Bann andstætt EES-reglum 30. júlí 2004 00:01 Undanfarið hefur mikið borið á auglýsingum frá áfengisframleiðendum og -seljendum og þykja þær margar hverjar á mjög gráu svæði. Lögreglunni í Reykjavík hafa þegar borist nokkrar kærur á þessu ári og líklegt er að ákært verði fyrir brot á áfengisauglýsingabanninu innan tíðar. Boð og bönn hafa verið óaðskiljanlegur hluti af áfengismenningu Íslendinga um áratugaskeið. Lengi vel var áfengi bannvara hérlendis og ekki eru nema fimmtán ár síðan Íslendingar fengu að kaupa sér bjór. Enn er þó kveðið á um bann við auglýsingum á áfengi. En hvaða gagn gerir slíkt bann og stenst það í raun? Hefur auglýsingabann tilætluð áhrif Álitamál er hvort bann við áfengisauglýsingum hafi í raun tilætluð áhrif. Rannsóknir sem gerðar hafa verið um áhrif slíks banns eru afar misvísandi. Friðrik Eysteinsson, formaður Samtaka auglýsenda, bendir á að rannsókn sem framkvæmd var í 17 aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) á árunum 1977 til 1995 hafi sýnt fram á að auglýsingabann hefði í raun frekar þau áhrif að auka neyslu og misnotkun áfengis. Samkvæmt rannsókninni var ekki um tölfræðilega marktækan mun að ræða á áfengisneyslu í þeim löndum sem bönnuðu áfengisauglýsingar og í þeim löndum þar sem slíkar auglýsingar voru heimilar. Þar sem um marktækan mun var að ræða virtist sem bannið leiddi til aukinnar neyslu. Sama var uppi á teningnum þegar kom að misnotkun áfengis, en þá var miðað við dauðsföll vegna skorpulifrar og umferðarslysa þar sem áfengi kom við sögu. Rannsóknin benti ennfremur til að efnahagslegir og menningarlegir þættir hefðu meiri áhrif á drykkjuvenjur en bann við áfengisauglýsingum. Misvísandi rannsóknir Þessar niðurstöður stangast hins vegar á við samanburðarrannsókn sem vísað er til í skýrslu Vinnuhóps Ríkislögreglustjórans um viðbrögð við áfengisauglýsingum frá 2001. Þar segir að niðurstöður samanburðarrannsókna á milli nokkurra OECD-landa á 8. áratug síðustu aldar hafi sýnt fram á minni mælanlega áfengisneyslu og lægri tíðni áfengistengdra vandamála, til dæmis bílslysa, í löndum þar sem bannað var að auglýsa áfengi. Bent er á það í skýrslunni að áfengisneysla í löndum þar sem bannað hafi verið að auglýsa sterkt áfengi hafi verið 16 prósentum minni en þar sem slíkar auglýsingar hefðu verið leyfðar. Þá segir að áfengisneysla hafi verið 11 prósentum minni í þeim löndum þar sem alfarið var bannað að auglýsa áfengi en í þeim löndum þar sem einungis var bannað að auglýsa sterkt áfengi. Friðrik hjá Samtökum auglýsenda segir að þær rannsóknir sem vísað er til í skýrslu vinnuhóps Ríkislögreglustjóra standist ekki aðferðafræðilegar kröfur, þær útiloki ekki áhrif annarra þátta. Hann bendir á að ekki hafi komið fram önnur rannsókn sem hrekji þær rannsóknir sem vísar til. "Nýleg rannsókn í Bretlandi sýnir að engin tengsl séu milli auglýsinga og áfengisneyslu, burtséð frá því við hvaða aldurshóp var miðað," segir Friðrik. Hann segir að tilgangur auglýsinga sé fyrst og fremst að sjá neytendum fyrir upplýsingum sem auðvelda þeim að taka neyslutengdar ákvarðanir, hvort kaupa eigi þetta áfengismerki eða hitt. Markmið auglýsinga væri einnig að auka verðmæti vöru með því að skapa henni jákvæða ímynd sem tryggt gæti hærra söluverð. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur neysla áfengis aukist jafnt og þétt hér á landi á síðustu árum. Aðspurður um hvort auglýsingar eigi ekki sinn þátt í þessari aukningu segir Friðrik: "Það er fyrst og fremst vegna neyslubreytingu í þjóðfélaginu og hefur ekkert með áfengisauglýsingar að gera. Sú neyslubreyting var hafin áður en byrjað var auglýsa bjór með einum eða öðrum hætti hér á landi og stendur enn yfir." Stenst auglýsingabannið? Spyrja má hvort stjórnvöldum sé heimilt að leggja bann við auglýsingum á áfengi, eins og gert er í áfengislögum. Tvennt gæti staðið slíku banni í vegi. Fyrst ber að nefna tjáningarfrelsið sem tryggt er í 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Í öðru lagi kynnu skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum að stangast á við slíkt bann. Hæstiréttur hefur tekið af öll tvímæli um að löggjafanum sé heimilt að setja skorður við tjáningarfrelsinu, eins og gert er í með bannákvæði áfengislaganna. Það gerði rétturinn í dómi frá 25. febrúar 1999 þar sem framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar var sakfelldur fyrir að brjóta gegn banni við áfengisauglýsingum með því að auglýsa "Egils sterkan". Túlkun Hæstaréttur í þessu efni er vitaskuld gildandi réttur í landinu, enda hefur ekkert viðkomandi lagaákvæða tekið breytingum. Þá stendur eftir spurningin um hvort slíkt bann standist ákvæði EES-samningsins um frjálst flæði vöru og þjónustu. Árið 2001 gaf Evrópudómstóllinn undirrétti í Svíþjóð ráðgefandi álit í dómsmáli sem snérist um bann við auglýsingum á áfengi, en sænska bannákvæðið var sama efnis og 20. grein íslensku áfengislaganna. Niðurstaða Evrópudómstólsins var sú að reglur um frjálst flæði á vörum og þjónustu komi ekki í veg fyrir auglýsingabann nema hægt sé að ná markmiðum bannsins, sem eru heilsuverndarmarkmið, með aðferðum sem hafi minni áhrif á markaðsfrelsið. Dómstóllinn eftirlét síðan sænskum dómstólum að meta hvort meðalhófs væri gætt með þágildandi bannákvæði. Sterkt fordæmi frá Svíþjóð Í nóvember síðastiðinum féll síðan einkar athyglisverður dómur í þessu sama máli í Svíþjóð. Komst yfirréttur að þeirri niðurstöðu að áfengisbannið bryti gegn reglum um frjálst flæði vöru og þjónustu. Taldi rétturinn að hægt væri að halda áfengisneyslu niðri með aðferðum sem hefðu minni áhrif á markaðsfrelsi. Auglýsingabannið væri með öðrum orðum brot á reglunni um meðalhóf. Þessi dómur hefur auðvitað engin bein áhrif hér á landi en íslenskir dómstólar eiga eftir að taka afstöðu til gildis 20. greinar með tilliti til EES-reglna, enda hefur ekki verið byggt á þeirri málsástæðu fyrir íslenskum dómstólum. Einar Páll Tamimi, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, segir að sænska málið hljóti að gefa vísbendingu um hvernig íslenskir dómstólar muni meta gildi 20. greinar áfengislaganna gagnvart ákvæðum EES-samningsins um frjálst flæði á vörum og þjónustu. "Ég er mjög hissa á því að íslenskir auglýsendur skuli ekki hafa látið reyna á EES-reglurnar með skýrari hætti. Það sem er athyglisvert við sænska dóminn er að málið gæti verið spegilmynd af íslenskum aðstæðum. Lagaumhverfið og málsatvik eru algjörlega sambærileg því sem á við hér á landi," segir Einar Páll og bætir við: "Ég ætti erfitt með að sjá íslenska dómstóla komast að einhverri annarri niðurstöðu en sænsku dómstólana." Ráðast örlög bannsins fyrir dómi? Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hafa lögreglunni í Reykjavík borist all nokkrar kærur frá áramótum vegna meintra brota á banni við áfengisauglýsingum. Ekkert málanna er enn komið á það stig að ákvörðun verði tekin um ákæru en þess er þó væntanlega ekki langt að bíða. Auglýsingar á áfengi nú fyrir verslunarmannahelgina hafa vakið sérstaka athygli og hefur Hildur Björg Hafstein, verkefnisstjóri áfengis- og vímuefnavarna hjá Lýðheilsustöð, þegar lýst því yfir að nokkrar auglýsingar verði kærðar til lögreglu. Fari eitthvert málanna í dóm væri hægt að láta reyna á gildi áfengisbannsins gagnvart EES-reglunum með sama hætti og gert hefur verið í Svíþjóð. Yrði niðurstaðan á sama veg og þar, yrði bann við auglýsingum sem kveðið er á um í 20. grein áfengislaganna þýðingarlaust og Alþingi þyrfti að endurskoða viðkomandi ákvæði laganna frá grunni. Áfengissala 1970-2002 mæld í lítrum af hreinum vínanda á hvern íbúa 15 ára og eldri:Ár Lítrar 1992 4,73 1993 4,45 1994 4,61 1995 4,76 1996 4,89 1997 5,09 1998 5,56 1999 5,91 2000 6,14 2001 6,32 2002 6,53 2003 6,52 Heimild: Hagstofa Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira
Undanfarið hefur mikið borið á auglýsingum frá áfengisframleiðendum og -seljendum og þykja þær margar hverjar á mjög gráu svæði. Lögreglunni í Reykjavík hafa þegar borist nokkrar kærur á þessu ári og líklegt er að ákært verði fyrir brot á áfengisauglýsingabanninu innan tíðar. Boð og bönn hafa verið óaðskiljanlegur hluti af áfengismenningu Íslendinga um áratugaskeið. Lengi vel var áfengi bannvara hérlendis og ekki eru nema fimmtán ár síðan Íslendingar fengu að kaupa sér bjór. Enn er þó kveðið á um bann við auglýsingum á áfengi. En hvaða gagn gerir slíkt bann og stenst það í raun? Hefur auglýsingabann tilætluð áhrif Álitamál er hvort bann við áfengisauglýsingum hafi í raun tilætluð áhrif. Rannsóknir sem gerðar hafa verið um áhrif slíks banns eru afar misvísandi. Friðrik Eysteinsson, formaður Samtaka auglýsenda, bendir á að rannsókn sem framkvæmd var í 17 aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) á árunum 1977 til 1995 hafi sýnt fram á að auglýsingabann hefði í raun frekar þau áhrif að auka neyslu og misnotkun áfengis. Samkvæmt rannsókninni var ekki um tölfræðilega marktækan mun að ræða á áfengisneyslu í þeim löndum sem bönnuðu áfengisauglýsingar og í þeim löndum þar sem slíkar auglýsingar voru heimilar. Þar sem um marktækan mun var að ræða virtist sem bannið leiddi til aukinnar neyslu. Sama var uppi á teningnum þegar kom að misnotkun áfengis, en þá var miðað við dauðsföll vegna skorpulifrar og umferðarslysa þar sem áfengi kom við sögu. Rannsóknin benti ennfremur til að efnahagslegir og menningarlegir þættir hefðu meiri áhrif á drykkjuvenjur en bann við áfengisauglýsingum. Misvísandi rannsóknir Þessar niðurstöður stangast hins vegar á við samanburðarrannsókn sem vísað er til í skýrslu Vinnuhóps Ríkislögreglustjórans um viðbrögð við áfengisauglýsingum frá 2001. Þar segir að niðurstöður samanburðarrannsókna á milli nokkurra OECD-landa á 8. áratug síðustu aldar hafi sýnt fram á minni mælanlega áfengisneyslu og lægri tíðni áfengistengdra vandamála, til dæmis bílslysa, í löndum þar sem bannað var að auglýsa áfengi. Bent er á það í skýrslunni að áfengisneysla í löndum þar sem bannað hafi verið að auglýsa sterkt áfengi hafi verið 16 prósentum minni en þar sem slíkar auglýsingar hefðu verið leyfðar. Þá segir að áfengisneysla hafi verið 11 prósentum minni í þeim löndum þar sem alfarið var bannað að auglýsa áfengi en í þeim löndum þar sem einungis var bannað að auglýsa sterkt áfengi. Friðrik hjá Samtökum auglýsenda segir að þær rannsóknir sem vísað er til í skýrslu vinnuhóps Ríkislögreglustjóra standist ekki aðferðafræðilegar kröfur, þær útiloki ekki áhrif annarra þátta. Hann bendir á að ekki hafi komið fram önnur rannsókn sem hrekji þær rannsóknir sem vísar til. "Nýleg rannsókn í Bretlandi sýnir að engin tengsl séu milli auglýsinga og áfengisneyslu, burtséð frá því við hvaða aldurshóp var miðað," segir Friðrik. Hann segir að tilgangur auglýsinga sé fyrst og fremst að sjá neytendum fyrir upplýsingum sem auðvelda þeim að taka neyslutengdar ákvarðanir, hvort kaupa eigi þetta áfengismerki eða hitt. Markmið auglýsinga væri einnig að auka verðmæti vöru með því að skapa henni jákvæða ímynd sem tryggt gæti hærra söluverð. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hefur neysla áfengis aukist jafnt og þétt hér á landi á síðustu árum. Aðspurður um hvort auglýsingar eigi ekki sinn þátt í þessari aukningu segir Friðrik: "Það er fyrst og fremst vegna neyslubreytingu í þjóðfélaginu og hefur ekkert með áfengisauglýsingar að gera. Sú neyslubreyting var hafin áður en byrjað var auglýsa bjór með einum eða öðrum hætti hér á landi og stendur enn yfir." Stenst auglýsingabannið? Spyrja má hvort stjórnvöldum sé heimilt að leggja bann við auglýsingum á áfengi, eins og gert er í áfengislögum. Tvennt gæti staðið slíku banni í vegi. Fyrst ber að nefna tjáningarfrelsið sem tryggt er í 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Í öðru lagi kynnu skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum að stangast á við slíkt bann. Hæstiréttur hefur tekið af öll tvímæli um að löggjafanum sé heimilt að setja skorður við tjáningarfrelsinu, eins og gert er í með bannákvæði áfengislaganna. Það gerði rétturinn í dómi frá 25. febrúar 1999 þar sem framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar var sakfelldur fyrir að brjóta gegn banni við áfengisauglýsingum með því að auglýsa "Egils sterkan". Túlkun Hæstaréttur í þessu efni er vitaskuld gildandi réttur í landinu, enda hefur ekkert viðkomandi lagaákvæða tekið breytingum. Þá stendur eftir spurningin um hvort slíkt bann standist ákvæði EES-samningsins um frjálst flæði vöru og þjónustu. Árið 2001 gaf Evrópudómstóllinn undirrétti í Svíþjóð ráðgefandi álit í dómsmáli sem snérist um bann við auglýsingum á áfengi, en sænska bannákvæðið var sama efnis og 20. grein íslensku áfengislaganna. Niðurstaða Evrópudómstólsins var sú að reglur um frjálst flæði á vörum og þjónustu komi ekki í veg fyrir auglýsingabann nema hægt sé að ná markmiðum bannsins, sem eru heilsuverndarmarkmið, með aðferðum sem hafi minni áhrif á markaðsfrelsið. Dómstóllinn eftirlét síðan sænskum dómstólum að meta hvort meðalhófs væri gætt með þágildandi bannákvæði. Sterkt fordæmi frá Svíþjóð Í nóvember síðastiðinum féll síðan einkar athyglisverður dómur í þessu sama máli í Svíþjóð. Komst yfirréttur að þeirri niðurstöðu að áfengisbannið bryti gegn reglum um frjálst flæði vöru og þjónustu. Taldi rétturinn að hægt væri að halda áfengisneyslu niðri með aðferðum sem hefðu minni áhrif á markaðsfrelsi. Auglýsingabannið væri með öðrum orðum brot á reglunni um meðalhóf. Þessi dómur hefur auðvitað engin bein áhrif hér á landi en íslenskir dómstólar eiga eftir að taka afstöðu til gildis 20. greinar með tilliti til EES-reglna, enda hefur ekki verið byggt á þeirri málsástæðu fyrir íslenskum dómstólum. Einar Páll Tamimi, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, segir að sænska málið hljóti að gefa vísbendingu um hvernig íslenskir dómstólar muni meta gildi 20. greinar áfengislaganna gagnvart ákvæðum EES-samningsins um frjálst flæði á vörum og þjónustu. "Ég er mjög hissa á því að íslenskir auglýsendur skuli ekki hafa látið reyna á EES-reglurnar með skýrari hætti. Það sem er athyglisvert við sænska dóminn er að málið gæti verið spegilmynd af íslenskum aðstæðum. Lagaumhverfið og málsatvik eru algjörlega sambærileg því sem á við hér á landi," segir Einar Páll og bætir við: "Ég ætti erfitt með að sjá íslenska dómstóla komast að einhverri annarri niðurstöðu en sænsku dómstólana." Ráðast örlög bannsins fyrir dómi? Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hafa lögreglunni í Reykjavík borist all nokkrar kærur frá áramótum vegna meintra brota á banni við áfengisauglýsingum. Ekkert málanna er enn komið á það stig að ákvörðun verði tekin um ákæru en þess er þó væntanlega ekki langt að bíða. Auglýsingar á áfengi nú fyrir verslunarmannahelgina hafa vakið sérstaka athygli og hefur Hildur Björg Hafstein, verkefnisstjóri áfengis- og vímuefnavarna hjá Lýðheilsustöð, þegar lýst því yfir að nokkrar auglýsingar verði kærðar til lögreglu. Fari eitthvert málanna í dóm væri hægt að láta reyna á gildi áfengisbannsins gagnvart EES-reglunum með sama hætti og gert hefur verið í Svíþjóð. Yrði niðurstaðan á sama veg og þar, yrði bann við auglýsingum sem kveðið er á um í 20. grein áfengislaganna þýðingarlaust og Alþingi þyrfti að endurskoða viðkomandi ákvæði laganna frá grunni. Áfengissala 1970-2002 mæld í lítrum af hreinum vínanda á hvern íbúa 15 ára og eldri:Ár Lítrar 1992 4,73 1993 4,45 1994 4,61 1995 4,76 1996 4,89 1997 5,09 1998 5,56 1999 5,91 2000 6,14 2001 6,32 2002 6,53 2003 6,52 Heimild: Hagstofa
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Sjá meira