Stakkaskipti í atvinnulífinu 13. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir velheppnaðar útrásir KB banka að undanförnu hlaut að koma að því að keppinautar hans á íslenskum markaði hugsuðu sér til hreyfings á mörkuðum utan landsteinanna. Fréttin í gær um "strandhögg" Íslandsbanka í Noregi kemur því í sjálfu sér ekki á óvart þótt ekki hafi verið vitað að sjónir stjórnenda bankans beindust að Kreditbanken á Sunnmæri. Virðist um skynsamlega og vel hugsaða fjárfestingu að ræða. Erlendar fjárfestingar bankanna og annarra íslenskra stórfyrirtækja eru til marks um þau stakkaskipti sem orðið hafa á þjóðarbúskap okkar Íslendinga á undanförnum árum. Landsframleiðslan hér á landi var löngum borin uppi af framleiðslu í sjávarútvegi, sem að auki skapaði meginhluta gjaldeyristekna landsmanna, en nú er uppspretta hvors tveggja miklu fjölbreyttari. Stafar hagvöxtur undanfarinna ára ekki síst af grósku í iðnaði og þjónustu. Hefur hlutur þeirra greina í útflutningstekjum jafnframt stóraukist. Fyrr á árum var hlutur sjávarútvegs í hagvexti og gjaldeyristekjum svo mikill að tímabundinn aflabrestur, verðfall á erlendum mörkuðum eða vinnudeilur útvegsmanna og sjómanna settu þjóðfélagið á annan endann. Verkföll í greininni voru talin ógna þjóðarhag og iðulega bundinn endi á þau með lagasetningu. Það er tímanna tákn - lýsandi fyrir minnkandi vægi sjávarútvegs í íslensku hagkerfi - þegar sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að stöðva sjómannaverkfall með lagafyrirmælum - og meinar það! Staða sjávarútvegs á Íslandi á 20. öld er annars forvitnilegt rannsóknarefni. Litið var á útgerð og fiskvinnslu sömu augum og landbúnað á fyrri öldum - sem "undirstöðuatvinnuveg" þjóðarinnar. Þá höfðu menn í huga að hlutur hans í hagvexti og gjaldeyrissköpun var yfirgnæfandi miðað við aðrar atvinnugreinar. En á sama tíma var hagstjórn ráðamanna svo einkennilega háttað, aðallega vegna óraunhæfrar gengisskráningar, að drjúgur hluti sjávarútvegsfyrirtækja barðist í bökkum með að ná endum saman í rekstri og greinin í heild þurfti að þiggja ríflega styrki og niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Sennilegt er að sjálf hugmyndin um að ein atvinnugrein öðrum fremur sé undirstaða efnahagslífsins, hugmynd sem rekja má til búauðgisstefnu 18. aldar, hafi ráðið miklu um það hve seint útvegurinn braust úr kerfi hafta, styrkja og millifærslusjóða. Eftir að kvótakerfið í sjávarútvegi breyttist úr því að vera eingöngu fiskveiðistjórnunarkerfi og varð að markaðskerfi snemma árs 1990 með lögum sem heimiluðu frjálst framsal aflaheimilda hefur greinin blómstrað sem aldrei fyrr - en nú á eigin forsendum. Sjávarútvegur er þróttmikil atvinnugrein en ekkert frekar "undirstaða" hagkerfis okkar en aðrir atvinnuvegir. Hann nýtur virðingar vegna sögu sinnar og framlags til hagsældar þjóðarinnar en verður að öðru leyti að starfa og keppa við aðrar greinar á jafnréttisgrundvelli. Það er eðlileg og heilbrigð þróun í þjóðfélagi sem vill hafa frjálsan markaðsbúskap að leiðarljósi efnahagsstarfseminnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir velheppnaðar útrásir KB banka að undanförnu hlaut að koma að því að keppinautar hans á íslenskum markaði hugsuðu sér til hreyfings á mörkuðum utan landsteinanna. Fréttin í gær um "strandhögg" Íslandsbanka í Noregi kemur því í sjálfu sér ekki á óvart þótt ekki hafi verið vitað að sjónir stjórnenda bankans beindust að Kreditbanken á Sunnmæri. Virðist um skynsamlega og vel hugsaða fjárfestingu að ræða. Erlendar fjárfestingar bankanna og annarra íslenskra stórfyrirtækja eru til marks um þau stakkaskipti sem orðið hafa á þjóðarbúskap okkar Íslendinga á undanförnum árum. Landsframleiðslan hér á landi var löngum borin uppi af framleiðslu í sjávarútvegi, sem að auki skapaði meginhluta gjaldeyristekna landsmanna, en nú er uppspretta hvors tveggja miklu fjölbreyttari. Stafar hagvöxtur undanfarinna ára ekki síst af grósku í iðnaði og þjónustu. Hefur hlutur þeirra greina í útflutningstekjum jafnframt stóraukist. Fyrr á árum var hlutur sjávarútvegs í hagvexti og gjaldeyristekjum svo mikill að tímabundinn aflabrestur, verðfall á erlendum mörkuðum eða vinnudeilur útvegsmanna og sjómanna settu þjóðfélagið á annan endann. Verkföll í greininni voru talin ógna þjóðarhag og iðulega bundinn endi á þau með lagasetningu. Það er tímanna tákn - lýsandi fyrir minnkandi vægi sjávarútvegs í íslensku hagkerfi - þegar sjávarútvegsráðherra segir að ekki komi til greina að stöðva sjómannaverkfall með lagafyrirmælum - og meinar það! Staða sjávarútvegs á Íslandi á 20. öld er annars forvitnilegt rannsóknarefni. Litið var á útgerð og fiskvinnslu sömu augum og landbúnað á fyrri öldum - sem "undirstöðuatvinnuveg" þjóðarinnar. Þá höfðu menn í huga að hlutur hans í hagvexti og gjaldeyrissköpun var yfirgnæfandi miðað við aðrar atvinnugreinar. En á sama tíma var hagstjórn ráðamanna svo einkennilega háttað, aðallega vegna óraunhæfrar gengisskráningar, að drjúgur hluti sjávarútvegsfyrirtækja barðist í bökkum með að ná endum saman í rekstri og greinin í heild þurfti að þiggja ríflega styrki og niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Sennilegt er að sjálf hugmyndin um að ein atvinnugrein öðrum fremur sé undirstaða efnahagslífsins, hugmynd sem rekja má til búauðgisstefnu 18. aldar, hafi ráðið miklu um það hve seint útvegurinn braust úr kerfi hafta, styrkja og millifærslusjóða. Eftir að kvótakerfið í sjávarútvegi breyttist úr því að vera eingöngu fiskveiðistjórnunarkerfi og varð að markaðskerfi snemma árs 1990 með lögum sem heimiluðu frjálst framsal aflaheimilda hefur greinin blómstrað sem aldrei fyrr - en nú á eigin forsendum. Sjávarútvegur er þróttmikil atvinnugrein en ekkert frekar "undirstaða" hagkerfis okkar en aðrir atvinnuvegir. Hann nýtur virðingar vegna sögu sinnar og framlags til hagsældar þjóðarinnar en verður að öðru leyti að starfa og keppa við aðrar greinar á jafnréttisgrundvelli. Það er eðlileg og heilbrigð þróun í þjóðfélagi sem vill hafa frjálsan markaðsbúskap að leiðarljósi efnahagsstarfseminnar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun