Segir ÁTVR á villigötum 10. ágúst 2004 00:01 Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, er harðorður í garð stjórnenda Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í grein sem hann ritar í Bæjarblaðið. Hann segir ÁTVR sniðganga nýja verslunarmiðstöð sem bærinn og einkaaðilar hafa reist við Sunnumörk. Orri segir ljóst að þeim sem eru fylgjandi einokunarsölu ríkisvaldsins á áfengi hafi fækkað ört í Hveragerði undanfarið og þau vinnubrögð sem þar hafa verði stunduð geti vart talist annað en myllusteinn um háls einokunarsinna. Grein Orra Hlöðverssonar bæjarstjóra Hveragerðisbæjar í heild sinni eins og hún birtist í Bæjarblaðinu.Ríki á villigötum? Eins og kunnugt er var opnuð myndarleg verslunarmiðstöð við Sunnumörk í Hveragerði í maí síðastliðinn sem skapað hefur fjölda starfa í bæjarfélaginu. Hvergerðingum hefur verið færð heim mikilvæg þjónusta sem ekki var til staðar áður og mikill fjöldi ferðamanna, sem áður ók rakleitt framhjá bæjarstæðinu, leggur nú leið sína inn í bæinn til að gera hér viðskipti. Hér er um að ræða verkefni sem lengi hefur verði stefnt að. Skriður komst þó ekki á málið fyrr en í byrjun árs 2003 með samstilltu átaki Hveragerðisbæjar, SS-verktaka og annarra rekstraraðila sem skulbundið hafa sig til til reksturs í húsinu. Útkoman er stærsta fjárfesting í bæjarfélaginu í langan tíma, aukið þjónustustig og bætt ásýnd okkar ört vaxandi bæjarfélags. ÁTVR Allt frá því að til urðu hugmyndir um uppbyggingu verslunarmiðstöðvar við bæjardyrnar í Hveragerði hefur rekstur vínbúðar í verslunarmiðstöðinni verið einn af hornsteinum hugmyndarinnar. Á undirbúningsstigi var haft samband við Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) í því skyni að láta það sjónarmið í ljós. Bæjarfélagið lá ekki á liði sínum í þeim efnum og óskaði formlega og óformlega eftir liðsinni ÁTVR við mikilvægasta verkefni Hvergerðinga á sviði atvinnumála og þjónustu í langan tíma. Var þeim óskum vel tekið af forsvarsmönnum stofnunarinnar. Opinber þjónusta Einhver kann að spyrja þeirrar spurningar hvers vegna bæjarfélag hafi skoðun á því hvar rekstur vínbúðar er settur niður í byggðarlaginu. Slík skoðun er réttmæt, en horfa verður til þess að hér er ekki um hefðbundinn verslunarrekstur að ræða heldur sölu áfengis sem háð er ströngum skilyrðum hér á landi. Eins og kunnugt er þá er sala áfengis á Íslandi í höndum sérstakrar stofnunar sem heldur utan um einkarétt ríkisins til sölu áfengis í landinu. Á því fyrirkomulagi eru ýmsar skoðanir sem ekki skal farið nánar út í hér en á meðan að einokun ríkisins er við lýði þá ber að líta á vínbúðir ÁTVR eins og hverja aðra opinbera þjónustu. Sjálfsagt þykir að bæjaryfirvöld leiki stórt hlutverk í því hvernig annarri opinberri þjónustu, eins og t.d. heilsugæslu, er fyrir komið í samfélögunum víða um land. Sama gildir um sölu áfengis eins og staðan er í dag. Rekstur vínbúða ÁTVR Undanfarin ár hefur sölustöðum ÁTVR fjölgað hratt til að mæta auknum kröfum nútímans um þjónustu og er það vel. Einnig er það jákvæð þróun að í stað þess að stofnunin sjálf reki vínbúðirnar er reksturinn boðinn út og ýmsum rekstraraðilum falin salan á víninu. Þetta fyrirkomulag þekktu bæjaryfirvöld í Hveragerði þegar að hyllti undir rekstur vínbúðar í bæjarfélaginu síðastliðið vor. Það sem komið hefur á óvart er hinsvegar sá skortur á metnaði sem einkennir fyrirhugaða uppsetningu vínbúðar í bæjarfélaginu. Nánari skoðun á því hvernig ÁTVR hagar sínum málum í rekstri vínbúða hringinn í kringum landið utan höfuðborgarsvæðisins sannfærir jafnframt hvern þann er skoðar um að stofnunin er komin á hálan ís með stefnu sinni ef ekki algjörar villigötur. Svo virðist sem engu megi til kosta við að koma vörunni á framfæri til viðskiptavina og boðið er upp á umhverfi sem enginn kæmist upp með að gera nema sá sem skákar í skjóli einokunar. Og hver sá sem ferðast um landið sér að stofnunin hefur komið sér fyrir með æði fjölskrúðugum hætti. Dæmi um útsölustaði áfengis á vegum hins opinbera úti á landi eru efnalaugar, fataverslanir, apótek, grillskálar og bensínstöðvar. Þegar þessi sérkennilega útfærsla einokunaraðilans er skoðuð skýtur skökku við að á sama tíma skuli menn ekki íhuga af kostgæfni aukið frelsi í smásölu áfengis almennt. Úr því að leyfilegt er að selja áfengi á bensínstöð Olíufélagsins í Hveragerði er einungis stigsmunur að leyfa sölu áfengis á bensínstöðvum í landinu almennt. Kostnaðaravitund ÁTVR Allt er þetta gert í nafni sparnaðar og rekstarhagræðis og að sjálfsögðu í kjölfar útboða þar sem rekstraraðilar á litlum markaði eru látnir berjast um bitana. En á meðan þessu vindur fram er athyglisvert að skoða hvaða stefnu stefnu stofnunin hefur fylgt undanfarin ár við fjölgun útsölustaða á höfuðborgarsvæðinu. Þar býður stofnunin viðskiptavinum sínum upp á umhverfi og þjónustu sem stenst þær kröfur sem nútíminn gerir. Víða má sjá glæsilegar vínbúðir á dýrasta og besta stað. Dæmi: Smáralind (nánast við hlið annarrar vínbúðar við Dalveg), Mjódd, IKEA, Eiðistorg, Fjörðurinn, Kringlan, Garðatorg og svo framvegis. Staðsetningar virðast fremur byggjast á markaðstengdum ákvörðunum stofnunarinnar fremur en útboðum. Hvergi bólar á sölu áfengis í efnalaugum, apótekum, bensínstöðvum eða fataverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Eflaust mætti þó spara stórar fjárhæðir á því að fá slíka rekstraraðila til samstarfs við stofnunina nú þegar fermetraverð á verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur náð nýjum og áður óþekktum hæðum. Undarleg kostnaðarvitund þarna á ferðinni. ÁTVR, Olíufélagið og Hveragerðisbær Eins og kunnugt er og fram hefur komið í fréttum ákvað ÁTVR að taka tilboði frá Olíufélaginu um rekstur vínbúðar í bænum frekar en að staðsetja vínbúð í nýrri og glæsilegri verslunarmiðstöð bæjarins. Olíufélagið bauð fram hluta bensínstöðvar sem það rekur í Hveragerði undir vínbúðina á það hagstæðum kjörum að ÁTVR sá sér ekki fært að staðsetja rekstur sinn í húsnæði sem sérhannað er fyrir verslunarrekstur. Óhætt er að segja að sú ákvörðun hafi valdið Hvergerðingum vonbrigðum enda bæjarbúar vanir fyrsta flokks þjónustu á Selfossi, í Reykjavík og nú á heimavelli. Einnig hefur ákvörðunin leitt til samskipta á milli bæjarfélagsins og Olíufélagsins sem báðir aðilar hefðu eflaust viljað sleppa við. Kjarni málsins er samt sá að hvorki bæjarbúar né bæjaryfirvöld sætta sig við það umhverfi sem Olíufélagið og ÁTVR hyggjast bjóða upp á í bænum utan um sölu áfengis. Afgreiðsla bæjaryfirvalda Samkomulag það sem ÁTVR og Olíufélagið hafa undirritað um rekstur vínbúðar í Hveragerði er háð samþykki byggingar- og skipulagsyfirvalda í bænum, vinnueftirlits og heilbrigðiseftirlits. Samkomulagið er nú til skoðunar í nefndakerfi Hveragerðisbæjar. Þar hefur málið fengið eðlilega stjórnsýslulega meðferð, nú síðast í byggingar- og skipulagsnefnd sem tók hönnun húsnæðis fyrir á síðasta fundi sínum. Gerðar voru ýmsar athugasemdir við hönnunina, sérstaklega m.t.t. til brunavarna, ferlimála og aðkomu fyrir fatlaða sem hönnuður vinnur nú að úrbótum á. Einnig eru til skoðunar umferðartæknileg atriði er lúta að aðkomu að lóð Olíufélagsins. Þótt það hafi komið á óvart að ÁTVR hafi undirritað samning við Olíufélagið á grundvelli þeirrar hönnunar húsnæðis sem síðar var kynnt í nefndinni, er ekki ástæða til að ætla annað en að hönnuði takist að koma til móts við athugasemdir byggingar- og skipulagsnefndar. Skoðun bæjaryfirvalda En að uppfylla tæknileg skilyrði er ekki það sama og að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þjónustu af því tagi sem hér um ræðir. Til stendur að verslunin sjálf verði sjálfsafgreiðsluverslun í rúmlega 35 fermetra herbergi. Lagerinn er 7 fermetrar og einnig nýttur sem skrifstofuaðstaða. Aðkoma í vínbúðina er framhjá bensíndælum og síðan í gegnum bensínstöðina sjálfa. Ætlast er til að starfsfólk sinni jöfnum höndum afgreiðslu á bensínstöðinni og sölu áfengis. Dæmi nú hver fyrir sig, en það er eftir að hafa fengið ofangreindar upplýsingar inn á borð til sín sem bæjarstjórn Hveragerðisbæjar lýsir yfir óánægju sinni með þá aðstöðu sem í boði er. Vonbrigði bæjarstjórnarinnar byggjast því ekki síst á því hvað boðið er upp á af Olíufélaginu og ÁTVR í sameiningu. M.ö.o. þá yrði strax mikil bót í máli ef ÁTVR og Olíufélagið sýndu hvers megnug þau eru með þvi að standa myndarlegar að rekstri vínbúðar í Hveragerði en stefnt er að. Verr af stað farið en heima setið ? Með undirritun samnings við Olíufélagið, með fyrirvara um samþykki Hveragerðisbæjar, setur ÁTVR bæinn í erfiða stöðu vitandi það að rekstur vínbúðar í bensínstöðinni samræmist ekki hugmyndum bæjaryfirvalda. Að uppfylltum tæknilegum skilyrðum eru litlar efnislegar forsendur til að hafna beiðni ÁTVR og Olíufélagsins. Bærinn er þá að líkindum kominn þá stöðu að samþykkja til frambúðar rekstur sem samræmist ekki þeim væntingum sem bæjarbúar gera. Í staðinn fær bæjarstjórn trúlega gagnrýni fyrir að standa ekki vaktina af nægjanlegri hörku fyrir umbjóðendur sína. Verði þetta niðurstaðan er verr af stað farið en heima setið í málinu að mati undirritaðs. Þeirri spurningu þó er enn ósvarað hvort fyrir hendi séu aðrar forsendur í málinu en tæknilegar við endanlega afgreiðslu málsins í bæjarstjórn. Eitt er þó fyllilega ljóst: Þeim sem eru fylgjandi einokunarsölu ríkisvaldsins á áfengi hefur fækkað ört í Hveragerði undanfarið og þau vinnubrögð sem þar hafa verði stunduð geta vart talist annað en myllusteinn um háls einokunarsinna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, er harðorður í garð stjórnenda Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í grein sem hann ritar í Bæjarblaðið. Hann segir ÁTVR sniðganga nýja verslunarmiðstöð sem bærinn og einkaaðilar hafa reist við Sunnumörk. Orri segir ljóst að þeim sem eru fylgjandi einokunarsölu ríkisvaldsins á áfengi hafi fækkað ört í Hveragerði undanfarið og þau vinnubrögð sem þar hafa verði stunduð geti vart talist annað en myllusteinn um háls einokunarsinna. Grein Orra Hlöðverssonar bæjarstjóra Hveragerðisbæjar í heild sinni eins og hún birtist í Bæjarblaðinu.Ríki á villigötum? Eins og kunnugt er var opnuð myndarleg verslunarmiðstöð við Sunnumörk í Hveragerði í maí síðastliðinn sem skapað hefur fjölda starfa í bæjarfélaginu. Hvergerðingum hefur verið færð heim mikilvæg þjónusta sem ekki var til staðar áður og mikill fjöldi ferðamanna, sem áður ók rakleitt framhjá bæjarstæðinu, leggur nú leið sína inn í bæinn til að gera hér viðskipti. Hér er um að ræða verkefni sem lengi hefur verði stefnt að. Skriður komst þó ekki á málið fyrr en í byrjun árs 2003 með samstilltu átaki Hveragerðisbæjar, SS-verktaka og annarra rekstraraðila sem skulbundið hafa sig til til reksturs í húsinu. Útkoman er stærsta fjárfesting í bæjarfélaginu í langan tíma, aukið þjónustustig og bætt ásýnd okkar ört vaxandi bæjarfélags. ÁTVR Allt frá því að til urðu hugmyndir um uppbyggingu verslunarmiðstöðvar við bæjardyrnar í Hveragerði hefur rekstur vínbúðar í verslunarmiðstöðinni verið einn af hornsteinum hugmyndarinnar. Á undirbúningsstigi var haft samband við Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) í því skyni að láta það sjónarmið í ljós. Bæjarfélagið lá ekki á liði sínum í þeim efnum og óskaði formlega og óformlega eftir liðsinni ÁTVR við mikilvægasta verkefni Hvergerðinga á sviði atvinnumála og þjónustu í langan tíma. Var þeim óskum vel tekið af forsvarsmönnum stofnunarinnar. Opinber þjónusta Einhver kann að spyrja þeirrar spurningar hvers vegna bæjarfélag hafi skoðun á því hvar rekstur vínbúðar er settur niður í byggðarlaginu. Slík skoðun er réttmæt, en horfa verður til þess að hér er ekki um hefðbundinn verslunarrekstur að ræða heldur sölu áfengis sem háð er ströngum skilyrðum hér á landi. Eins og kunnugt er þá er sala áfengis á Íslandi í höndum sérstakrar stofnunar sem heldur utan um einkarétt ríkisins til sölu áfengis í landinu. Á því fyrirkomulagi eru ýmsar skoðanir sem ekki skal farið nánar út í hér en á meðan að einokun ríkisins er við lýði þá ber að líta á vínbúðir ÁTVR eins og hverja aðra opinbera þjónustu. Sjálfsagt þykir að bæjaryfirvöld leiki stórt hlutverk í því hvernig annarri opinberri þjónustu, eins og t.d. heilsugæslu, er fyrir komið í samfélögunum víða um land. Sama gildir um sölu áfengis eins og staðan er í dag. Rekstur vínbúða ÁTVR Undanfarin ár hefur sölustöðum ÁTVR fjölgað hratt til að mæta auknum kröfum nútímans um þjónustu og er það vel. Einnig er það jákvæð þróun að í stað þess að stofnunin sjálf reki vínbúðirnar er reksturinn boðinn út og ýmsum rekstraraðilum falin salan á víninu. Þetta fyrirkomulag þekktu bæjaryfirvöld í Hveragerði þegar að hyllti undir rekstur vínbúðar í bæjarfélaginu síðastliðið vor. Það sem komið hefur á óvart er hinsvegar sá skortur á metnaði sem einkennir fyrirhugaða uppsetningu vínbúðar í bæjarfélaginu. Nánari skoðun á því hvernig ÁTVR hagar sínum málum í rekstri vínbúða hringinn í kringum landið utan höfuðborgarsvæðisins sannfærir jafnframt hvern þann er skoðar um að stofnunin er komin á hálan ís með stefnu sinni ef ekki algjörar villigötur. Svo virðist sem engu megi til kosta við að koma vörunni á framfæri til viðskiptavina og boðið er upp á umhverfi sem enginn kæmist upp með að gera nema sá sem skákar í skjóli einokunar. Og hver sá sem ferðast um landið sér að stofnunin hefur komið sér fyrir með æði fjölskrúðugum hætti. Dæmi um útsölustaði áfengis á vegum hins opinbera úti á landi eru efnalaugar, fataverslanir, apótek, grillskálar og bensínstöðvar. Þegar þessi sérkennilega útfærsla einokunaraðilans er skoðuð skýtur skökku við að á sama tíma skuli menn ekki íhuga af kostgæfni aukið frelsi í smásölu áfengis almennt. Úr því að leyfilegt er að selja áfengi á bensínstöð Olíufélagsins í Hveragerði er einungis stigsmunur að leyfa sölu áfengis á bensínstöðvum í landinu almennt. Kostnaðaravitund ÁTVR Allt er þetta gert í nafni sparnaðar og rekstarhagræðis og að sjálfsögðu í kjölfar útboða þar sem rekstraraðilar á litlum markaði eru látnir berjast um bitana. En á meðan þessu vindur fram er athyglisvert að skoða hvaða stefnu stefnu stofnunin hefur fylgt undanfarin ár við fjölgun útsölustaða á höfuðborgarsvæðinu. Þar býður stofnunin viðskiptavinum sínum upp á umhverfi og þjónustu sem stenst þær kröfur sem nútíminn gerir. Víða má sjá glæsilegar vínbúðir á dýrasta og besta stað. Dæmi: Smáralind (nánast við hlið annarrar vínbúðar við Dalveg), Mjódd, IKEA, Eiðistorg, Fjörðurinn, Kringlan, Garðatorg og svo framvegis. Staðsetningar virðast fremur byggjast á markaðstengdum ákvörðunum stofnunarinnar fremur en útboðum. Hvergi bólar á sölu áfengis í efnalaugum, apótekum, bensínstöðvum eða fataverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Eflaust mætti þó spara stórar fjárhæðir á því að fá slíka rekstraraðila til samstarfs við stofnunina nú þegar fermetraverð á verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur náð nýjum og áður óþekktum hæðum. Undarleg kostnaðarvitund þarna á ferðinni. ÁTVR, Olíufélagið og Hveragerðisbær Eins og kunnugt er og fram hefur komið í fréttum ákvað ÁTVR að taka tilboði frá Olíufélaginu um rekstur vínbúðar í bænum frekar en að staðsetja vínbúð í nýrri og glæsilegri verslunarmiðstöð bæjarins. Olíufélagið bauð fram hluta bensínstöðvar sem það rekur í Hveragerði undir vínbúðina á það hagstæðum kjörum að ÁTVR sá sér ekki fært að staðsetja rekstur sinn í húsnæði sem sérhannað er fyrir verslunarrekstur. Óhætt er að segja að sú ákvörðun hafi valdið Hvergerðingum vonbrigðum enda bæjarbúar vanir fyrsta flokks þjónustu á Selfossi, í Reykjavík og nú á heimavelli. Einnig hefur ákvörðunin leitt til samskipta á milli bæjarfélagsins og Olíufélagsins sem báðir aðilar hefðu eflaust viljað sleppa við. Kjarni málsins er samt sá að hvorki bæjarbúar né bæjaryfirvöld sætta