Fleiri störf eða betri bætur 23. ágúst 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þrátt fyrir aukinn hagvöxt, ívið meiri verðbólgu og nokkra eignaþenslu þessi misserin er augljóst að ekki dregur úr atvinnuleysi fólks. Hagræðing innan fyrirtækja, sparnaðaraðgerðir og fækkun starfsfólks virðast vega upp áhrif af framkvæmdum tengdum álverum og virkjunum. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir -- sem nefndar hafa verið mestu framkvæmdir Íslandssögunnar -- hefur atvinnuleysi aukist fremur en að dregið hafi úr því. Í júlí voru rúmlega fimm þúsund manns án atvinnu. Það eru ekki mörg ár síðan slíkt hefði verið talið stórkostlegt vandamál sem bregðast yrði við sem allra fyrst. Þetta er hins vegar að verða sá fjöldi sem er reglulega án atvinnu. Innan þessa hóps er fólk sem hefur verið atvinnulaust mánuðum og jafnvel árum saman. Aukin samkeppni meðal íslenskra fyritækja, aukin samkeppni við vörur og þjónustu að utan og auknar kröfur hluthafa um arð af fjárfestingu sinni hafa breytt svipmóti íslensks atvinnurekstrar á undanförnum árum. Fyrirtækin hafa þurft að laga sig að þessum breytingum með hagræðingu, aukinni framlegð og betri nýtingu mannaflans. Þessi breyting er í sjálfu sér góð. Í einangruðu hagkerfi síðustu aldar urðu íslensk fyrirtæki helst til of löt og feit. Flestum þeirra veitti ekki af því að skerpa markmiðin og laga starfsemi sína að þeim. Gamla kerfið fól í sér verðmætasóun og lélega nýtingu á starfsorku fólks. Slíkt er léleg verkmenning. Ef við erum á annað borð að mæta til vinnu eigum við að gera þá kröfu að sem mest verðmæti verði til við vinnu okkar. Í breytingum á íslenskum fyrirtækjum liggja óteljandi tækifæri. Um leið og eitt fyrirtæki bætir framlegð starfsfólksins, og fækkar þar af leiðandi þeim einstaklingum sem þurfa að sinna störfunum án þess að draga úr framleiðslu sinni eða þjónustu, gefst öðrum fyrirtækjum tækifæri á að krækja í þetta starfsfólk og virkja það til nýrra verka. Það má jafnvel fagna því að ónýtt fyrirtæki með lélega framlegð og vonda nýtingu starfsfólks og fjármagns fari á höfuðið. Það má þá nýta orku starfsfólksins og hugmyndaflug betur á nýjum vettvangi. Íslenskt atvinnulíf hefur verið að fara í gegnum svona umbreytingatíma um nokkurt skeið. Ef litið er yfir atvinnuleysistölur undanfarinna ára virðist hins vegar sem nýsköpun atvinnulífsins hafi ekki haldið í við umbreytinguna. Fyrirtæki hafa fækkað starfsfólki en ný störf hafa ekki orðið til í sama mæli. Og það er langt í land að atvinnulífinu takist að búa til störf fyrir reglulega fjölgun atvinnubærra manna. Atvinnulífinu virðist þannig hafa tekist að nýta fjármagnið betur en mannauðinn. Íslendingar hafa aldrei þurft að búa við langvarandi atvinnuleysi á borð við flestar Evrópuþjóðir. Það sést ekki aðeins á atvinnuleysistölum heldur ekki síður á stuðningskerfi okkar við þá sem ekki njóta atvinnu. Okkar kerfi er miðað við smávægilega aðstoð vegna mjög tímabundins ástands. Sá sem verður atvinnulaus mánuðum saman á Íslandi lendir í alvarlegum vanda; honum og fjölskyldu hans er í raun varpað niður að hungurmörkum. Ef atvinnulífinu tekst ekki að byggja upp meiri nýsköpun og fjölga störfum verðum við að endurskoða stöðuna og fara að feta okkur að evrópsku kerfi til stuðnings atvinnulausum. Og við skulum ekki blekkja okkur á því að við getum séð til og vonað að bráðum rætist úr. Þeir rúmlega fimm þúsund manns sem eru atvinnulausir -- og þær fimm þúsund fjölskyldur sem þetta atvinnuleysi snertir -- hafa ekki mikla biðlund við hungurmörkin. Íslenskt atvinnulíf stendur því frammi fyrir tveimur kostum: Annars vegar að auka nýbreytni og fjölga störfum og hins vegar að bera kostnað af dýrara stuðningskerfi við atvinnulausa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þrátt fyrir aukinn hagvöxt, ívið meiri verðbólgu og nokkra eignaþenslu þessi misserin er augljóst að ekki dregur úr atvinnuleysi fólks. Hagræðing innan fyrirtækja, sparnaðaraðgerðir og fækkun starfsfólks virðast vega upp áhrif af framkvæmdum tengdum álverum og virkjunum. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir -- sem nefndar hafa verið mestu framkvæmdir Íslandssögunnar -- hefur atvinnuleysi aukist fremur en að dregið hafi úr því. Í júlí voru rúmlega fimm þúsund manns án atvinnu. Það eru ekki mörg ár síðan slíkt hefði verið talið stórkostlegt vandamál sem bregðast yrði við sem allra fyrst. Þetta er hins vegar að verða sá fjöldi sem er reglulega án atvinnu. Innan þessa hóps er fólk sem hefur verið atvinnulaust mánuðum og jafnvel árum saman. Aukin samkeppni meðal íslenskra fyritækja, aukin samkeppni við vörur og þjónustu að utan og auknar kröfur hluthafa um arð af fjárfestingu sinni hafa breytt svipmóti íslensks atvinnurekstrar á undanförnum árum. Fyrirtækin hafa þurft að laga sig að þessum breytingum með hagræðingu, aukinni framlegð og betri nýtingu mannaflans. Þessi breyting er í sjálfu sér góð. Í einangruðu hagkerfi síðustu aldar urðu íslensk fyrirtæki helst til of löt og feit. Flestum þeirra veitti ekki af því að skerpa markmiðin og laga starfsemi sína að þeim. Gamla kerfið fól í sér verðmætasóun og lélega nýtingu á starfsorku fólks. Slíkt er léleg verkmenning. Ef við erum á annað borð að mæta til vinnu eigum við að gera þá kröfu að sem mest verðmæti verði til við vinnu okkar. Í breytingum á íslenskum fyrirtækjum liggja óteljandi tækifæri. Um leið og eitt fyrirtæki bætir framlegð starfsfólksins, og fækkar þar af leiðandi þeim einstaklingum sem þurfa að sinna störfunum án þess að draga úr framleiðslu sinni eða þjónustu, gefst öðrum fyrirtækjum tækifæri á að krækja í þetta starfsfólk og virkja það til nýrra verka. Það má jafnvel fagna því að ónýtt fyrirtæki með lélega framlegð og vonda nýtingu starfsfólks og fjármagns fari á höfuðið. Það má þá nýta orku starfsfólksins og hugmyndaflug betur á nýjum vettvangi. Íslenskt atvinnulíf hefur verið að fara í gegnum svona umbreytingatíma um nokkurt skeið. Ef litið er yfir atvinnuleysistölur undanfarinna ára virðist hins vegar sem nýsköpun atvinnulífsins hafi ekki haldið í við umbreytinguna. Fyrirtæki hafa fækkað starfsfólki en ný störf hafa ekki orðið til í sama mæli. Og það er langt í land að atvinnulífinu takist að búa til störf fyrir reglulega fjölgun atvinnubærra manna. Atvinnulífinu virðist þannig hafa tekist að nýta fjármagnið betur en mannauðinn. Íslendingar hafa aldrei þurft að búa við langvarandi atvinnuleysi á borð við flestar Evrópuþjóðir. Það sést ekki aðeins á atvinnuleysistölum heldur ekki síður á stuðningskerfi okkar við þá sem ekki njóta atvinnu. Okkar kerfi er miðað við smávægilega aðstoð vegna mjög tímabundins ástands. Sá sem verður atvinnulaus mánuðum saman á Íslandi lendir í alvarlegum vanda; honum og fjölskyldu hans er í raun varpað niður að hungurmörkum. Ef atvinnulífinu tekst ekki að byggja upp meiri nýsköpun og fjölga störfum verðum við að endurskoða stöðuna og fara að feta okkur að evrópsku kerfi til stuðnings atvinnulausum. Og við skulum ekki blekkja okkur á því að við getum séð til og vonað að bráðum rætist úr. Þeir rúmlega fimm þúsund manns sem eru atvinnulausir -- og þær fimm þúsund fjölskyldur sem þetta atvinnuleysi snertir -- hafa ekki mikla biðlund við hungurmörkin. Íslenskt atvinnulíf stendur því frammi fyrir tveimur kostum: Annars vegar að auka nýbreytni og fjölga störfum og hins vegar að bera kostnað af dýrara stuðningskerfi við atvinnulausa.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun