Harðar umræður á Alþingi 21. júlí 2004 00:01 Harðar umræður hafa verið á Alþingi um fjölmiðlalögin í dag. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnarflokkana fyrir það hvernig málið hefur þróast síðustu mánuði og talaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, um sjálfskaparvíti ríkisstjórnarinnar og taldi málið allt komið á byrjunarreit. Því hafnaði Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, því ekkert mál hefði hlotið jafn mikla umræðu undanfarin misseri sem hlyti að nýtast í framhaldinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, taldi að það tæki 2-3 ár að vinna nýtt frumvarp um fjölmiðla. Ekki mætti einblína á eignarhaldið heldur yrði samtímis að endurskoða Ríkisútvarpið, tryggja sjálfstæði ritstjórna og fleira. Einar K Guðfinnsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, lýsti furðu á því að taka ætti 2-3 ár í að semja nýtt frumvarp. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að jarðskjálfti hefði skekið þjóðfélagið 2. júní þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Flokksbróðir hans, Einar K. Guðfinnsson, greip það á lofti og sagði skjálftann svo alvarlegan að þar fyrst hefði myndast gjá yfir til þjóðarinnar. Steingrímur J Sigfússon talaði lengi - svo lengi að Birgir Ármannsson, varaforseti þingsins, sagði að hér eftir yrðu þingmenn að stytta ræðutíma sinn. Eftir það hafa þingmenn talað í skeytastíl en Birgir lemur ótt og títt í bjölluna til merkis um að ræðutíminn sé liðinn. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki tekið þátt í þingstörfum, Halldór Ásgrímsson af persónulegum ástæðum og Davíð Oddsson var fluttur á sjúkrahús síðustu nótt með mikla verki í kviðarholi. Óvíst er hve lengi hann verður á sjúkrahúsi en við upphaf þingfundar sagði Halldór Blöndal þingforseti að hann yrði fjarverandi í nokkurn tíma og því tæki Ásta Möller sæti hans. Þá er Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, einnig fjarverandi og tók Lára Margrét Ragnarsdóttir sæti hans. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Harðar umræður hafa verið á Alþingi um fjölmiðlalögin í dag. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnarflokkana fyrir það hvernig málið hefur þróast síðustu mánuði og talaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, um sjálfskaparvíti ríkisstjórnarinnar og taldi málið allt komið á byrjunarreit. Því hafnaði Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, því ekkert mál hefði hlotið jafn mikla umræðu undanfarin misseri sem hlyti að nýtast í framhaldinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, taldi að það tæki 2-3 ár að vinna nýtt frumvarp um fjölmiðla. Ekki mætti einblína á eignarhaldið heldur yrði samtímis að endurskoða Ríkisútvarpið, tryggja sjálfstæði ritstjórna og fleira. Einar K Guðfinnsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, lýsti furðu á því að taka ætti 2-3 ár í að semja nýtt frumvarp. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sagði að jarðskjálfti hefði skekið þjóðfélagið 2. júní þegar forseti Íslands synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Flokksbróðir hans, Einar K. Guðfinnsson, greip það á lofti og sagði skjálftann svo alvarlegan að þar fyrst hefði myndast gjá yfir til þjóðarinnar. Steingrímur J Sigfússon talaði lengi - svo lengi að Birgir Ármannsson, varaforseti þingsins, sagði að hér eftir yrðu þingmenn að stytta ræðutíma sinn. Eftir það hafa þingmenn talað í skeytastíl en Birgir lemur ótt og títt í bjölluna til merkis um að ræðutíminn sé liðinn. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki tekið þátt í þingstörfum, Halldór Ásgrímsson af persónulegum ástæðum og Davíð Oddsson var fluttur á sjúkrahús síðustu nótt með mikla verki í kviðarholi. Óvíst er hve lengi hann verður á sjúkrahúsi en við upphaf þingfundar sagði Halldór Blöndal þingforseti að hann yrði fjarverandi í nokkurn tíma og því tæki Ásta Möller sæti hans. Þá er Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, einnig fjarverandi og tók Lára Margrét Ragnarsdóttir sæti hans.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira