Hátindur stjórnmálaferils Halldórs 15. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson segir það hljóta að vera hátind á ferli hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar, forsætisráðherrastól. Davíð Oddsson, sem í dag tók einnig við nýju embætti, segist hlakka til nýrra starfa og nýrra átaka. Engin byltingaráform séu þó fyrirhuguð ennþá. Heil kynslóð fermingarbarna þekkir ekki annað en að hafa Davíð Oddsson forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu. En nú er kominn nýr maður í húsið, Halldór Ásgrímsson, sem formlega tók við lyklavöldum klukkan þrjú í dag. Við það tækifæri sagði Davíð að hann heimtaði það ekki endilega að Halldór yrði jafnlengi þar og hann en sín vegna mætti hann það. Davíð óskaði Halldóri gæfu og blessunar í nýja starfinu og bætti við: „Þess óska ég ekki bara þín vegna, og ekki bara vegna ríkisstjórnar okkar, heldur vegna þjóðarinnar því það er afar þýðingarmikið að forsætisráðherranum, hver sem hann er, vegni vel. Þá vegnar þjóðinni, held ég, vel.“ Halldór Ásgrímsson óskaði Davíð einnig velfarnaðar í sínum störfum og sagði mikilvægt fyrir ríkisstjórnina og þjóðina að fá að nýta krafta hans áfram. Árangur Davíðs væri einstakur, það hefði oft hvesst og miðað við spá Veðurstofunnar væri aldrei að vita nema það reyndi verulega á hann í starfi strax í nótt. Spurður hvort langþráður draumur væri að rætast sagði Halldór svo ekki vera. Þetta væri ekki draumur heldur einfaldlega samkomulag sem tókst á milli stjórnarflokkanna. Hann sagði þetta hátindinn á sínum stjórnmálaferli því það hlyti að vera hátindur hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar. Halldór var ekki með lykla til að afhenda Davíð en sagði dyrnar að utanríkisráðuneytinu standa honum opnar. Davíð skoðaði nýju skrifstofuna í dag en mun á morgun heimsækja starfsmenn. Það eru frekari tímamót framundan. Á föstudag mun hann sitja sinn fyrsta ríkisstjórnarfund undir forsæti Halldórs og í byrjun október taka í fyrsta sinn þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, blaðlaust. Davíð sagði þetta skrítinn dag en samt hálfgerðan gleðidag því starfslokin legðust afar vel í sig. Hann sagði konu sína hafa sagt að hann hefði gott af því að setjast svona á „hliðarlínuna“ vegna þess að á þriðja áratug hefði hann talað við alla í boðhætti en nú yrði breyting þar á. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Halldór Ásgrímsson segir það hljóta að vera hátind á ferli hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar, forsætisráðherrastól. Davíð Oddsson, sem í dag tók einnig við nýju embætti, segist hlakka til nýrra starfa og nýrra átaka. Engin byltingaráform séu þó fyrirhuguð ennþá. Heil kynslóð fermingarbarna þekkir ekki annað en að hafa Davíð Oddsson forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu. En nú er kominn nýr maður í húsið, Halldór Ásgrímsson, sem formlega tók við lyklavöldum klukkan þrjú í dag. Við það tækifæri sagði Davíð að hann heimtaði það ekki endilega að Halldór yrði jafnlengi þar og hann en sín vegna mætti hann það. Davíð óskaði Halldóri gæfu og blessunar í nýja starfinu og bætti við: „Þess óska ég ekki bara þín vegna, og ekki bara vegna ríkisstjórnar okkar, heldur vegna þjóðarinnar því það er afar þýðingarmikið að forsætisráðherranum, hver sem hann er, vegni vel. Þá vegnar þjóðinni, held ég, vel.“ Halldór Ásgrímsson óskaði Davíð einnig velfarnaðar í sínum störfum og sagði mikilvægt fyrir ríkisstjórnina og þjóðina að fá að nýta krafta hans áfram. Árangur Davíðs væri einstakur, það hefði oft hvesst og miðað við spá Veðurstofunnar væri aldrei að vita nema það reyndi verulega á hann í starfi strax í nótt. Spurður hvort langþráður draumur væri að rætast sagði Halldór svo ekki vera. Þetta væri ekki draumur heldur einfaldlega samkomulag sem tókst á milli stjórnarflokkanna. Hann sagði þetta hátindinn á sínum stjórnmálaferli því það hlyti að vera hátindur hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar. Halldór var ekki með lykla til að afhenda Davíð en sagði dyrnar að utanríkisráðuneytinu standa honum opnar. Davíð skoðaði nýju skrifstofuna í dag en mun á morgun heimsækja starfsmenn. Það eru frekari tímamót framundan. Á föstudag mun hann sitja sinn fyrsta ríkisstjórnarfund undir forsæti Halldórs og í byrjun október taka í fyrsta sinn þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, blaðlaust. Davíð sagði þetta skrítinn dag en samt hálfgerðan gleðidag því starfslokin legðust afar vel í sig. Hann sagði konu sína hafa sagt að hann hefði gott af því að setjast svona á „hliðarlínuna“ vegna þess að á þriðja áratug hefði hann talað við alla í boðhætti en nú yrði breyting þar á.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira