Þjóðaratkvæða- greiðsla möguleg 23. júlí 2004 00:01 Forseti Íslands getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu þótt Alþingi hafi fellt fjölmiðlalögin úr gildi að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. Hann metur það svo að stjórnarþingmenn hafi ekki brotið gegn stjórnarskránni með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, eins og varaformaður Frjálslynda flokksins hélt fram í gær. Alþingi samþykkti í gær að fella brott fjölmiðlalögin sem Ólafur Ragnar Grímsson synjaði staðfestingar. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sakaði stjórnarþingmenn um að hafa brotið gegn þingmannaeið þar sem þingmenn lofi að viðlögðum drengskap að halda stjórnarskrá landsins. Vísaði hann til þeirrar skoðunar stjórnarandstöðunnar að réttast hefði verið að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Sigurður Líndal lagaprófessor telur það ekki stangast á við stjórnarskrá að ríkisstjórnin hafi lagt fram frumvarp, þar sem fyrri lög voru felld úr gildi. Hann lítur svo á að með því sé Alþingi send þau skilaboð að annað hvort skuli málið látið niður falla fyrir fullt og allt, eða, að það skuli tekið til gagngerar endurskoðunar og leitað víðtækrar samstöðu. Það álítur Sigurður í samræmi við þau grundvallargildi um lýðræði og málamiðlun sem stjórnarskráin treysti á. Eins og hver önnur lög fer nýjasta útgáfa fjölmiðlafrumvarpsins til forseta til undirritunar. Sigurður Líndal telur forseta ekki brjóta gegn stjórnarskrá, frekar en stjórnarþingmenn, með því að samþykkja lög sem fella úr gildi lög sem hann hafði áður synjað. Hann segir útkomuna hljóta að verða þá sömu, a.m.k. mjög svipuð, en setur þó fyrirvara varðandi þá sem kynnu að hafa viljað samþykkja frumvarpið. Aðspurður hvað gerist ef forseti Íslands synjar nýju lögunum segir Sigurður að um afturköllun væri þá að ræða og lögin, sem Ólafur Ragnar synjaði í síðasta mánuði, þá aftur komin í gildi. Þannig gæti forseti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Sigurðar, en tekur fram að hann hafi ekki lagst alveg yfir málið til að geta fullyrt þetta án nokkurs vafa. Sigurður gerir samt tæplega ráð fyrir að Ólafur Ragnar synji nýjasta frumvarpinu. Hægt er að hlusta á viðtal við Sigurð Líndal úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Forseti Íslands getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu þótt Alþingi hafi fellt fjölmiðlalögin úr gildi að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. Hann metur það svo að stjórnarþingmenn hafi ekki brotið gegn stjórnarskránni með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, eins og varaformaður Frjálslynda flokksins hélt fram í gær. Alþingi samþykkti í gær að fella brott fjölmiðlalögin sem Ólafur Ragnar Grímsson synjaði staðfestingar. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sakaði stjórnarþingmenn um að hafa brotið gegn þingmannaeið þar sem þingmenn lofi að viðlögðum drengskap að halda stjórnarskrá landsins. Vísaði hann til þeirrar skoðunar stjórnarandstöðunnar að réttast hefði verið að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Sigurður Líndal lagaprófessor telur það ekki stangast á við stjórnarskrá að ríkisstjórnin hafi lagt fram frumvarp, þar sem fyrri lög voru felld úr gildi. Hann lítur svo á að með því sé Alþingi send þau skilaboð að annað hvort skuli málið látið niður falla fyrir fullt og allt, eða, að það skuli tekið til gagngerar endurskoðunar og leitað víðtækrar samstöðu. Það álítur Sigurður í samræmi við þau grundvallargildi um lýðræði og málamiðlun sem stjórnarskráin treysti á. Eins og hver önnur lög fer nýjasta útgáfa fjölmiðlafrumvarpsins til forseta til undirritunar. Sigurður Líndal telur forseta ekki brjóta gegn stjórnarskrá, frekar en stjórnarþingmenn, með því að samþykkja lög sem fella úr gildi lög sem hann hafði áður synjað. Hann segir útkomuna hljóta að verða þá sömu, a.m.k. mjög svipuð, en setur þó fyrirvara varðandi þá sem kynnu að hafa viljað samþykkja frumvarpið. Aðspurður hvað gerist ef forseti Íslands synjar nýju lögunum segir Sigurður að um afturköllun væri þá að ræða og lögin, sem Ólafur Ragnar synjaði í síðasta mánuði, þá aftur komin í gildi. Þannig gæti forseti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Sigurðar, en tekur fram að hann hafi ekki lagst alveg yfir málið til að geta fullyrt þetta án nokkurs vafa. Sigurður gerir samt tæplega ráð fyrir að Ólafur Ragnar synji nýjasta frumvarpinu. Hægt er að hlusta á viðtal við Sigurð Líndal úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira