Fjölmiðlalögin felld úr gildi 22. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlalögin voru felld úr gildi í dag. Stjórnarandstaðan sat hjá við afgreiðslu málsins og varaformaður Frjálslynda flokksins segir að stjórnarþingmenn hafi viljandi brotið stjórnarskrána. Við þriðju umræðu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi í morgun gagnrýndi Mörður Árnason Samfylkingunni orð Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar, um efnislitla umræðu stjórnarandstöðunnar. Mörður sagði hvorki Bjarna né aðra fulltrúa allsherjarnefndar hafa verið í þinginu þegar efnisleg umræða um málið fór fram. „Formaður allsherjarnefndar á ekkert með að koma hér og vera með skæting og kjaft,“ sagði Mörður. Bjarni sagði þessi ummæli ekki svaraverð. Frumvarpið var afgreitt um hádegi og stjórnarandstaðan sat hjá. Harðorðastur var Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, sem sakaði þingmenn stjórnarflokkanna um stjórnarskrárbrot; með því að útiloka þjóðaratkvæðagreiðslu.hafi þeir svikið þingmannaeið sinn. Magnús sagði daginn í dag hverfa í söguna sem daginn sem óafmánlegur smánarblettur hafi verið settur á störf Alþingis, dagurinn sem naumur meirihluti Alþingis hafi brotið stjórnarskrá. Hann sagði þennan meirhluta ekki eiga sér neinar málsbætur. Halldór Ásgrímsson, sitjandi forsætisráðherra, var ekki sáttur við þennan málflutning. Hann sagðist ekki láta sér detta það í hug að nokkur þingmaður vilji stjórnarskrána og rjúfa þann eið sem þeir hafi samþykkt á Alþingi. Varðandi stjórnskipunarlegu óvissu, sem verið hefur til umræðu í málinu, segir Halldór verða að viðurkennast að þingið og þingmenn hafi vanrækt að eyða þessari óvissu á undanförnum 60 árum. Nú verði að taka til við það. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, brá á loft í ræðustól Alþingis í dag því sem eftir er af fjölmiðlafrumvarpinu sem þekur aðeins lítinn hluta af einu blaði. Hann sagði ákvæðið um útvarpsréttarnefnd sem þar er „ekki svo galin“. Það væri það sem eftir væri - hitt væri horfið og best væri að það gleymdist sem fyrst. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Fjölmiðlalögin voru felld úr gildi í dag. Stjórnarandstaðan sat hjá við afgreiðslu málsins og varaformaður Frjálslynda flokksins segir að stjórnarþingmenn hafi viljandi brotið stjórnarskrána. Við þriðju umræðu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi í morgun gagnrýndi Mörður Árnason Samfylkingunni orð Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar, um efnislitla umræðu stjórnarandstöðunnar. Mörður sagði hvorki Bjarna né aðra fulltrúa allsherjarnefndar hafa verið í þinginu þegar efnisleg umræða um málið fór fram. „Formaður allsherjarnefndar á ekkert með að koma hér og vera með skæting og kjaft,“ sagði Mörður. Bjarni sagði þessi ummæli ekki svaraverð. Frumvarpið var afgreitt um hádegi og stjórnarandstaðan sat hjá. Harðorðastur var Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, sem sakaði þingmenn stjórnarflokkanna um stjórnarskrárbrot; með því að útiloka þjóðaratkvæðagreiðslu.hafi þeir svikið þingmannaeið sinn. Magnús sagði daginn í dag hverfa í söguna sem daginn sem óafmánlegur smánarblettur hafi verið settur á störf Alþingis, dagurinn sem naumur meirihluti Alþingis hafi brotið stjórnarskrá. Hann sagði þennan meirhluta ekki eiga sér neinar málsbætur. Halldór Ásgrímsson, sitjandi forsætisráðherra, var ekki sáttur við þennan málflutning. Hann sagðist ekki láta sér detta það í hug að nokkur þingmaður vilji stjórnarskrána og rjúfa þann eið sem þeir hafi samþykkt á Alþingi. Varðandi stjórnskipunarlegu óvissu, sem verið hefur til umræðu í málinu, segir Halldór verða að viðurkennast að þingið og þingmenn hafi vanrækt að eyða þessari óvissu á undanförnum 60 árum. Nú verði að taka til við það. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, brá á loft í ræðustól Alþingis í dag því sem eftir er af fjölmiðlafrumvarpinu sem þekur aðeins lítinn hluta af einu blaði. Hann sagði ákvæðið um útvarpsréttarnefnd sem þar er „ekki svo galin“. Það væri það sem eftir væri - hitt væri horfið og best væri að það gleymdist sem fyrst.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira