Veljum hagkvæmt 27. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Landsátakið "Veljum íslenskt - og allir vinna", sem hófst í byrjun vikunnar, á hugmyndalega rætur að rekja til "Íslensku vikunnar" í byrjun kreppunnar á fjórða áratugnum þegar það var ríkjandi skoðun að besta leiðin til að skapa atvinnu og betri lífskjör í landinu fælist í því að þjóðin yrði sjálfri sér nóg um framleiðslu á sem flestum sviðum. Hinn erlenda gjaldeyri, sem þjóðin fékk fyrir útflutningsvörur sínar, átti aðeins að nota til "þarflegra" innkaupa að ráði hinna bestu manna. Þetta þótti boðleg speki á hagstjórnarárum hafta og styrkja en er það ekki lengur þegar öllum ætti að vera orðið ljóst að leiðin til hagsældar felst í frjálsum og óheftum viðskiptum þjóða í milli. Eru raunar fáar þjóðir jafn háðar greiðum alþjóðaviðskiptum og við Íslendingar. Athyglisvert er að litlar opinberar umræður hafa orðið um þetta framtak sem Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið og Bændasamtökin standa fyrir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna kallaði það "gamaldags áróður" í útvarpsviðtali en fáir aðrir hafa lagt orð í belg. Sérstaklega er tekið eftir því að stjórnmálamenn virðast ekki telja sig hafa neitt til málanna að leggja, ef undan eru skildir Framsóknarráðherrarnir tveir sem tóku þátt í að hrinda átakinu úr vör. Skýringin er líklega sú að þetta þykir óþægilegt mál og er vandmeðfarið; allir upplýstir menn vita að hagfræðin í átakinu byggir á þokukenndri hugsun en enginn getur verið á móti því yfirlýsta markmiði að draga úr atvinnuleysi í landinu og efla innlenda framleiðslu- og þjónustustarfsemi. Enginn, síst af öllum stjórnmálamenn, vill heldur láta saka sig um skort á þjóðhollustu sem segja má að sé dulbúin réttlæting átaksins. Ekki skal dregið úr mikilvægi íslenskrar framleiðslu fyrir velferð þjóðarinnar. Rekja má um fimmtung verðmætasköpunar í landinu til íslensks iðnaðar, þaðan kemur einnig fimmtungur útflutningsteknanna og þar vinnur fimmtungur vinnufærra manna. En þessi starfsemi þrífst og dafnar við skilyrði frjáls innflutnings og alþjóðlegrar samkeppni. Hún nýtur ekki sérréttinda eða sérkjara eins og þekktist fyrr á árum. Um leið og eitthvað slíkt fer að verða á dagskrá er hættunni boðið heim. Þá eru kröfur um arðsemi og eðlilegar rekstrarforsendur ekki lengur leiðarljósið. Hættan við átak eins og "Veljum íslenskt" er einmitt sú að menn freistist til að vilja styðja ýmiss konar innlenda atvinnustarfsemi hennar sjálfrar vegna, af einhvers konar þjóðernislegum ástæðum, en ekki vegna þess að hún eigi sér raunverulegar rekstrarforsendur. Eðlilegra kjörorð neytenda er "Veljum hagkvæmt". Það er líka vænlegra til raunverulegs árangurs. Það má líka velta því fyrir sér hvort hin beina tenging átaksins við atvinnuleysi í landinu sé rétt leið til að styrkja ímynd íslenskrar atvinnustarfsemi. Atvinnuleysið er brýnt úrlausnarefni atvinnulífsins en rekstur sem stendur undir nafni þarfnast hvorki félagslegs né þjóðræknislegs stuðnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Landsátakið "Veljum íslenskt - og allir vinna", sem hófst í byrjun vikunnar, á hugmyndalega rætur að rekja til "Íslensku vikunnar" í byrjun kreppunnar á fjórða áratugnum þegar það var ríkjandi skoðun að besta leiðin til að skapa atvinnu og betri lífskjör í landinu fælist í því að þjóðin yrði sjálfri sér nóg um framleiðslu á sem flestum sviðum. Hinn erlenda gjaldeyri, sem þjóðin fékk fyrir útflutningsvörur sínar, átti aðeins að nota til "þarflegra" innkaupa að ráði hinna bestu manna. Þetta þótti boðleg speki á hagstjórnarárum hafta og styrkja en er það ekki lengur þegar öllum ætti að vera orðið ljóst að leiðin til hagsældar felst í frjálsum og óheftum viðskiptum þjóða í milli. Eru raunar fáar þjóðir jafn háðar greiðum alþjóðaviðskiptum og við Íslendingar. Athyglisvert er að litlar opinberar umræður hafa orðið um þetta framtak sem Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið og Bændasamtökin standa fyrir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna kallaði það "gamaldags áróður" í útvarpsviðtali en fáir aðrir hafa lagt orð í belg. Sérstaklega er tekið eftir því að stjórnmálamenn virðast ekki telja sig hafa neitt til málanna að leggja, ef undan eru skildir Framsóknarráðherrarnir tveir sem tóku þátt í að hrinda átakinu úr vör. Skýringin er líklega sú að þetta þykir óþægilegt mál og er vandmeðfarið; allir upplýstir menn vita að hagfræðin í átakinu byggir á þokukenndri hugsun en enginn getur verið á móti því yfirlýsta markmiði að draga úr atvinnuleysi í landinu og efla innlenda framleiðslu- og þjónustustarfsemi. Enginn, síst af öllum stjórnmálamenn, vill heldur láta saka sig um skort á þjóðhollustu sem segja má að sé dulbúin réttlæting átaksins. Ekki skal dregið úr mikilvægi íslenskrar framleiðslu fyrir velferð þjóðarinnar. Rekja má um fimmtung verðmætasköpunar í landinu til íslensks iðnaðar, þaðan kemur einnig fimmtungur útflutningsteknanna og þar vinnur fimmtungur vinnufærra manna. En þessi starfsemi þrífst og dafnar við skilyrði frjáls innflutnings og alþjóðlegrar samkeppni. Hún nýtur ekki sérréttinda eða sérkjara eins og þekktist fyrr á árum. Um leið og eitthvað slíkt fer að verða á dagskrá er hættunni boðið heim. Þá eru kröfur um arðsemi og eðlilegar rekstrarforsendur ekki lengur leiðarljósið. Hættan við átak eins og "Veljum íslenskt" er einmitt sú að menn freistist til að vilja styðja ýmiss konar innlenda atvinnustarfsemi hennar sjálfrar vegna, af einhvers konar þjóðernislegum ástæðum, en ekki vegna þess að hún eigi sér raunverulegar rekstrarforsendur. Eðlilegra kjörorð neytenda er "Veljum hagkvæmt". Það er líka vænlegra til raunverulegs árangurs. Það má líka velta því fyrir sér hvort hin beina tenging átaksins við atvinnuleysi í landinu sé rétt leið til að styrkja ímynd íslenskrar atvinnustarfsemi. Atvinnuleysið er brýnt úrlausnarefni atvinnulífsins en rekstur sem stendur undir nafni þarfnast hvorki félagslegs né þjóðræknislegs stuðnings.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun