Aftur í hálfa gátt hjá Halldóri 10. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra mun ítreka í stefnumarkandi ræðu í dag að sá dagur kunni að koma að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði til umræðu. Halldór flytur ræðu á opnum stjórnmálafundi með þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins í Borgarnesi. Vekur ræðan fyrirfram athygli í ljósi afdráttarlausra ummæla Halldórs um meinta "nýlendustefnu" Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum á Akureyri en ekki síður vegna þess að hann tekur við stjórnarforystu um miðja næstu viku. Nánir samstarfsmenn Halldórs telja að í ræðunni verði tónninn gefinn fyrir ríkisstjórnarforystu hans. Halldór var í gær sakaður um sinnaskipti í afstöðunni til Evrópusambandsins. Gagnrýni Halldórs á sjávarútvegsstefnuna er út af fyrir sig ekki nýnæmi en hins vegar eru svo harkalegar yfirlýsingar afar sjaldgæfar þegar hann er annars vegar. Í Akureyrarræðu sinni sagði hann að ríki við Norðvestur-Atlantshaf ættu erfitt með að "sjá sig" í Evrópusambandinu á meðan sjávarútvegsstefnan væri við lýði en fyrir rúmum mánuði sagði utanríkisráðherrann Evrópusambandsaðild "ekki útilokaða" í viðtali við finnskt dagblað. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, túlkaði ræðuna þannig í viðtali við Fréttablaðið að hún væri u-beygja í afstöðu til aðildar. Sakaði hann Halldór um að láta undan Sjálfstæðismönnum sem fengju "flog" í hvert skipti sem minnst væri á ESB. Þá vakti athygli að formaður Framsóknarflokksins vitnaði í Michael Howard, formann breska Íhaldsflokksins og mikinn efasemdamann um Evrópusambandið, máli sínu til stuðnings. Þetta þykir sæta nokkrum tíðindum því framsóknarmenn hafa löngum sótt sér aðrar fyrirmyndir í erlendum stjórnmálum en breska íhaldsmenn. Sjálfur sagðist Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eingöngu vera að sýna fram á "hvers vegna Evrópusambandið þurfi að koma meira til móts við þessar þjóðir ef vilji er til að frekari samvinna verði við okkur hér í norðvestri." Heimildir blaðsins herma að hann muni hnykkja enn frekar á því í dag að Akureyrarræðan þýði ekki að aðild sé útilokuð um alla framtíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra mun ítreka í stefnumarkandi ræðu í dag að sá dagur kunni að koma að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði til umræðu. Halldór flytur ræðu á opnum stjórnmálafundi með þingmönnum og ráðherrum Framsóknarflokksins í Borgarnesi. Vekur ræðan fyrirfram athygli í ljósi afdráttarlausra ummæla Halldórs um meinta "nýlendustefnu" Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum á Akureyri en ekki síður vegna þess að hann tekur við stjórnarforystu um miðja næstu viku. Nánir samstarfsmenn Halldórs telja að í ræðunni verði tónninn gefinn fyrir ríkisstjórnarforystu hans. Halldór var í gær sakaður um sinnaskipti í afstöðunni til Evrópusambandsins. Gagnrýni Halldórs á sjávarútvegsstefnuna er út af fyrir sig ekki nýnæmi en hins vegar eru svo harkalegar yfirlýsingar afar sjaldgæfar þegar hann er annars vegar. Í Akureyrarræðu sinni sagði hann að ríki við Norðvestur-Atlantshaf ættu erfitt með að "sjá sig" í Evrópusambandinu á meðan sjávarútvegsstefnan væri við lýði en fyrir rúmum mánuði sagði utanríkisráðherrann Evrópusambandsaðild "ekki útilokaða" í viðtali við finnskt dagblað. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, túlkaði ræðuna þannig í viðtali við Fréttablaðið að hún væri u-beygja í afstöðu til aðildar. Sakaði hann Halldór um að láta undan Sjálfstæðismönnum sem fengju "flog" í hvert skipti sem minnst væri á ESB. Þá vakti athygli að formaður Framsóknarflokksins vitnaði í Michael Howard, formann breska Íhaldsflokksins og mikinn efasemdamann um Evrópusambandið, máli sínu til stuðnings. Þetta þykir sæta nokkrum tíðindum því framsóknarmenn hafa löngum sótt sér aðrar fyrirmyndir í erlendum stjórnmálum en breska íhaldsmenn. Sjálfur sagðist Halldór Ásgrímsson í samtali við Fréttablaðið eingöngu vera að sýna fram á "hvers vegna Evrópusambandið þurfi að koma meira til móts við þessar þjóðir ef vilji er til að frekari samvinna verði við okkur hér í norðvestri." Heimildir blaðsins herma að hann muni hnykkja enn frekar á því í dag að Akureyrarræðan þýði ekki að aðild sé útilokuð um alla framtíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Sjá meira