Charlize keppir við Nicole 18. ágúst 2004 00:01 Hin yndisfríða suður-afríska leikkona Charlize Theron hefur skrifað undir samning hjá Christian Dior. Það þýðir að Theron er hið nýja andlit metsöluilmvatnsins þeirra Dior-manna, Jadore. Theron mun því heyja hatramma baráttu við óskarsverðlaunahafann Nicole Kidman sem verður hið nýja andlit Chanel. Theron mun bæði leika í auglýsingum og sitja fyrir á myndum fyrir Jadore og mun allsherjarherferð hefjast seinnipart hausts. Ekki eru til staðfestar tölur um upphæðina sem Theron fær fyrir þennan samning en kvisast hefur út að hún fái eitthvað á milli 210 og 360 milljónir íslenskra króna. Hollywood-stjörnurnar virðast næstum því vera að koma í staðinn fyrir fyrirsæturnar vestan hafs. Óskarsverðlaunahafinn Hilary Swank auglýsir Calvin Klein-nærföt eins og óð manneskja á meðan Scarlett Johansson er aðalstjarnan í haustlínu Louis Vuitton. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Hin yndisfríða suður-afríska leikkona Charlize Theron hefur skrifað undir samning hjá Christian Dior. Það þýðir að Theron er hið nýja andlit metsöluilmvatnsins þeirra Dior-manna, Jadore. Theron mun því heyja hatramma baráttu við óskarsverðlaunahafann Nicole Kidman sem verður hið nýja andlit Chanel. Theron mun bæði leika í auglýsingum og sitja fyrir á myndum fyrir Jadore og mun allsherjarherferð hefjast seinnipart hausts. Ekki eru til staðfestar tölur um upphæðina sem Theron fær fyrir þennan samning en kvisast hefur út að hún fái eitthvað á milli 210 og 360 milljónir íslenskra króna. Hollywood-stjörnurnar virðast næstum því vera að koma í staðinn fyrir fyrirsæturnar vestan hafs. Óskarsverðlaunahafinn Hilary Swank auglýsir Calvin Klein-nærföt eins og óð manneskja á meðan Scarlett Johansson er aðalstjarnan í haustlínu Louis Vuitton.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira