Myndi tryggja hagsmuni Íslendinga 8. ágúst 2004 00:01 Formenn jafnaðarflokkanna á Norðurlöndunum hafa ákveðið að kannað verði innan Evrópusambandsins hvort það væri geranlegt að sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði verði sett á Norður-Atlantshafi. Var þetta meginniðurstaða fundar formanna jafnaðarflokkanna á Norðurlöndum sem haldinn var í Viðey í gær. Að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er þetta ákaflega mikilvægt skref fyrir Íslendinga og Norðmenn varðandi hugsanlega inngöngu þeirra í Evrópusambandið og gæti tryggt fullt forræði Íslendinga yfir auðlindum hafsins. "Þetta er í fyrsta sinn sem svo háttsettir menn, ýmist forsætisráðherrar eða verðandi forsætisráðherrar, taka undir með formlegum hætti að þessi hugmynd Íslendinga sé raunhæf," segir Össur. Hann telur að í framhaldinu sé nauðsynlegt að vinna þessari hugmynd frekara brautargengi. "Þarna er um dæmigert verkefni að ræða sem ríkisstjórn og stjórnarandstaðan, að minnsta kosti samfylkingin, geta unnið að hvor eftir sínum leiðum. Samfylkingin mun halda áfram að nota sín ríku alþjóðlegu tengsl í gegnum jafnaðarmannaflokkana, sem er einn áhrifamesti flokkahópurinn innan ESB, til að auka skilning á henni. Ríkisstjórnin getur eftir sínum leiðum, í beinum samræðum við forystumenn annarra þjóða, sömuleiðis unnið henni fylgi eins og Halldór Ásgrímsosn hefur vissulega gert," segir Össur. Hann segir fund jafnaðarmannanna hafa verið ákaflega mikilvægan og til marks um hvernig íslenskir stjórnmálaflokkar geti unnið að íslenskum hagsmunum með það fyrir augum að efla samstöðuna þegar kemur að því að við þurfum hugsanlega að sækja um aðild. "Sömuleiðis var það mjög mikilvægt að sú skoðun kemur fram í niðurstöðu fundarins að æskilegt sé að Norðurlöndin öll og þar á meðal Ísland fylgist að innan Evrópusambandsins," segir Össur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Formenn jafnaðarflokkanna á Norðurlöndunum hafa ákveðið að kannað verði innan Evrópusambandsins hvort það væri geranlegt að sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði verði sett á Norður-Atlantshafi. Var þetta meginniðurstaða fundar formanna jafnaðarflokkanna á Norðurlöndum sem haldinn var í Viðey í gær. Að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er þetta ákaflega mikilvægt skref fyrir Íslendinga og Norðmenn varðandi hugsanlega inngöngu þeirra í Evrópusambandið og gæti tryggt fullt forræði Íslendinga yfir auðlindum hafsins. "Þetta er í fyrsta sinn sem svo háttsettir menn, ýmist forsætisráðherrar eða verðandi forsætisráðherrar, taka undir með formlegum hætti að þessi hugmynd Íslendinga sé raunhæf," segir Össur. Hann telur að í framhaldinu sé nauðsynlegt að vinna þessari hugmynd frekara brautargengi. "Þarna er um dæmigert verkefni að ræða sem ríkisstjórn og stjórnarandstaðan, að minnsta kosti samfylkingin, geta unnið að hvor eftir sínum leiðum. Samfylkingin mun halda áfram að nota sín ríku alþjóðlegu tengsl í gegnum jafnaðarmannaflokkana, sem er einn áhrifamesti flokkahópurinn innan ESB, til að auka skilning á henni. Ríkisstjórnin getur eftir sínum leiðum, í beinum samræðum við forystumenn annarra þjóða, sömuleiðis unnið henni fylgi eins og Halldór Ásgrímsosn hefur vissulega gert," segir Össur. Hann segir fund jafnaðarmannanna hafa verið ákaflega mikilvægan og til marks um hvernig íslenskir stjórnmálaflokkar geti unnið að íslenskum hagsmunum með það fyrir augum að efla samstöðuna þegar kemur að því að við þurfum hugsanlega að sækja um aðild. "Sömuleiðis var það mjög mikilvægt að sú skoðun kemur fram í niðurstöðu fundarins að æskilegt sé að Norðurlöndin öll og þar á meðal Ísland fylgist að innan Evrópusambandsins," segir Össur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira