Fjölmiðlalögin felld úr gildi 22. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlalögin voru felld úr gildi í dag. Stjórnarandstaðan sat hjá við afgreiðslu málsins og varaformaður Frjálslynda flokksins segir að stjórnarþingmenn hafi viljandi brotið stjórnarskrána. Við þriðju umræðu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi í morgun gagnrýndi Mörður Árnason Samfylkingunni orð Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar, um efnislitla umræðu stjórnarandstöðunnar. Mörður sagði hvorki Bjarna né aðra fulltrúa allsherjarnefndar hafa verið í þinginu þegar efnisleg umræða um málið fór fram. „Formaður allsherjarnefndar á ekkert með að koma hér og vera með skæting og kjaft,“ sagði Mörður. Bjarni sagði þessi ummæli ekki svaraverð. Frumvarpið var afgreitt um hádegi og stjórnarandstaðan sat hjá. Harðorðastur var Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, sem sakaði þingmenn stjórnarflokkanna um stjórnarskrárbrot; með því að útiloka þjóðaratkvæðagreiðslu.hafi þeir svikið þingmannaeið sinn. Magnús sagði daginn í dag hverfa í söguna sem daginn sem óafmánlegur smánarblettur hafi verið settur á störf Alþingis, dagurinn sem naumur meirihluti Alþingis hafi brotið stjórnarskrá. Hann sagði þennan meirhluta ekki eiga sér neinar málsbætur. Halldór Ásgrímsson, sitjandi forsætisráðherra, var ekki sáttur við þennan málflutning. Hann sagðist ekki láta sér detta það í hug að nokkur þingmaður vilji stjórnarskrána og rjúfa þann eið sem þeir hafi samþykkt á Alþingi. Varðandi stjórnskipunarlegu óvissu, sem verið hefur til umræðu í málinu, segir Halldór verða að viðurkennast að þingið og þingmenn hafi vanrækt að eyða þessari óvissu á undanförnum 60 árum. Nú verði að taka til við það. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, brá á loft í ræðustól Alþingis í dag því sem eftir er af fjölmiðlafrumvarpinu sem þekur aðeins lítinn hluta af einu blaði. Hann sagði ákvæðið um útvarpsréttarnefnd sem þar er „ekki svo galin“. Það væri það sem eftir væri - hitt væri horfið og best væri að það gleymdist sem fyrst. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Fjölmiðlalögin voru felld úr gildi í dag. Stjórnarandstaðan sat hjá við afgreiðslu málsins og varaformaður Frjálslynda flokksins segir að stjórnarþingmenn hafi viljandi brotið stjórnarskrána. Við þriðju umræðu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi í morgun gagnrýndi Mörður Árnason Samfylkingunni orð Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar, um efnislitla umræðu stjórnarandstöðunnar. Mörður sagði hvorki Bjarna né aðra fulltrúa allsherjarnefndar hafa verið í þinginu þegar efnisleg umræða um málið fór fram. „Formaður allsherjarnefndar á ekkert með að koma hér og vera með skæting og kjaft,“ sagði Mörður. Bjarni sagði þessi ummæli ekki svaraverð. Frumvarpið var afgreitt um hádegi og stjórnarandstaðan sat hjá. Harðorðastur var Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, sem sakaði þingmenn stjórnarflokkanna um stjórnarskrárbrot; með því að útiloka þjóðaratkvæðagreiðslu.hafi þeir svikið þingmannaeið sinn. Magnús sagði daginn í dag hverfa í söguna sem daginn sem óafmánlegur smánarblettur hafi verið settur á störf Alþingis, dagurinn sem naumur meirihluti Alþingis hafi brotið stjórnarskrá. Hann sagði þennan meirhluta ekki eiga sér neinar málsbætur. Halldór Ásgrímsson, sitjandi forsætisráðherra, var ekki sáttur við þennan málflutning. Hann sagðist ekki láta sér detta það í hug að nokkur þingmaður vilji stjórnarskrána og rjúfa þann eið sem þeir hafi samþykkt á Alþingi. Varðandi stjórnskipunarlegu óvissu, sem verið hefur til umræðu í málinu, segir Halldór verða að viðurkennast að þingið og þingmenn hafi vanrækt að eyða þessari óvissu á undanförnum 60 árum. Nú verði að taka til við það. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, brá á loft í ræðustól Alþingis í dag því sem eftir er af fjölmiðlafrumvarpinu sem þekur aðeins lítinn hluta af einu blaði. Hann sagði ákvæðið um útvarpsréttarnefnd sem þar er „ekki svo galin“. Það væri það sem eftir væri - hitt væri horfið og best væri að það gleymdist sem fyrst.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira