Krefst aðgangs að öllum gögnum 28. ágúst 2004 00:01 Helga Jónsdóttir borgarritari krefst aðgangs að öllum gögnum hjá Árna Magnússyni félagsráðherra sem varða á einhvern hátt mat hans eða ráðgjafa hans á umsókn hennar um starf ráðuneytisstjóra. Þá fer Helga fram á skriflegan rökstuðning Árna fyrir ákvörðun hans um skipan í starfið. Árni skipaði, sem kunnugt er, Ragnhildi Arnljótsdóttur lögfræðing í fyrradag. Helga styður kröfu sína um rökstuðning ákvæði stjórnsýslulaga, þar sem segir að aðili máls geti krafist þess að stjórnvald rökstyðji ákvörðun sína skriflega, hafi slíkur rökstuðningur ekki fylgt ákvörðuninni þegar hún var tilkynnt. Samkvæmt lögum hefur félagsmálaráðherra 14 daga til að skila rökstuðningi frá því að krafa berst. "Frekari umfjöllun mín um málið bíður þess að ég fái rökstuðning ráðherra í hendur," sagði Helga. en hún á þann kost að kæra skipunina til umboðsmanns Alþingis eða að fara með hana beint fyrir dómstóla. Undrun og hneykslan ríkir innan raða framsóknarmanna eftir að Árni kunngerði val sitt og skipan í stöðuna, að því er fram kom í viðtölum blaðsins í gær. Helga er af grónum flokksættum og flokksbræður hennar sem blaðið ræddi við voru á einu máli um að þeir hefðu talið fullvíst að hún fengi stöðuna, ekki síst í ljósi menntunar og margþættrar reynslu af störfum í stjórnsýslunni. "Ég varð afar undrandi þegar ég heyrði þetta," sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, um skipanina. "Jafnframt vil ég segja að ég þekki þarna fjölmarga umsækjendur sem allir eru afskaplega hæfir. En þegar ég sá nafn Helgu meðal þeirra hugsaði ég að ekki væri hægt að ganga fram hjá slíkri manneskju." Aðrir viðmælendur blaðsins tóku í sama streng og Sigrún. Árni ræddi við þrjá umsækjendur áður en hann valdi í starfið. Þeir voru Helga, Ragnhildur og Hermann Sæmundsson sem gegnt hefur starfi ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu um nokkurt skeið. "Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir og ég tek henni eins og hún liggur fyrir," sagði Hermann. Hann var skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu áður en hann var settur ráðuneytisstjóri, tímabundið. "Það liggur beint við að taka það starf aftur en það kunna að vera fleiri valkostir sem ég er að fara yfir," sagði Hermann og kvaðst sætta sig við að hafa ekki fengið starfið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Helga Jónsdóttir borgarritari krefst aðgangs að öllum gögnum hjá Árna Magnússyni félagsráðherra sem varða á einhvern hátt mat hans eða ráðgjafa hans á umsókn hennar um starf ráðuneytisstjóra. Þá fer Helga fram á skriflegan rökstuðning Árna fyrir ákvörðun hans um skipan í starfið. Árni skipaði, sem kunnugt er, Ragnhildi Arnljótsdóttur lögfræðing í fyrradag. Helga styður kröfu sína um rökstuðning ákvæði stjórnsýslulaga, þar sem segir að aðili máls geti krafist þess að stjórnvald rökstyðji ákvörðun sína skriflega, hafi slíkur rökstuðningur ekki fylgt ákvörðuninni þegar hún var tilkynnt. Samkvæmt lögum hefur félagsmálaráðherra 14 daga til að skila rökstuðningi frá því að krafa berst. "Frekari umfjöllun mín um málið bíður þess að ég fái rökstuðning ráðherra í hendur," sagði Helga. en hún á þann kost að kæra skipunina til umboðsmanns Alþingis eða að fara með hana beint fyrir dómstóla. Undrun og hneykslan ríkir innan raða framsóknarmanna eftir að Árni kunngerði val sitt og skipan í stöðuna, að því er fram kom í viðtölum blaðsins í gær. Helga er af grónum flokksættum og flokksbræður hennar sem blaðið ræddi við voru á einu máli um að þeir hefðu talið fullvíst að hún fengi stöðuna, ekki síst í ljósi menntunar og margþættrar reynslu af störfum í stjórnsýslunni. "Ég varð afar undrandi þegar ég heyrði þetta," sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, um skipanina. "Jafnframt vil ég segja að ég þekki þarna fjölmarga umsækjendur sem allir eru afskaplega hæfir. En þegar ég sá nafn Helgu meðal þeirra hugsaði ég að ekki væri hægt að ganga fram hjá slíkri manneskju." Aðrir viðmælendur blaðsins tóku í sama streng og Sigrún. Árni ræddi við þrjá umsækjendur áður en hann valdi í starfið. Þeir voru Helga, Ragnhildur og Hermann Sæmundsson sem gegnt hefur starfi ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu um nokkurt skeið. "Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir og ég tek henni eins og hún liggur fyrir," sagði Hermann. Hann var skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu áður en hann var settur ráðuneytisstjóri, tímabundið. "Það liggur beint við að taka það starf aftur en það kunna að vera fleiri valkostir sem ég er að fara yfir," sagði Hermann og kvaðst sætta sig við að hafa ekki fengið starfið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira