Hraunmoli dró Dana til Íslands 6. ágúst 2004 00:01 Í sumar hafa sjötíu og sex ungmenni frá öllum Norðurlöndunum unnið á Íslandi á vegum Nordjobb samtakanna. Á móti hafa sjötíu og fjögur íslensk ungmenni farið utan til að vinnu. Á hverju sumri býður Nordjobb ungmennum sumarvinnu á Norðurlöndunum og fá þeir laun í samræmi við samninga og borga skatt í því landi sem þeir vinna. Alma Sigurðardóttir er tómstundafulltrúi Nordjobb á Íslandi. "Við erum mjög stolt af því að hingað hafa komið í sumar krakkar frá öllum Norðurlöndunum en það gerist ekki oft. Flestir þeirra hingað hafa komið í sumar eru frá Svíþjóð og Finnlandi en einnig hafa óvenju margir Danir komið og líka nokkrir Norðmenn. Stór hluti af þessari vinnu eru landbúnaðarstörf úti á landi og hefur gengið vel að finna störf," segir hún. Hanna María Karlsdóttir er 18 ára og fór til Álandseyja í sumar til að vinna á vegum Nordjobb. "Ég fór með vinkonu minni henni Hildi Edvald, til bæjar sem heitir Mariehamn og fengum við vinnu við garðyrkjustörf hjá bænum. Þetta var rosalega skemmtilegur tími, ég var að vinna frá sjö á morgnana til fjögur á daginn og hafði því tíma til að gera eitthvað eftir það og fórum við vinkonurnar oft út á kvöldin. Við lentum í smá tungumálaerfiðleikum fyrst þegar við komum en svo var þetta ekkert mál í lokin því þá vorum við farnar að skilja heilmikið," segir Hanna María. Hún segist hafa kynnst mörgu fólki meðan á dvölinni stóð. "Ég kynntist aðallega Finnum en það var mikið af Svíum og Dönum þarna sem maður kynntist líka. Ég notaði tímann úti og ferðaðist meðal annars til Helsinki og Stokkhólms og einnig um Álandseyjar," segir hún. Aðspurð segist Hönnu Maríu hafa líka vel við íbúa Álandseyjar. "Mér finnst fólkið mjög almennilegt og gott og miklu minna stressað þar en hér heima. Það var einhvern veginn allt svo miklu afslappaðra," segir hún. "Ég átti að fara aftur heim í lok júní en líkar svo vel að ég hef ákveðið að vera lengur og var svo heppin að fá vinnu sem aðstoðarleiðbeinandi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Mér líkar vel að búa hér í Reykjavík og finnst hversdagslífið hérna afslappað og þægilegt og fólkið finnst mér vera kurteist, opið og skemmtilegt," segir Christian Lysne, 22 ára frá Kaupmannahöfn. Hann kom hingað í maí á vegum Nordjobb og hefur starfað við garðyrkjustörf hjá Reykjavíkurborg og líkar vel. Áhugi Christians á Íslandi vaknaði fyrst þegar hann var sjö ára þegar pabbi hans sýndi honum hraunmola sem hann tók með sér eftir heimsókn til landsins fyrir um tuttugu árum síðan. "Faðir minn er frá Noregi en mamma frá Danmörku og hef ég alltaf hrifist mjög af náttúru Noregs og landslaginu þar. Eftir að hafa séð myndir af Íslandi hugsaði ég með mér að þangað myndi mig langa að fara. Eftir að hafa dvalið hérna og ferðast um landið finnst mér náttúran hérna stórfenglegri en í Noregi," segir hann. Í sumar hefur Christian ferðast um landið og meðal annars komið til Vestmannaeyja, Akureyri, Blönduóss og víðar. "Ég hreifst mjög af náttúrufegurðinni í Vestmannaeyjum þó víða sé mjög fallegt. Um verslunarmannahelgina fór ég með nokkrum vinum mínum í Landmannalaugar og um síðustu helgi fórum við í Þórsmörk sem var mjög skemmtilegt. Ég vil auðvitað nota tækifærið fyrst ég er kominn hingað til að sjá sem mest af þessu fallega landi," segir hann. - Atvinna Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Í sumar hafa sjötíu og sex ungmenni frá öllum Norðurlöndunum unnið á Íslandi á vegum Nordjobb samtakanna. Á móti hafa sjötíu og fjögur íslensk ungmenni farið utan til að vinnu. Á hverju sumri býður Nordjobb ungmennum sumarvinnu á Norðurlöndunum og fá þeir laun í samræmi við samninga og borga skatt í því landi sem þeir vinna. Alma Sigurðardóttir er tómstundafulltrúi Nordjobb á Íslandi. "Við erum mjög stolt af því að hingað hafa komið í sumar krakkar frá öllum Norðurlöndunum en það gerist ekki oft. Flestir þeirra hingað hafa komið í sumar eru frá Svíþjóð og Finnlandi en einnig hafa óvenju margir Danir komið og líka nokkrir Norðmenn. Stór hluti af þessari vinnu eru landbúnaðarstörf úti á landi og hefur gengið vel að finna störf," segir hún. Hanna María Karlsdóttir er 18 ára og fór til Álandseyja í sumar til að vinna á vegum Nordjobb. "Ég fór með vinkonu minni henni Hildi Edvald, til bæjar sem heitir Mariehamn og fengum við vinnu við garðyrkjustörf hjá bænum. Þetta var rosalega skemmtilegur tími, ég var að vinna frá sjö á morgnana til fjögur á daginn og hafði því tíma til að gera eitthvað eftir það og fórum við vinkonurnar oft út á kvöldin. Við lentum í smá tungumálaerfiðleikum fyrst þegar við komum en svo var þetta ekkert mál í lokin því þá vorum við farnar að skilja heilmikið," segir Hanna María. Hún segist hafa kynnst mörgu fólki meðan á dvölinni stóð. "Ég kynntist aðallega Finnum en það var mikið af Svíum og Dönum þarna sem maður kynntist líka. Ég notaði tímann úti og ferðaðist meðal annars til Helsinki og Stokkhólms og einnig um Álandseyjar," segir hún. Aðspurð segist Hönnu Maríu hafa líka vel við íbúa Álandseyjar. "Mér finnst fólkið mjög almennilegt og gott og miklu minna stressað þar en hér heima. Það var einhvern veginn allt svo miklu afslappaðra," segir hún. "Ég átti að fara aftur heim í lok júní en líkar svo vel að ég hef ákveðið að vera lengur og var svo heppin að fá vinnu sem aðstoðarleiðbeinandi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Mér líkar vel að búa hér í Reykjavík og finnst hversdagslífið hérna afslappað og þægilegt og fólkið finnst mér vera kurteist, opið og skemmtilegt," segir Christian Lysne, 22 ára frá Kaupmannahöfn. Hann kom hingað í maí á vegum Nordjobb og hefur starfað við garðyrkjustörf hjá Reykjavíkurborg og líkar vel. Áhugi Christians á Íslandi vaknaði fyrst þegar hann var sjö ára þegar pabbi hans sýndi honum hraunmola sem hann tók með sér eftir heimsókn til landsins fyrir um tuttugu árum síðan. "Faðir minn er frá Noregi en mamma frá Danmörku og hef ég alltaf hrifist mjög af náttúru Noregs og landslaginu þar. Eftir að hafa séð myndir af Íslandi hugsaði ég með mér að þangað myndi mig langa að fara. Eftir að hafa dvalið hérna og ferðast um landið finnst mér náttúran hérna stórfenglegri en í Noregi," segir hann. Í sumar hefur Christian ferðast um landið og meðal annars komið til Vestmannaeyja, Akureyri, Blönduóss og víðar. "Ég hreifst mjög af náttúrufegurðinni í Vestmannaeyjum þó víða sé mjög fallegt. Um verslunarmannahelgina fór ég með nokkrum vinum mínum í Landmannalaugar og um síðustu helgi fórum við í Þórsmörk sem var mjög skemmtilegt. Ég vil auðvitað nota tækifærið fyrst ég er kominn hingað til að sjá sem mest af þessu fallega landi," segir hann. -
Atvinna Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira