Tíu fallnir á lyfjaprófi 26. ágúst 2004 00:01 Yfirmenn Alþjóðaólympíusambandsins segja að ólögleg lyfjanotkun sé ekki að eyðileggja leikana í Aþenu en óvenju margir íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi. Þegar er búið að svipta tvo Ólympíumeistara gullinu vegna lyfjaneyslu og dæma átta aðra keppendur úr leik. Þrír keppendur mættu ekki í próf sem þeir höfðu verið boðaðir í. Í gær fundust leifar af sterum í sýni sem tekið var úr úkraínsku róðrarkonunni Olena Olefirenko. Hún vann til bronsverðlauna ásamt stöllum sínum í liðakeppni en þær hafa verið dæmdar úr leik. "Það verður að horfa á málið í heild sinni. Það eru rúmlega tíu þúsund keppendur og árangurinn hefur verið frábær," sagði Giselle Davies, talsmaður Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC. "Nú hafa komið upp átta lyfjamál og þrír hafa brotið af sér með því að mæta ekki í lyfjapróf. Á Ólympíuleikunum í Sydney féllu ellefu á lyfjaprófi." Davies telur að ein af skýringunum á því hvers vegna svo margir hafa fallið á lyfjaprófi sé að 25% fleiri lyfjapróf hafa verið gerð í Aþenu en í Sydney. Hún telur líklegt að fleiri eigi eftir að falla á lyfjaprófi. "Á stærsta íþróttamóti heims, þar sem bestu íþróttamenn, þjálfarar og ráðgjafar koma saman, má enn finna fólk sem notar sömu bönnuðu lyfin og voru notuð fyrir tuttugu árum," sagði Arne Ljungqvist hjá lyfjanefnd IOC. Þegar hafa 2.015 próf, af þrjú þúsund sem tekin voru, verið rannsökuð. "IOC ætlar að berjast gegn ólöglegri lyfjanotkun. Það er forgangsmál," sagði Davies. Yfirmenn ólympíusambandsins standa fast á sínu og segja að baráttan gegn ólöglegum lyfjum sé að skila sér. "Því fleiri íþróttamenn sem eru staðnir að því að svindla á leikunum okkar, því heiðarlegri verða hinir." Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu Sjá meira
Yfirmenn Alþjóðaólympíusambandsins segja að ólögleg lyfjanotkun sé ekki að eyðileggja leikana í Aþenu en óvenju margir íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi. Þegar er búið að svipta tvo Ólympíumeistara gullinu vegna lyfjaneyslu og dæma átta aðra keppendur úr leik. Þrír keppendur mættu ekki í próf sem þeir höfðu verið boðaðir í. Í gær fundust leifar af sterum í sýni sem tekið var úr úkraínsku róðrarkonunni Olena Olefirenko. Hún vann til bronsverðlauna ásamt stöllum sínum í liðakeppni en þær hafa verið dæmdar úr leik. "Það verður að horfa á málið í heild sinni. Það eru rúmlega tíu þúsund keppendur og árangurinn hefur verið frábær," sagði Giselle Davies, talsmaður Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC. "Nú hafa komið upp átta lyfjamál og þrír hafa brotið af sér með því að mæta ekki í lyfjapróf. Á Ólympíuleikunum í Sydney féllu ellefu á lyfjaprófi." Davies telur að ein af skýringunum á því hvers vegna svo margir hafa fallið á lyfjaprófi sé að 25% fleiri lyfjapróf hafa verið gerð í Aþenu en í Sydney. Hún telur líklegt að fleiri eigi eftir að falla á lyfjaprófi. "Á stærsta íþróttamóti heims, þar sem bestu íþróttamenn, þjálfarar og ráðgjafar koma saman, má enn finna fólk sem notar sömu bönnuðu lyfin og voru notuð fyrir tuttugu árum," sagði Arne Ljungqvist hjá lyfjanefnd IOC. Þegar hafa 2.015 próf, af þrjú þúsund sem tekin voru, verið rannsökuð. "IOC ætlar að berjast gegn ólöglegri lyfjanotkun. Það er forgangsmál," sagði Davies. Yfirmenn ólympíusambandsins standa fast á sínu og segja að baráttan gegn ólöglegum lyfjum sé að skila sér. "Því fleiri íþróttamenn sem eru staðnir að því að svindla á leikunum okkar, því heiðarlegri verða hinir."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu Sjá meira