sig við það umhverfi sem Olíufélagið og ÁTVR hyggjast bjóða upp á í bænum utan um sölu áfengis. Afgreiðsla bæjaryfirvalda Samkomulag það sem ÁTVR og Olíufélagið hafa undirritað um rekstur vínbúðar í Hveragerði er háð samþykki byggingar- og skipulagsyfirvalda í bænum, vinnueftirlits og heilbrigðiseftirlits. Samkomulagið er nú til skoðunar í nefndakerfi Hveragerðisbæjar. Þar hefur málið fengið eðlilega stjórnsýslulega meðferð, nú síðast í byggingar- og skipulagsnefnd sem tók hönnun húsnæðis fyrir á síðasta fundi sínum. Gerðar voru ýmsar athugasemdir við hönnunina, sérstaklega m.t.t. til brunavarna, ferlimála og aðkomu fyrir fatlaða sem hönnuður vinnur nú að úrbótum á. Einnig eru til skoðunar umferðartæknileg atriði er lúta að aðkomu að lóð Olíufélagsins. Þótt það hafi komið á óvart að ÁTVR hafi undirritað samning við Olíufélagið á grundvelli þeirrar hönnunar húsnæðis sem síðar var kynnt í nefndinni, er ekki ástæða til að ætla annað en að hönnuði takist að koma til móts við athugasemdir byggingar- og skipulagsnefndar. Skoðun bæjaryfirvalda En að uppfylla tæknileg skilyrði er ekki það sama og að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þjónustu af því tagi sem hér um ræðir. Til stendur að verslunin sjálf verði sjálfsafgreiðsluverslun í rúmlega 35 fermetra herbergi. Lagerinn er 7 fermetrar og einnig nýttur sem skrifstofuaðstaða. Aðkoma í vínbúðina er framhjá bensíndælum og síðan í gegnum bensínstöðina sjálfa. Ætlast er til að starfsfólk sinni jöfnum höndum afgreiðslu á bensínstöðinni og sölu áfengis. Dæmi nú hver fyrir sig, en það er eftir að hafa fengið ofangreindar upplýsingar inn á borð til sín sem bæjarstjórn Hveragerðisbæjar lýsir yfir óánægju sinni með þá aðstöðu sem í boði er. Vonbrigði bæjarstjórnarinnar byggjast því ekki síst á því hvað boðið er upp á af Olíufélaginu og ÁTVR í sameiningu. M.ö.o. þá yrði strax mikil bót í máli ef ÁTVR og Olíufélagið sýndu hvers megnug þau eru með þvi að standa myndarlegar að rekstri vínbúðar í Hveragerði en stefnt er að. Verr af stað farið en heima setið ? Með undirritun samnings við Olíufélagið, með fyrirvara um samþykki Hveragerðisbæjar, setur ÁTVR bæinn í erfiða stöðu vitandi það að rekstur vínbúðar í bensínstöðinni samræmist ekki hugmyndum bæjaryfirvalda. Að uppfylltum tæknilegum skilyrðum eru litlar efnislegar forsendur til að hafna beiðni ÁTVR og Olíufélagsins. Bærinn er þá að líkindum kominn þá stöðu að samþykkja til frambúðar rekstur sem samræmist ekki þeim væntingum sem bæjarbúar gera. Í staðinn fær bæjarstjórn trúlega gagnrýni fyrir að standa ekki vaktina af nægjanlegri hörku fyrir umbjóðendur sína. Verði þetta niðurstaðan er verr af stað farið en heima setið í málinu að mati undirritaðs. Þeirri spurningu þó er enn ósvarað hvort fyrir hendi séu aðrar forsendur í málinu en tæknilegar við endanlega afgreiðslu málsins í bæjarstjórn. Eitt er þó fyllilega ljóst: Þeim sem eru fylgjandi einokunarsölu ríkisvaldsins á áfengi hefur fækkað ört í Hveragerði undanfarið og þau vinnubrögð sem þar hafa verði stunduð geta vart talist annað en myllusteinn um háls einokunarsinna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira