Innlent

Netið að hrynja undan álagi

Fréttirnar sem Netnotendur vilja ekki heyra: Veraldarvefurinn er að hruni kominn. Þannig hljóðar upphaf fréttar í breska dagblaðinu The Guardian í morgun. Vitnað er í ummæli Patricks Gelsinger, tækistjóra hjá örgjörvarisanum Intel, en hann sagði á ráðstefnu í San Francisco á dögunum að Netið gæti ekki lengur ráðið við umferðarþungann sem fer um kerfið. Hann sagði að innviðir Netsins væru byggðir á þrjátíu ára gömlu líkani og að Netið réði ekki við að vera öruggt undir því mikla álagi sem það væri. Hugmyndir eru uppi um að byggja nýtt lag ofan á núverandi Net og styrkja þannig stoðirnar. Heimild: taeknival.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×