Í fréttatilkynningu segir:
„Á sýningunni Usli er sjónum beint að höfundarverki myndlistarmannsins Hallgríms Helgasonar, sem er raunar ekki síður þekktur fyrir ritstörf og samfélagsrýni. Innan myndlistarinnar hefur sagnamaðurinn valið sér málverkið og teikninguna sem tjáningarform.
Usli vitundarinnar, usli mannsævinnar og usli veraldarsögunnar eru eins og rauður þráður í gegnum þann fjögurra áratuga myndlistarferil sem hér er tekinn til skoðunar.
Hallgrímur Helgason er áttundi listamaðurinn sem valinn er til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi.“
Sýningarstjórar eru Aldís Snorradóttir og Ólöf Kristín Sigurðardóttir. Næstkomandi fimmtudagskvöld verða sýningarstjórar með leiðsögn og sunnudaginn 1. desember verður Hallgrímur sjálfur með leiðsögn um sýninguna.
Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni:








































