Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 25. október 2024 16:23 Valgeir tekur við heildarsafni Spilverksins á vínyl frá fulltrúa Öldu Music. Valgeir Sá ástsæli tónlistarmaður Valgeir Guðjónsson er allt annað en sáttur hvernig staðið er að heiðurstónleikum Spilverks þjóðanna sem Jón Ólafsson tónlistarmaður hefur veg og vanda að. Í Facebook-status sem vakið hefur mikla athygli segir Valgeir af tölvupósti sem hann ritaði Dægurflugunni, sem annast framkvæmd á téðum heiðurstónleikum sem til stendur að halda á sunnudagskvöldið í Hörpu. Auglýsingu fyrir tónleikana má sjá að neðan: Spilverk þjóðanna - Heiðurstónleikar Þau Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla, Valgeir Guðjónsson og Diddú gerðu heiminn betri með frábærum lögum og textum sem komu út hljómplötum Spilverks þjóðanna. Nú ætlar margt af fremsta tónlistarfólki þjóðarinnar að heiðra hljómsveitina á tónleikum þar sem hvergi verður slakað á í gæðum. Valdimar Guðmundsson, Hildur Vala og Skafararnir héldu tvenna eftirminnilega tónleika í Salnum fyrir 3 árum og nú skal leikurinn endurtekinn með fulltingi Ólafs Egilssonar og sjálfrar Diddúar! Hildur Vala, söngur Ólafur Egilsson, söngur Jón Ólafsson, söngur og hljómborð Andri Ólafsson, söngur og bassi Sigurður Flosason, saxófónn, klarinett og slagverk Matthías Stefánsson, gítar og fiðla Stefán Már Magnússon, gítar og munnharpa Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir, trommur og slagverk Umsjón: Dægurflugan ehf. Vísir ræddi við Valgeir þar sem hann var á ferð ásamt Ástu Ragnarsdóttur eiginkonu sinni og þar sagðist hann ekki hafa nokkurn áhuga á því að sitja uppstillur í forsetastúkunni, eins og upp var lagt með. „Ég hef engan áhuga á að vera í forsetastúkunni eins og páfagaukur,“ segir Valgeir við Vísi. Í bréfinu sem stílað er á Einar Ólaf Speight kemur fram stæk óánægja Valgeirs með hvernig staðið er að tónleikunum, sem honum sé nú boðið á, geti ekki hafa farið fram hjá sér. Hann reikni með að Jón Ólafsson sé hönnuðurinn frekar en þau hjá Móðurfélaginu/Dægurflugunni. „Leiðréttu mig endilega ef það er ekki svo,“ skrifar Valgeir. Særandi og sýni lítilsvirðingu Vísir reyndi að ná tali af Jóni Ólafssyni en án árangurs. Valgeir nefnir í bréfinu nokkur atriði sem honum þykir hreinlega lítilsvirðing við sig og einnig Sigurð Bjólu en til stóð að hafa þá meðal áhorfenda. Ekki er ofsagt að segja að þeir tveir hafi myndað kjarnann í hinu fornfræga Spilverki Þjóðanna en Egill Ólafsson hætti um miðbik ferils hljómsveitarinnar til að stofna Hinn íslenska Þursaflokk. Tony Cook við stjórnvölinn á átta rása tækinu í Hljóðrita við upptökur á fyrstu plötu Spilverks þjóðanna árið 1975. Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson úr Spilverkinu eru hægra megin, Ólafur heitinn Þórðarson aftan við Tony, útgefandinn Steinar Berg yst til vinstri og Björgvin Pálsson ljósmyndari af Vísi þar fyrir aftan. „Það að fá Diddú í flutning laga okkar og þá son Egils en líta fram hjá mér ( ég get ekki talað fyrir hönd Sigurðar Bjólu ), er særandi og að margra mati ef ekki flestra sýnir það lítilsvirðingu í minn garð.“ Valgeir segir að væru flytjendur allir úr öðrum áttum myndi málið horfa öðruvísi við. „Þá hefði samt verið eðlileg og kurteis framkoma að ræða við höfunda um þennan stóra viðburð og reifa hugmyndir um hann.“ Tónleikar sem eigi ekkert skilt við heiður Valgeir segist ekki hafa heyrt í Jóni síðan í ágúst. Hann nefnir í bréfi sínu að tveir af meðlimum Spilverksins eigi sem sagt fulltrúa í flutningi laga á þessum tónleikum. „Á meðan flutnings er ekki óskað af hinum tveimur meðlimunum, að minnsta kosti hef ég ekki verið beðinn.“ Valgeir segir að honum þyki það leitt en hann vilji afþakka boðið á tónleikana, þeir eigi ekkert skilið við heiður heldur væri lítilsvirðing réttara orð. Bó og Bubbi hneykslaðir Í samtali við þau Valgeir og Ástu kemur fram að stirt hafi nú verið um hríð milli Valgeirs og Jóns sem hefur verið einn helsti aðdáandi Spilverksins. En hann sé sannarlega ekki einn um það og hann sé ekki að gera Valgeiri neinn greiða með því að leika tónlist hans. Og ekki skortir að kollegar Valgeirs úr stéttinni séu hneykslaðir á þessari framgöngu Jóns og þeirra sem standa að tónleikunum. „Orðlaus svo ekki sé meira sagt,“ segir Björgvin Halldórsson. „Mikið er þetta lítilmannlegt,“ segir Bubbi Morthens. Bubbi á sviði í Borgarleikhúsinu.Vísir/Vilhelm „Ég bara skil þetta ekki!! Mér finnst ykkur vera sýnd mjög mikil vanvirðing með þessu. Þið eigið svo sannarlega betra skilið,“ segir Heimir Karlsson fjölmiðlamaður. Valdimar Örn Flygenring leikari og leiðsögumaður er hugsi. „Þetta er nú meira bullið. Er þetta ekki ykkar efni? Hvernig er hægt að gera þetta án ykkar samþykkis og aðkomu á ehv hátt? Héldu þeir að þið væruð dauðir. Eins og allt sem gerðist fyrir 1990,“ segir Valdimar Flygenring. „Þetta er svo fáránlegt að það tekur engu tali! Hvílíkt rugl! Hrein lítilsvirðing!“ segir Vala Matt sjónvarpskona. Ekki eintóm hneykslun Þó eru aðrir samfélagsrýnar sem sjá málið í öðru ljósi. „Æi leiðinlegt. Er samt ekki bara kominn tími til að njóta dásemdanna í höndum annarra? Jú Diddú og sviðslistamaðurinn Ólafur - verkin ykkar fá nýtt líf 2024, standa sjálf samt alltaf fyrir sínu, sannarlega eitthvað til að vera stoltur af,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. „Slakaðu á Valgeir! Þú ert nú, ásamt Agli, Bjólu o.fl. „a grand old man“. Slíkir móðgast ekki. Það er óþarfi. Þeir eru „aðal“ og ekkert skyggir þar á,“ segir Már Viðar Másson sálfræðingur. Færslu Valgeirs í heild má sjá að neðan. Heiður eða lítilsvirðing Kæru vinir Spilverks þjóðanna, þennan tölvupóst ritaði ég í gær sem svar við boði á tónleika í Hörpu nk sunnudag sem Jón Ólafsson stendur fyrir og Dægurflugan annast framkvæmd á. "Spilverk þjóðanna Heiðurstónleikar" "Sæll Einar, óánægja mín hefur ekki farið framhjá þér varðandi hvernig staðið hefur verið að þessum tónleikum sem þú býður mér á. Ég reikna með að Jón Ólafsson hafi verið hönnuðurinn frekar en þið hjá Móðurfélaginu/ Dægurflugunni. - Leiðréttu mig endilega ef það er ekki svo. Það að fá Diddú í flutning laga okkar og þá son Egils en líta fram hjá mér ( ég get ekki talað fyrir hönd Sigurðar Bjólu ), er særandi og að margra mati ef ekki flestra sýnir það lítilsvirðingu í minn garð. Væru flytjendur allir úr öðrum áttum myndi það horfa öðruvísi við. Þá hefði samt verið eðlileg og kurteis framkoma að ræða við höfunda um þennan stóra viðburð og reifa hugmyndir um hann. Tveir af meðlimum Spilverks eiga sér fulltrúa í flutningi laga á þessum tónleikum ( Diddú einn fyrrverandi virkur meðlimur og einn afkomandi, Ólafur Egilsson ) á meðan flutnings er ekki óskað af hinum tveimur meðlimunum, að minnsta kosti hef ég ekki verið beðinn. Mér þykir leitt að þurfa að afþakka boð ykkar þar sem í mínum huga á orðið heiður ekki heima hér heldur lítilsvirðing. Kær kveðja Valgeir Guðjónsson" ATH. Formáli að þessum pósti er að okkur Sigurði Bjólu ásamt fleirum barst tölvupóstur þann 30 maí sl þar sem okkur var boðið á þessa tónleika sem ákveðið hafði verið að halda án okkar vitundar. Við brugðumst strax við og lýstum yfir óanægju okkur en fátt var þá um svör. Svo er nú það. Tónlist Harpa Tengdar fréttir Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. 25. nóvember 2022 10:31 Skreið út úr bílnum og bað Valgeir um Popplag í G-dúr „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson sem ók fram á alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði laugardagskvöld í mars árið 2012. 8. maí 2015 16:26 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Í Facebook-status sem vakið hefur mikla athygli segir Valgeir af tölvupósti sem hann ritaði Dægurflugunni, sem annast framkvæmd á téðum heiðurstónleikum sem til stendur að halda á sunnudagskvöldið í Hörpu. Auglýsingu fyrir tónleikana má sjá að neðan: Spilverk þjóðanna - Heiðurstónleikar Þau Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla, Valgeir Guðjónsson og Diddú gerðu heiminn betri með frábærum lögum og textum sem komu út hljómplötum Spilverks þjóðanna. Nú ætlar margt af fremsta tónlistarfólki þjóðarinnar að heiðra hljómsveitina á tónleikum þar sem hvergi verður slakað á í gæðum. Valdimar Guðmundsson, Hildur Vala og Skafararnir héldu tvenna eftirminnilega tónleika í Salnum fyrir 3 árum og nú skal leikurinn endurtekinn með fulltingi Ólafs Egilssonar og sjálfrar Diddúar! Hildur Vala, söngur Ólafur Egilsson, söngur Jón Ólafsson, söngur og hljómborð Andri Ólafsson, söngur og bassi Sigurður Flosason, saxófónn, klarinett og slagverk Matthías Stefánsson, gítar og fiðla Stefán Már Magnússon, gítar og munnharpa Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir, trommur og slagverk Umsjón: Dægurflugan ehf. Vísir ræddi við Valgeir þar sem hann var á ferð ásamt Ástu Ragnarsdóttur eiginkonu sinni og þar sagðist hann ekki hafa nokkurn áhuga á því að sitja uppstillur í forsetastúkunni, eins og upp var lagt með. „Ég hef engan áhuga á að vera í forsetastúkunni eins og páfagaukur,“ segir Valgeir við Vísi. Í bréfinu sem stílað er á Einar Ólaf Speight kemur fram stæk óánægja Valgeirs með hvernig staðið er að tónleikunum, sem honum sé nú boðið á, geti ekki hafa farið fram hjá sér. Hann reikni með að Jón Ólafsson sé hönnuðurinn frekar en þau hjá Móðurfélaginu/Dægurflugunni. „Leiðréttu mig endilega ef það er ekki svo,“ skrifar Valgeir. Særandi og sýni lítilsvirðingu Vísir reyndi að ná tali af Jóni Ólafssyni en án árangurs. Valgeir nefnir í bréfinu nokkur atriði sem honum þykir hreinlega lítilsvirðing við sig og einnig Sigurð Bjólu en til stóð að hafa þá meðal áhorfenda. Ekki er ofsagt að segja að þeir tveir hafi myndað kjarnann í hinu fornfræga Spilverki Þjóðanna en Egill Ólafsson hætti um miðbik ferils hljómsveitarinnar til að stofna Hinn íslenska Þursaflokk. Tony Cook við stjórnvölinn á átta rása tækinu í Hljóðrita við upptökur á fyrstu plötu Spilverks þjóðanna árið 1975. Sigurður Bjóla og Valgeir Guðjónsson úr Spilverkinu eru hægra megin, Ólafur heitinn Þórðarson aftan við Tony, útgefandinn Steinar Berg yst til vinstri og Björgvin Pálsson ljósmyndari af Vísi þar fyrir aftan. „Það að fá Diddú í flutning laga okkar og þá son Egils en líta fram hjá mér ( ég get ekki talað fyrir hönd Sigurðar Bjólu ), er særandi og að margra mati ef ekki flestra sýnir það lítilsvirðingu í minn garð.“ Valgeir segir að væru flytjendur allir úr öðrum áttum myndi málið horfa öðruvísi við. „Þá hefði samt verið eðlileg og kurteis framkoma að ræða við höfunda um þennan stóra viðburð og reifa hugmyndir um hann.“ Tónleikar sem eigi ekkert skilt við heiður Valgeir segist ekki hafa heyrt í Jóni síðan í ágúst. Hann nefnir í bréfi sínu að tveir af meðlimum Spilverksins eigi sem sagt fulltrúa í flutningi laga á þessum tónleikum. „Á meðan flutnings er ekki óskað af hinum tveimur meðlimunum, að minnsta kosti hef ég ekki verið beðinn.“ Valgeir segir að honum þyki það leitt en hann vilji afþakka boðið á tónleikana, þeir eigi ekkert skilið við heiður heldur væri lítilsvirðing réttara orð. Bó og Bubbi hneykslaðir Í samtali við þau Valgeir og Ástu kemur fram að stirt hafi nú verið um hríð milli Valgeirs og Jóns sem hefur verið einn helsti aðdáandi Spilverksins. En hann sé sannarlega ekki einn um það og hann sé ekki að gera Valgeiri neinn greiða með því að leika tónlist hans. Og ekki skortir að kollegar Valgeirs úr stéttinni séu hneykslaðir á þessari framgöngu Jóns og þeirra sem standa að tónleikunum. „Orðlaus svo ekki sé meira sagt,“ segir Björgvin Halldórsson. „Mikið er þetta lítilmannlegt,“ segir Bubbi Morthens. Bubbi á sviði í Borgarleikhúsinu.Vísir/Vilhelm „Ég bara skil þetta ekki!! Mér finnst ykkur vera sýnd mjög mikil vanvirðing með þessu. Þið eigið svo sannarlega betra skilið,“ segir Heimir Karlsson fjölmiðlamaður. Valdimar Örn Flygenring leikari og leiðsögumaður er hugsi. „Þetta er nú meira bullið. Er þetta ekki ykkar efni? Hvernig er hægt að gera þetta án ykkar samþykkis og aðkomu á ehv hátt? Héldu þeir að þið væruð dauðir. Eins og allt sem gerðist fyrir 1990,“ segir Valdimar Flygenring. „Þetta er svo fáránlegt að það tekur engu tali! Hvílíkt rugl! Hrein lítilsvirðing!“ segir Vala Matt sjónvarpskona. Ekki eintóm hneykslun Þó eru aðrir samfélagsrýnar sem sjá málið í öðru ljósi. „Æi leiðinlegt. Er samt ekki bara kominn tími til að njóta dásemdanna í höndum annarra? Jú Diddú og sviðslistamaðurinn Ólafur - verkin ykkar fá nýtt líf 2024, standa sjálf samt alltaf fyrir sínu, sannarlega eitthvað til að vera stoltur af,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. „Slakaðu á Valgeir! Þú ert nú, ásamt Agli, Bjólu o.fl. „a grand old man“. Slíkir móðgast ekki. Það er óþarfi. Þeir eru „aðal“ og ekkert skyggir þar á,“ segir Már Viðar Másson sálfræðingur. Færslu Valgeirs í heild má sjá að neðan. Heiður eða lítilsvirðing Kæru vinir Spilverks þjóðanna, þennan tölvupóst ritaði ég í gær sem svar við boði á tónleika í Hörpu nk sunnudag sem Jón Ólafsson stendur fyrir og Dægurflugan annast framkvæmd á. "Spilverk þjóðanna Heiðurstónleikar" "Sæll Einar, óánægja mín hefur ekki farið framhjá þér varðandi hvernig staðið hefur verið að þessum tónleikum sem þú býður mér á. Ég reikna með að Jón Ólafsson hafi verið hönnuðurinn frekar en þið hjá Móðurfélaginu/ Dægurflugunni. - Leiðréttu mig endilega ef það er ekki svo. Það að fá Diddú í flutning laga okkar og þá son Egils en líta fram hjá mér ( ég get ekki talað fyrir hönd Sigurðar Bjólu ), er særandi og að margra mati ef ekki flestra sýnir það lítilsvirðingu í minn garð. Væru flytjendur allir úr öðrum áttum myndi það horfa öðruvísi við. Þá hefði samt verið eðlileg og kurteis framkoma að ræða við höfunda um þennan stóra viðburð og reifa hugmyndir um hann. Tveir af meðlimum Spilverks eiga sér fulltrúa í flutningi laga á þessum tónleikum ( Diddú einn fyrrverandi virkur meðlimur og einn afkomandi, Ólafur Egilsson ) á meðan flutnings er ekki óskað af hinum tveimur meðlimunum, að minnsta kosti hef ég ekki verið beðinn. Mér þykir leitt að þurfa að afþakka boð ykkar þar sem í mínum huga á orðið heiður ekki heima hér heldur lítilsvirðing. Kær kveðja Valgeir Guðjónsson" ATH. Formáli að þessum pósti er að okkur Sigurði Bjólu ásamt fleirum barst tölvupóstur þann 30 maí sl þar sem okkur var boðið á þessa tónleika sem ákveðið hafði verið að halda án okkar vitundar. Við brugðumst strax við og lýstum yfir óanægju okkur en fátt var þá um svör. Svo er nú það.
Spilverk þjóðanna - Heiðurstónleikar Þau Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla, Valgeir Guðjónsson og Diddú gerðu heiminn betri með frábærum lögum og textum sem komu út hljómplötum Spilverks þjóðanna. Nú ætlar margt af fremsta tónlistarfólki þjóðarinnar að heiðra hljómsveitina á tónleikum þar sem hvergi verður slakað á í gæðum. Valdimar Guðmundsson, Hildur Vala og Skafararnir héldu tvenna eftirminnilega tónleika í Salnum fyrir 3 árum og nú skal leikurinn endurtekinn með fulltingi Ólafs Egilssonar og sjálfrar Diddúar! Hildur Vala, söngur Ólafur Egilsson, söngur Jón Ólafsson, söngur og hljómborð Andri Ólafsson, söngur og bassi Sigurður Flosason, saxófónn, klarinett og slagverk Matthías Stefánsson, gítar og fiðla Stefán Már Magnússon, gítar og munnharpa Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir, trommur og slagverk Umsjón: Dægurflugan ehf.
Heiður eða lítilsvirðing Kæru vinir Spilverks þjóðanna, þennan tölvupóst ritaði ég í gær sem svar við boði á tónleika í Hörpu nk sunnudag sem Jón Ólafsson stendur fyrir og Dægurflugan annast framkvæmd á. "Spilverk þjóðanna Heiðurstónleikar" "Sæll Einar, óánægja mín hefur ekki farið framhjá þér varðandi hvernig staðið hefur verið að þessum tónleikum sem þú býður mér á. Ég reikna með að Jón Ólafsson hafi verið hönnuðurinn frekar en þið hjá Móðurfélaginu/ Dægurflugunni. - Leiðréttu mig endilega ef það er ekki svo. Það að fá Diddú í flutning laga okkar og þá son Egils en líta fram hjá mér ( ég get ekki talað fyrir hönd Sigurðar Bjólu ), er særandi og að margra mati ef ekki flestra sýnir það lítilsvirðingu í minn garð. Væru flytjendur allir úr öðrum áttum myndi það horfa öðruvísi við. Þá hefði samt verið eðlileg og kurteis framkoma að ræða við höfunda um þennan stóra viðburð og reifa hugmyndir um hann. Tveir af meðlimum Spilverks eiga sér fulltrúa í flutningi laga á þessum tónleikum ( Diddú einn fyrrverandi virkur meðlimur og einn afkomandi, Ólafur Egilsson ) á meðan flutnings er ekki óskað af hinum tveimur meðlimunum, að minnsta kosti hef ég ekki verið beðinn. Mér þykir leitt að þurfa að afþakka boð ykkar þar sem í mínum huga á orðið heiður ekki heima hér heldur lítilsvirðing. Kær kveðja Valgeir Guðjónsson" ATH. Formáli að þessum pósti er að okkur Sigurði Bjólu ásamt fleirum barst tölvupóstur þann 30 maí sl þar sem okkur var boðið á þessa tónleika sem ákveðið hafði verið að halda án okkar vitundar. Við brugðumst strax við og lýstum yfir óanægju okkur en fátt var þá um svör. Svo er nú það.
Tónlist Harpa Tengdar fréttir Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. 25. nóvember 2022 10:31 Skreið út úr bílnum og bað Valgeir um Popplag í G-dúr „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson sem ók fram á alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði laugardagskvöld í mars árið 2012. 8. maí 2015 16:26 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. 25. nóvember 2022 10:31
Skreið út úr bílnum og bað Valgeir um Popplag í G-dúr „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ segir tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson sem ók fram á alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði laugardagskvöld í mars árið 2012. 8. maí 2015 16:26