Skattakóngur Íslandssögunnar 30. júlí 2004 00:01 "Þetta var ansi bólginn dagur," sagði Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans og skatthæsti einstaklingur Íslandssögunnar, samkvæmt álagningarseðlum skattstjóraembættanna sem birtir voru í gær. Björgólfur greiðir 295 milljónir í opinber gjöld, sem að mestu er fjármagnstekjuskattur vegna sölu og kaupa á eignarhlutum í fyrirtækjum sem eru skráð erlendis. Það samsvarar 800 þúsund krónum á dag að meðaltali hvern dag ársins. "Ég er sáttur við þetta. Það er ekkert verið að taka meira af mér en öðrum. Þetta er auðvitað bara ákveðin prósenta af tekjum og gilda sömu lög um mig og aðra, ég er búinn að hafa miklar tekjur," sagði Björgólfur. "Hið gleðilega við þetta er þó það að peningarnir koma erlendis frá. Ég hef starfað erlendis í viðskiptum og hef tekið þaðan hagnað. Ég valdi að greiða fjármagnstekjuskattinn hingað heim. Það fer vonandi að verða meira um það að Íslendingar með erlendar tekjur greiði skatta sína hingað til samfélagsins," segir hann. Björgólfur segir að það sé hlutverk sitt að styrkja það ágæta samfélag sem við búum í og stuðla að uppbyggingu. Áhugi hans beinist að því að koma að rekstri fyrirtækja hér á landi og skapa eftirsóknarverð störf fyrir ungt fólk. Spurður hvernig það væri að horfa nokkur ár til baka til þess tíma sem gæfan var honum ekki jafn hliðholl segir Björgólfur að það sýni einfaldlega hve möguleikarnir séu miklir í lífinu ef menn gefast ekki upp og sjá alltaf nýjan dag. "Ef einar dyr lokast, opnast nýjar. Ég er þakklátur fyrir að það skuli ganga vel hjá mér. Mér finnst ég heppinn að hafa fengið að vinna með því góða fólki sem ég hef unnið með síðustu tíu árin." Skattar Tekjur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira
"Þetta var ansi bólginn dagur," sagði Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans og skatthæsti einstaklingur Íslandssögunnar, samkvæmt álagningarseðlum skattstjóraembættanna sem birtir voru í gær. Björgólfur greiðir 295 milljónir í opinber gjöld, sem að mestu er fjármagnstekjuskattur vegna sölu og kaupa á eignarhlutum í fyrirtækjum sem eru skráð erlendis. Það samsvarar 800 þúsund krónum á dag að meðaltali hvern dag ársins. "Ég er sáttur við þetta. Það er ekkert verið að taka meira af mér en öðrum. Þetta er auðvitað bara ákveðin prósenta af tekjum og gilda sömu lög um mig og aðra, ég er búinn að hafa miklar tekjur," sagði Björgólfur. "Hið gleðilega við þetta er þó það að peningarnir koma erlendis frá. Ég hef starfað erlendis í viðskiptum og hef tekið þaðan hagnað. Ég valdi að greiða fjármagnstekjuskattinn hingað heim. Það fer vonandi að verða meira um það að Íslendingar með erlendar tekjur greiði skatta sína hingað til samfélagsins," segir hann. Björgólfur segir að það sé hlutverk sitt að styrkja það ágæta samfélag sem við búum í og stuðla að uppbyggingu. Áhugi hans beinist að því að koma að rekstri fyrirtækja hér á landi og skapa eftirsóknarverð störf fyrir ungt fólk. Spurður hvernig það væri að horfa nokkur ár til baka til þess tíma sem gæfan var honum ekki jafn hliðholl segir Björgólfur að það sýni einfaldlega hve möguleikarnir séu miklir í lífinu ef menn gefast ekki upp og sjá alltaf nýjan dag. "Ef einar dyr lokast, opnast nýjar. Ég er þakklátur fyrir að það skuli ganga vel hjá mér. Mér finnst ég heppinn að hafa fengið að vinna með því góða fólki sem ég hef unnið með síðustu tíu árin."
Skattar Tekjur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Sjá meira