum mæli. Stefán segir að tæknin sem eMax noti sé mun ódýrari lausn á dreifikerfi fyrir landsbyggðina en stóru símafélögin bjóða upp á. ,,eMax treystir sér fullkomlega til að setja upp og reka öflugt dreifikerfi fyrir landsbyggðina fyrir mun lægri upphæð en það myndi kosta Símann. Þar að auki tel ég að það myndi taka mun skemmri tíma fyrir okkur, innan við tvö ár, að ná til meginþorra landsbyggðarinnar". eMax býður upp á háhraðatengingu sem dreift er með sendum á möstrum. Sendingin nær um 25 til 30 kílómetra frá mastrinu og notandinn verður að hafa sjónlínu í sendinn. Stefán segir að önnur fjarskiptafélög bjóði ekki upp á þráðlaus dreifikerfi á landsbyggðinni. eMax sé hins vegar að efla þjónustuna á fámennum stöðum. ,,Ég get nefnt Grenivík og Vík í Mýrdal sem dæmi. Það eru of lítil sveitarfélög fyrir ADSL þjónustu Símans sem byggist á koparköplum sem lagðir eru í jörð. Þetta borgar sig fyrir okkur því tæknin sem við notum er ódýrari en tækni stóru félaganna". Þá séu fimm til tíu önnur sveitarfélög til skoðunar hjá félaginu, sem njóta ekki háhraðaþjónustu um þessar mundir. Þráðlausa tengingin getur borið alla þá þjónustu sem hægt er að flytja um ADSL kerfið, að sögn Stefáns, þar á meðal sjónvarpssendingar. Stefán segir að eMax vilji bjóða upp á þessa þjónustu sem víðast á landsbyggðinni. Það sé mun hagkvæmara en uppbygging á dreifikerfi Símans sem stjórnmálamenn hafi einblínt á og kann að kosta fimm milljarða króna. ,,Þessi umræða er á villigötum", segir Stefán. ,,ADSL tæknin hentar ekki á dreifbýlustu stöðunum og ef menn ætla að neyða Símann til að byggja það upp með niðurgreiðslu frá ríkinu er um leið verið að skemma fyrir fyrirtækjum eins og okkar sem eru í þessu upp á eigin reikning. Við yrðum þó sennilega að fá meðgjöf á allra fámennustu stöðunum en hún yrði ekki nærri eins há og rætt er um í tilfelli Símans". Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Fjarskiptafélagið eMax hefur í sumar byggt upp þráðlaust dreifikerfi í Borgarfirði og á Suðurlandi við Þingvallavatn og í Grímsnesi. Nokkur hundruð sumarhúsaeigenda nýta sér þjónustuna að sögn Stefáns Jóhannessonar, framkvæmdastjóra eMAX. Hann segir bændur á þessum svæðum líka nýta sér þjónustuna í auknum mæli. Stefán segir að tæknin sem eMax noti sé mun ódýrari lausn á dreifikerfi fyrir landsbyggðina en stóru símafélögin bjóða upp á. ,,eMax treystir sér fullkomlega til að setja upp og reka öflugt dreifikerfi fyrir landsbyggðina fyrir mun lægri upphæð en það myndi kosta Símann. Þar að auki tel ég að það myndi taka mun skemmri tíma fyrir okkur, innan við tvö ár, að ná til meginþorra landsbyggðarinnar". eMax býður upp á háhraðatengingu sem dreift er með sendum á möstrum. Sendingin nær um 25 til 30 kílómetra frá mastrinu og notandinn verður að hafa sjónlínu í sendinn. Stefán segir að önnur fjarskiptafélög bjóði ekki upp á þráðlaus dreifikerfi á landsbyggðinni. eMax sé hins vegar að efla þjónustuna á fámennum stöðum. ,,Ég get nefnt Grenivík og Vík í Mýrdal sem dæmi. Það eru of lítil sveitarfélög fyrir ADSL þjónustu Símans sem byggist á koparköplum sem lagðir eru í jörð. Þetta borgar sig fyrir okkur því tæknin sem við notum er ódýrari en tækni stóru félaganna". Þá séu fimm til tíu önnur sveitarfélög til skoðunar hjá félaginu, sem njóta ekki háhraðaþjónustu um þessar mundir. Þráðlausa tengingin getur borið alla þá þjónustu sem hægt er að flytja um ADSL kerfið, að sögn Stefáns, þar á meðal sjónvarpssendingar. Stefán segir að eMax vilji bjóða upp á þessa þjónustu sem víðast á landsbyggðinni. Það sé mun hagkvæmara en uppbygging á dreifikerfi Símans sem stjórnmálamenn hafi einblínt á og kann að kosta fimm milljarða króna. ,,Þessi umræða er á villigötum", segir Stefán. ,,ADSL tæknin hentar ekki á dreifbýlustu stöðunum og ef menn ætla að neyða Símann til að byggja það upp með niðurgreiðslu frá ríkinu er um leið verið að skemma fyrir fyrirtækjum eins og okkar sem eru í þessu upp á eigin reikning. Við yrðum þó sennilega að fá meðgjöf á allra fámennustu stöðunum en hún yrði ekki nærri eins há og rætt er um í tilfelli Símans".
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira