Um Kóreustríðið í nútímanum 16. júlí 2004 00:01 Kóreustríðið í nútímanum - Gylfi Páll Hersir Hinn 25. júní síðastliðinn birti Fréttablaðið greinarkorn um Kóreustríðið. Það hófst þann dag 1950 og lauk þremur árum síðar með vopnahléi sem stendur enn. Eins og algengt er þegar fjallað er um þessa atburði er ýmsu snúið þar á haus. Strax fyrirsögn greinarinnar, "Innrás sem kom öllum á óvart" er fjarri sanni. Þá segir: "Það voru Bandaríkjamenn sem samþykktu uppgjöf Japana í Suður-Kóreu og Sovétmenn sem gerðu hið sama í Norður-Kóreu." Þarna er grundvallar rangfærsla. Kórea öll var nýlenda Japana frá 1910 til loka síðari heimsstyrjaldar, stjórnað af fádæma hörku. Við lok styrjaldarinnar höfðu yfir tvær milljónir Kóreubúa, 10% þjóðarinnar, verið fluttar til Japans: 700.000 í námavinnu, 360.000 skipað í Japansher og 170.000 konur neyddar í vændi. Sovétríkin sögðu Japan stríði á hendur 8. ágúst 1945 að áeggjan Bandaríkjanna. Næsta dag fór Sovéther inn í norðurhluta Kóreu. Fyrr á árinu höfðu Sovétríkin og Bandaríkin samið um að skipta Kóreu á milli sín um 38. breiddarbaug. Japanar gáfust upp 2. september í kjölfar kjarnorkusprengjanna á Hírósíma og Nagasaki. Áður höfðu Japanar raunar tilkynnt uppgjöf sína með ákveðnum skilyrðum, nákvæmlega sömu skilyrðum og raun varð á. Bandaríkjastjórn varpaði sprengjunum aðeins af einni ástæðu: Til þess að staðfesta ægisvald sitt í heimsstjórnmálunum eftir styrjöldina; sanna að hún hefði yfir kjarnorkuvopnum að ráða og væri reiðubúin til þess að nota þau, eins og raunar margsinnis var hótað eftir þetta. En það er efni í aðra grein. Fjórum dögum eftir uppgjöf Japana, 6. september, stofnaði andspyrnuhreyfingin sjálfstæða stjórn í Kóreu. Hún hafði þá afvopnað Japansher í suðri, leyst pólitíska fanga úr haldi og komið upp stjórnkerfi um allt land. Bandaríkjaher kom til suðurhluta Kóreu 8. september, tveimur dögum síðar, og lýsti MacArthur yfirhershöfðingi því yfir að hér eftir bæri hann ábyrgð á stjórn suðurhluta landsins og yrðu allir að hlýða skipunum hans Í hernámsstjórninni sem Bandaríkin komu á fót sátu menn sem unnið höfðu með Japönum í styrjöldinni. Andstæðingar voru fangelsaðir á ný en út úr fangelsum komu lögreglumenn, fyrrum samstarfsmenn Japana, sem héldu áfram hrottaverkum sínum. Þessi samvinna nýlenduveldanna og innlendra samvinnumanna Japana í Asíu (stundum nefndir kvislingar) var venjan í styrjaldarlok þegar var verið að ýta alþýðu manna út af vettvangi stjórnmála, sem hafði unnið sigur og hrakið hernámslið á brott. Nýr einræðisherra, Syngman Rhee, var sóttur til Bandaríkjanna. Í ágúst 1948 var skipting Kóreu staðfest með "valdaafsali" Bandaríkjahers til Rhee í suðurhluta landsins. Sovétríkin drógu herstyrk sinn úr landinu síðar sama ár en Bandaríkin ekki. Skipting Kóreuskagans var fyrst og síðast verk Bandaríkjastjórnar og samninga þeirra við Sovétskrifræðið. Kóreubúar unnu sigur á nýlenduveldi Japana. Hagsmunir þeirra voru hafðir að engu en hagsmunir ráðandi heimsvaldaríkis réðu. Meðal fréttaskýrenda er söguskýringin sú að undirokaðar þjóðir séu best komnar upp á náð og miskunn heimsveldanna, sjálfar séu þær að mestu ósjálfbjarga. Kóreustríðið kom engum á óvart! Andstaða við stjórn Rhee var mikil þrátt fyrir mikið harðræði. Herlið Rhee ögraði Norður-Kóreu sífellt við 38. breiddarbaug og bandarískir ráðamenn hvöttu til innrásar. Að lokum réðust hersveitir Norður-Kóreu suður. Herlið Rhee hrundi sem spilaborg, uppreisnir urðu um allan suðurhluta landsins og féll höfuðborgin Seoul í hendur uppreisnarmanna eftir þrjá daga. Hér er ekki tóm til að rekja gang stríðsins, en Bandaríkjaher kom til skjalanna af mikilli hörku; napalmi var varpað á íbúðabyggðir og loks stóð í landinu ekki steinn yfir steini. Fangabúðir Bandaríkjahers og pyntingar voru ekki mildari en í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad. Þegar upp var staðið lágu fjórar milljónir Kóreumanna í valnum, nær milljón Kínverja sem komu til varnar þegar Bandaríkjaher bjóst til þess að fara yfir landamærin til Kína, 54.000 Bandaríkjamenn og þrjú þúsund hermenn annarra þjóða. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var aðili að þessum átökum og sýndi þar að hlutverk þess er og hefur ávallt verið að gæta hagsmuna sterkustu heimsvaldaríkjanna. Skipting Kóreu er eldfimt mál og stærsta málið sem má rekja beint til aðstæðna við lok heimsstyrjaldarinnar en er enn óleyst. Bandaríkjastjórn og önnur heimsvaldaríki setja nú á oddinn kröfur um að Kórea hætti að þróa kjarnorku. Eftir áratuga viðskiptabann hyggjast þau ekki aðeins svipta landið rétti til þess að verjast, heldur ætla þau að snúa þróun raforkuframleiðslu við. Þau ætla að koma í veg fyrir rafvæðingu sveita og fjölmargra þéttbýlissvæða. Þau ætla að stemma stigu við almennri tækniþróun og framleiðslu og varpa íbúum landsins í myrkur. Þriðji hluti mannkyns hefur ekki aðgang að rafmagni. Rafvæðing er frumskilyrði nútíma iðnvæðingar og menningar og ríkur þáttur í því að minnka bilið milli lífsskilyrða vinnandi fólks í borg og sveit, í vanþróuðum löndum og iðnríkjum. Það er nauðsynlegt öllu mannkyninu að efla menningu í hinum fjarlægustu og dreifðustu byggðum í öllum löndum og vinna bug á fáfræði, fordómum, fátækt og sjúkdómum. Um þetta þarf vinnandi fólk að sýna samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Kóreustríðið í nútímanum - Gylfi Páll Hersir Hinn 25. júní síðastliðinn birti Fréttablaðið greinarkorn um Kóreustríðið. Það hófst þann dag 1950 og lauk þremur árum síðar með vopnahléi sem stendur enn. Eins og algengt er þegar fjallað er um þessa atburði er ýmsu snúið þar á haus. Strax fyrirsögn greinarinnar, "Innrás sem kom öllum á óvart" er fjarri sanni. Þá segir: "Það voru Bandaríkjamenn sem samþykktu uppgjöf Japana í Suður-Kóreu og Sovétmenn sem gerðu hið sama í Norður-Kóreu." Þarna er grundvallar rangfærsla. Kórea öll var nýlenda Japana frá 1910 til loka síðari heimsstyrjaldar, stjórnað af fádæma hörku. Við lok styrjaldarinnar höfðu yfir tvær milljónir Kóreubúa, 10% þjóðarinnar, verið fluttar til Japans: 700.000 í námavinnu, 360.000 skipað í Japansher og 170.000 konur neyddar í vændi. Sovétríkin sögðu Japan stríði á hendur 8. ágúst 1945 að áeggjan Bandaríkjanna. Næsta dag fór Sovéther inn í norðurhluta Kóreu. Fyrr á árinu höfðu Sovétríkin og Bandaríkin samið um að skipta Kóreu á milli sín um 38. breiddarbaug. Japanar gáfust upp 2. september í kjölfar kjarnorkusprengjanna á Hírósíma og Nagasaki. Áður höfðu Japanar raunar tilkynnt uppgjöf sína með ákveðnum skilyrðum, nákvæmlega sömu skilyrðum og raun varð á. Bandaríkjastjórn varpaði sprengjunum aðeins af einni ástæðu: Til þess að staðfesta ægisvald sitt í heimsstjórnmálunum eftir styrjöldina; sanna að hún hefði yfir kjarnorkuvopnum að ráða og væri reiðubúin til þess að nota þau, eins og raunar margsinnis var hótað eftir þetta. En það er efni í aðra grein. Fjórum dögum eftir uppgjöf Japana, 6. september, stofnaði andspyrnuhreyfingin sjálfstæða stjórn í Kóreu. Hún hafði þá afvopnað Japansher í suðri, leyst pólitíska fanga úr haldi og komið upp stjórnkerfi um allt land. Bandaríkjaher kom til suðurhluta Kóreu 8. september, tveimur dögum síðar, og lýsti MacArthur yfirhershöfðingi því yfir að hér eftir bæri hann ábyrgð á stjórn suðurhluta landsins og yrðu allir að hlýða skipunum hans Í hernámsstjórninni sem Bandaríkin komu á fót sátu menn sem unnið höfðu með Japönum í styrjöldinni. Andstæðingar voru fangelsaðir á ný en út úr fangelsum komu lögreglumenn, fyrrum samstarfsmenn Japana, sem héldu áfram hrottaverkum sínum. Þessi samvinna nýlenduveldanna og innlendra samvinnumanna Japana í Asíu (stundum nefndir kvislingar) var venjan í styrjaldarlok þegar var verið að ýta alþýðu manna út af vettvangi stjórnmála, sem hafði unnið sigur og hrakið hernámslið á brott. Nýr einræðisherra, Syngman Rhee, var sóttur til Bandaríkjanna. Í ágúst 1948 var skipting Kóreu staðfest með "valdaafsali" Bandaríkjahers til Rhee í suðurhluta landsins. Sovétríkin drógu herstyrk sinn úr landinu síðar sama ár en Bandaríkin ekki. Skipting Kóreuskagans var fyrst og síðast verk Bandaríkjastjórnar og samninga þeirra við Sovétskrifræðið. Kóreubúar unnu sigur á nýlenduveldi Japana. Hagsmunir þeirra voru hafðir að engu en hagsmunir ráðandi heimsvaldaríkis réðu. Meðal fréttaskýrenda er söguskýringin sú að undirokaðar þjóðir séu best komnar upp á náð og miskunn heimsveldanna, sjálfar séu þær að mestu ósjálfbjarga. Kóreustríðið kom engum á óvart! Andstaða við stjórn Rhee var mikil þrátt fyrir mikið harðræði. Herlið Rhee ögraði Norður-Kóreu sífellt við 38. breiddarbaug og bandarískir ráðamenn hvöttu til innrásar. Að lokum réðust hersveitir Norður-Kóreu suður. Herlið Rhee hrundi sem spilaborg, uppreisnir urðu um allan suðurhluta landsins og féll höfuðborgin Seoul í hendur uppreisnarmanna eftir þrjá daga. Hér er ekki tóm til að rekja gang stríðsins, en Bandaríkjaher kom til skjalanna af mikilli hörku; napalmi var varpað á íbúðabyggðir og loks stóð í landinu ekki steinn yfir steini. Fangabúðir Bandaríkjahers og pyntingar voru ekki mildari en í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad. Þegar upp var staðið lágu fjórar milljónir Kóreumanna í valnum, nær milljón Kínverja sem komu til varnar þegar Bandaríkjaher bjóst til þess að fara yfir landamærin til Kína, 54.000 Bandaríkjamenn og þrjú þúsund hermenn annarra þjóða. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var aðili að þessum átökum og sýndi þar að hlutverk þess er og hefur ávallt verið að gæta hagsmuna sterkustu heimsvaldaríkjanna. Skipting Kóreu er eldfimt mál og stærsta málið sem má rekja beint til aðstæðna við lok heimsstyrjaldarinnar en er enn óleyst. Bandaríkjastjórn og önnur heimsvaldaríki setja nú á oddinn kröfur um að Kórea hætti að þróa kjarnorku. Eftir áratuga viðskiptabann hyggjast þau ekki aðeins svipta landið rétti til þess að verjast, heldur ætla þau að snúa þróun raforkuframleiðslu við. Þau ætla að koma í veg fyrir rafvæðingu sveita og fjölmargra þéttbýlissvæða. Þau ætla að stemma stigu við almennri tækniþróun og framleiðslu og varpa íbúum landsins í myrkur. Þriðji hluti mannkyns hefur ekki aðgang að rafmagni. Rafvæðing er frumskilyrði nútíma iðnvæðingar og menningar og ríkur þáttur í því að minnka bilið milli lífsskilyrða vinnandi fólks í borg og sveit, í vanþróuðum löndum og iðnríkjum. Það er nauðsynlegt öllu mannkyninu að efla menningu í hinum fjarlægustu og dreifðustu byggðum í öllum löndum og vinna bug á fáfræði, fordómum, fátækt og sjúkdómum. Um þetta þarf vinnandi fólk að sýna samstöðu.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar