Sérverslun með stíl 25. ágúst 2004 00:01 Lakkrísbúðin á Laugavegi er skemmtileg sérverslun sem opnaði í vor. Lakkrísbúðin selur hátísku fatnað eftir erlenda unga framsækna hönnuði og byrjaði nýverið að bjóða einnig upp á íslenska hönnun. Það eru systkinin Þuríður Rún Sigurþórsdóttir og Þór Sigurþórsson ásamt Andreu Maack Pétursdóttur sem eiga og reka Lakkrísbúðina. Þuríður og Þór eru bæði menntuð úr textíl og fatabransanum. Þuríður útskrifaðist frá Central Saint Martins hönnunarskólanum í London fyrir nokkrum árum og Þór kláraði textíl og fatahönnun frá Listháskóla Íslands árið 2002. Andrea er myndlistarnemi við Listháskólann. Þríeykinu fannst vöntun á ferskri hönnun hér á landi og leituðu út fyrir landsteinana og fundu unga spennandi hönnuði sem hafa gert garðinn frægan ytra og eru komnir það langt að flíkurnar þeirra birtast reglulega í helstu tískublöðum heims. Nú þegar fást í Lakkrísbúðinni meðal annars vörur frá Emmu Chook, Peter Jensen og skartgripir frá Yazbukey og von er á fleiri spennandi merkjum. Með stofnun búðarinnar vildu eigendurnir líka skapa vettvang fyrir unga íslenska hönnuði að koma flíkum sínum á framfæri, núna eru Kristín Gunnarsdóttir og Iðunn Andersen með vörur í Lakkrísbúðinni og íslenska hönnunin á eflaust eftir að aukast í nánustu framtíð. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Lakkrísbúðin á Laugavegi er skemmtileg sérverslun sem opnaði í vor. Lakkrísbúðin selur hátísku fatnað eftir erlenda unga framsækna hönnuði og byrjaði nýverið að bjóða einnig upp á íslenska hönnun. Það eru systkinin Þuríður Rún Sigurþórsdóttir og Þór Sigurþórsson ásamt Andreu Maack Pétursdóttur sem eiga og reka Lakkrísbúðina. Þuríður og Þór eru bæði menntuð úr textíl og fatabransanum. Þuríður útskrifaðist frá Central Saint Martins hönnunarskólanum í London fyrir nokkrum árum og Þór kláraði textíl og fatahönnun frá Listháskóla Íslands árið 2002. Andrea er myndlistarnemi við Listháskólann. Þríeykinu fannst vöntun á ferskri hönnun hér á landi og leituðu út fyrir landsteinana og fundu unga spennandi hönnuði sem hafa gert garðinn frægan ytra og eru komnir það langt að flíkurnar þeirra birtast reglulega í helstu tískublöðum heims. Nú þegar fást í Lakkrísbúðinni meðal annars vörur frá Emmu Chook, Peter Jensen og skartgripir frá Yazbukey og von er á fleiri spennandi merkjum. Með stofnun búðarinnar vildu eigendurnir líka skapa vettvang fyrir unga íslenska hönnuði að koma flíkum sínum á framfæri, núna eru Kristín Gunnarsdóttir og Iðunn Andersen með vörur í Lakkrísbúðinni og íslenska hönnunin á eflaust eftir að aukast í nánustu framtíð.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira