Minni þreifingar í Evrópuátt 15. ágúst 2004 00:01 Ekki má búast við jafn ítarlegri umfjöllun um Evrópumál innan utanríkisráðuneytisins og áður þegar Davíð Oddson verður utanríkisráðherra, að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Baldur segist ekki vænta breytinga á utanríkisstefnunni enda sé stjórnarstefnan sú sama og áður en áherslur geta orðið aðrar. "Halldór hefur kannað stöðu Íslands í Evrópu og hvaða kostir myndu bjóðast ef sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Ég býst ekki við jafn ítarlegri umfjöllun um Evrópumál undir forystu Davíðs." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að engar áherslubreytingar verði á utanríkismálum undir stjórn Davíðs. "Ég tel að Davíð verði jafn ötull að viða að sér upplýsingum um Evrópusambandið og Halldór og muni fylgjast náið með Evrópuþróuninni, enda er það mjög mikilvægt." Hannes og Baldur eru sammála um að það hafi verið rökrétt að Davíð færi í utanríkisráðuneytið. "Það stendur næst forsætisráðuneytinu. Hefði hann farið í annað ráðuneyti, þá hefði það verið mjög sérstakt," segir Baldur. Hannes Hólmsteinn segir mörg fordæmi þess að fyrrverandi forsætisráðherra verði utanríkisráðherra, til dæmis hafi Ólafur Jóhannesson verið utanríkisráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen eftir að hafa setið í forsæti tvisvar áður. "Það er mjög heppilegt að við ráðuneytinu taki maður með mikla reynslu og yfirsýn, eins og Davíð hefur öðlast sem forsætisráðherra í þrettán ár." Baldur tekur undir að Davíð komi sterkur inn í ráðuneytið og segir athyglisvert hversu mikil afskipti hann hafi haft af utanríkismálum í forsætisráðherratíð sinni. Hann hafi til dæmis leikið stórt hlutverk í viðræðum við Bandaríkjamenn vegna varnarsamstarfsins. "Davíð beitir mjög harðri samningatækni og hefur brugðist við af festu þegar kröfur hafa verið uppi að Íslendingar greiði meira í sjóði Evrópusambandsins vegna aðildar sinnar að EES. Það má búast við að hann verði afdráttalaus í utanríkismálum eins og hann hefur verið sem forsætisráðherra." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Ekki má búast við jafn ítarlegri umfjöllun um Evrópumál innan utanríkisráðuneytisins og áður þegar Davíð Oddson verður utanríkisráðherra, að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Baldur segist ekki vænta breytinga á utanríkisstefnunni enda sé stjórnarstefnan sú sama og áður en áherslur geta orðið aðrar. "Halldór hefur kannað stöðu Íslands í Evrópu og hvaða kostir myndu bjóðast ef sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Ég býst ekki við jafn ítarlegri umfjöllun um Evrópumál undir forystu Davíðs." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að engar áherslubreytingar verði á utanríkismálum undir stjórn Davíðs. "Ég tel að Davíð verði jafn ötull að viða að sér upplýsingum um Evrópusambandið og Halldór og muni fylgjast náið með Evrópuþróuninni, enda er það mjög mikilvægt." Hannes og Baldur eru sammála um að það hafi verið rökrétt að Davíð færi í utanríkisráðuneytið. "Það stendur næst forsætisráðuneytinu. Hefði hann farið í annað ráðuneyti, þá hefði það verið mjög sérstakt," segir Baldur. Hannes Hólmsteinn segir mörg fordæmi þess að fyrrverandi forsætisráðherra verði utanríkisráðherra, til dæmis hafi Ólafur Jóhannesson verið utanríkisráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen eftir að hafa setið í forsæti tvisvar áður. "Það er mjög heppilegt að við ráðuneytinu taki maður með mikla reynslu og yfirsýn, eins og Davíð hefur öðlast sem forsætisráðherra í þrettán ár." Baldur tekur undir að Davíð komi sterkur inn í ráðuneytið og segir athyglisvert hversu mikil afskipti hann hafi haft af utanríkismálum í forsætisráðherratíð sinni. Hann hafi til dæmis leikið stórt hlutverk í viðræðum við Bandaríkjamenn vegna varnarsamstarfsins. "Davíð beitir mjög harðri samningatækni og hefur brugðist við af festu þegar kröfur hafa verið uppi að Íslendingar greiði meira í sjóði Evrópusambandsins vegna aðildar sinnar að EES. Það má búast við að hann verði afdráttalaus í utanríkismálum eins og hann hefur verið sem forsætisráðherra."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira