Þriðjungur nyti ekki skattalækkana 10. september 2004 00:01 Um 35 prósent atvinnubærra Íslendinga borguðu engan tekjuskatt við síðustu álagningu og njóta því ekki nýboðaðrar eins prósenta lækkunar tekjuskatts um áramót nema annað komi til svo sem hækkun persónuafsláttar eða barnabóta. Ekki er útlit fyrir slíkt samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tekjuskattslækkunin hefði hins vegar fært launþega með meðaltekjur 27 þúsund krónur meira í vasann á síðasta ári. Meðal Íslendingurinn hafði 2.636 þúsund krónur í árslaun árið 2003, eða sem nemur um 220 þúsund krónum á mánuði og miðað við óbreyttan persónuafslátt hefði eins prósentustiga lækkun tekjuskatts þýtt að ríkissjóður hefði skilað honum um 27 þúsund krónum á ári, eða 2.284 krónum á mánuði. Tekjuskattslækkunin um áramótin er liður í "allt að" fjögurra prósentustiga tekjuskattslækkun sem ákveðin var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2003. Sú skattalækkun er mjög í anda kosningastefnuskrár Sjálfstæðisflokksins. Eftir því sem næst verður komist á eftir að útfæra flest önnur atriði en eins prósents tekjuskattslækkunina, meðal annars vegna veikinda fráfarandi forsætisráðherra. Framsóknarmaður sem stendur formanni flokks síns nærri sagði í gær að enginn hagfræðingur mælti nú með frekari skattalækkunum - í bili að minnsta kosti. Nánir samherjar Davíðs Oddssonar segja hins vegar að hvað sem nú verði, muni Sjálfstæðismenn aldrei ganga til kosninga eftir tvö og hálft ár án þess að standa við skattalækkanaloforðin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur hins vegar við ríkisstjórnarforystu í næstu viku en áherslur hans flokks og Sjálfstæðisflokksins eru nokkuð ólíkar í skattamálum. Varnaglinn "allt að" og tenging tekjuskattslækkana við kjarasamninga sem finna má í stjórnarsáttmálanum virðast þannig ættuð úr kosningastefnuskrá B-listans. Framsóknarmenn hafa svo lagt áherslu á að auka beinan stuðning við barnafjölskyldur með hækkun barnabóta og frítekjumarks þeirra og draga áfram úr tekjutengingu þeirra. Búast má við því að flokkarnir muni takast á um hvað verði ofan á í þessum efnum enda ljóst að svigrúm hefur minnkað vegna nýjustu bölsýnis-spádóma í efnahagsmálum. Fyrirheit um lækkun erfðafjárskatts er að mestu komið til framkvæmda en eftir stendur eignaskattur og virðisaukaskattur. Þær lækkanir virðast á leiðinni í salt, í bili. Þó verður skipuð nefnd á allra næstu dögum til að fara ofan í virðisaukaskattsmálin í samræmi við stjórnarsáttmálann. Orðalag stjórnarsáttmálans um þetta er afar loðið enda ágreiningur um málið í ríkisstjórninni eins og Geir H. Haarde fjármálaráðherra viðurkenndi á mánudag. Helmingslækkun matarskattarins sem Sjálfstæðismenn lofuðu virðist altént ekki vera innan seilingar, hvað sem síðar verður. Eftir stendur þá eins prósentustiga tekjuskattslækkunin sem stór hluti þjóðarinnar mun að óbreyttu ekkert græða á. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira
Um 35 prósent atvinnubærra Íslendinga borguðu engan tekjuskatt við síðustu álagningu og njóta því ekki nýboðaðrar eins prósenta lækkunar tekjuskatts um áramót nema annað komi til svo sem hækkun persónuafsláttar eða barnabóta. Ekki er útlit fyrir slíkt samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tekjuskattslækkunin hefði hins vegar fært launþega með meðaltekjur 27 þúsund krónur meira í vasann á síðasta ári. Meðal Íslendingurinn hafði 2.636 þúsund krónur í árslaun árið 2003, eða sem nemur um 220 þúsund krónum á mánuði og miðað við óbreyttan persónuafslátt hefði eins prósentustiga lækkun tekjuskatts þýtt að ríkissjóður hefði skilað honum um 27 þúsund krónum á ári, eða 2.284 krónum á mánuði. Tekjuskattslækkunin um áramótin er liður í "allt að" fjögurra prósentustiga tekjuskattslækkun sem ákveðin var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2003. Sú skattalækkun er mjög í anda kosningastefnuskrár Sjálfstæðisflokksins. Eftir því sem næst verður komist á eftir að útfæra flest önnur atriði en eins prósents tekjuskattslækkunina, meðal annars vegna veikinda fráfarandi forsætisráðherra. Framsóknarmaður sem stendur formanni flokks síns nærri sagði í gær að enginn hagfræðingur mælti nú með frekari skattalækkunum - í bili að minnsta kosti. Nánir samherjar Davíðs Oddssonar segja hins vegar að hvað sem nú verði, muni Sjálfstæðismenn aldrei ganga til kosninga eftir tvö og hálft ár án þess að standa við skattalækkanaloforðin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur hins vegar við ríkisstjórnarforystu í næstu viku en áherslur hans flokks og Sjálfstæðisflokksins eru nokkuð ólíkar í skattamálum. Varnaglinn "allt að" og tenging tekjuskattslækkana við kjarasamninga sem finna má í stjórnarsáttmálanum virðast þannig ættuð úr kosningastefnuskrá B-listans. Framsóknarmenn hafa svo lagt áherslu á að auka beinan stuðning við barnafjölskyldur með hækkun barnabóta og frítekjumarks þeirra og draga áfram úr tekjutengingu þeirra. Búast má við því að flokkarnir muni takast á um hvað verði ofan á í þessum efnum enda ljóst að svigrúm hefur minnkað vegna nýjustu bölsýnis-spádóma í efnahagsmálum. Fyrirheit um lækkun erfðafjárskatts er að mestu komið til framkvæmda en eftir stendur eignaskattur og virðisaukaskattur. Þær lækkanir virðast á leiðinni í salt, í bili. Þó verður skipuð nefnd á allra næstu dögum til að fara ofan í virðisaukaskattsmálin í samræmi við stjórnarsáttmálann. Orðalag stjórnarsáttmálans um þetta er afar loðið enda ágreiningur um málið í ríkisstjórninni eins og Geir H. Haarde fjármálaráðherra viðurkenndi á mánudag. Helmingslækkun matarskattarins sem Sjálfstæðismenn lofuðu virðist altént ekki vera innan seilingar, hvað sem síðar verður. Eftir stendur þá eins prósentustiga tekjuskattslækkunin sem stór hluti þjóðarinnar mun að óbreyttu ekkert græða á.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira