Frumvarpið verði dregið til baka 13. október 2005 14:24 "Það virðist sem framsóknarmenn, jafnvel í meira mæli en aðrir, séu mjög ósáttir við þetta mál," sagði Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, við Fréttablaðið á fundi er Framsóknarfélagið í Reykjavík suður hélt um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi. Framsóknarmenn sem tóku til máls á fundinum voru allir á einu máli um það að ríkisstjórnin ætti að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið sem forseti synjaði staðfestingar í júníbyrjun. Forustumenn flokksins voru gagnrýndir fyrir að mæta ekki á fundinn en Jónína Bjartmarz var einn þingmanna flokksins sem sá sér það fært. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, var einnig á fundinum. "Ég geri þá kröfu til flokksforustunnar og þingmanna að sú stjórnskipunarkreppa sem blasir við ef forseti synjar nýja frumvarpinu staðfestingar verði leyst. Eina lausnin er sú að draga frumvarpið til baka og setja það í nefnd sem vinna mun í því fram á vetur," sagði Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi. Varaformaður félagsins, Brynhildur Bergþórsdóttir, lýsti yfir vonbrigðum sínum með forustu flokksins, sem hún sagði að virtist ekki vera að tala við sama fólkið og hún. "Ég vil að þjóðin fái að segja hvað henni finnst og að við tökum því þá eins og menn ef lögin verða felld," sagði hún. Eiríkur Tómasson, prófessor í stjórnskipunarrétti, sagði í framsögu sinni að ráð hans til ráðherra og þingmanna væri að forðast að grípa inn í það lagasetningarferli sem fór í gang er forseti synjaði. "Það er mikil vá fyrir dyrum í íslensku samfélagi. Yfir okkur vofir stjórnskipunarkreppa sem er eitt það versta sem hent getur þjóð. Vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi er þetta mál hafið yfir alla pólitíska hagsmuni. Ríkisstjórnin þarf að finna sátt við forseta og íslensku þjóðina. Hér er ekkert svigrúm fyrir pólitískt mat heldur verður virðing fyrir íslensku stjórnarskránni og stjórnskipun að ráða ferð," sagði hann. Jónína Bjartmarz sagði að í orðum Eiríks fælist áskorun til þingmanna og ráðamanna að ef vafi léki á því hvort lögin færu á mis við stjórnarskrá ættu þeir að minnsta kosti að láta stjórnarskrána njóta vafans. Hún vildi ekki tjá sig um afstöðu sína til frumvarpsins. Allsherjarnefnd sé enn að störfum og þegar hún komist að niðurstöðu verði hún kynnt fyrir þingflokknum. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
"Það virðist sem framsóknarmenn, jafnvel í meira mæli en aðrir, séu mjög ósáttir við þetta mál," sagði Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, við Fréttablaðið á fundi er Framsóknarfélagið í Reykjavík suður hélt um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi. Framsóknarmenn sem tóku til máls á fundinum voru allir á einu máli um það að ríkisstjórnin ætti að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið sem forseti synjaði staðfestingar í júníbyrjun. Forustumenn flokksins voru gagnrýndir fyrir að mæta ekki á fundinn en Jónína Bjartmarz var einn þingmanna flokksins sem sá sér það fært. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, var einnig á fundinum. "Ég geri þá kröfu til flokksforustunnar og þingmanna að sú stjórnskipunarkreppa sem blasir við ef forseti synjar nýja frumvarpinu staðfestingar verði leyst. Eina lausnin er sú að draga frumvarpið til baka og setja það í nefnd sem vinna mun í því fram á vetur," sagði Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi. Varaformaður félagsins, Brynhildur Bergþórsdóttir, lýsti yfir vonbrigðum sínum með forustu flokksins, sem hún sagði að virtist ekki vera að tala við sama fólkið og hún. "Ég vil að þjóðin fái að segja hvað henni finnst og að við tökum því þá eins og menn ef lögin verða felld," sagði hún. Eiríkur Tómasson, prófessor í stjórnskipunarrétti, sagði í framsögu sinni að ráð hans til ráðherra og þingmanna væri að forðast að grípa inn í það lagasetningarferli sem fór í gang er forseti synjaði. "Það er mikil vá fyrir dyrum í íslensku samfélagi. Yfir okkur vofir stjórnskipunarkreppa sem er eitt það versta sem hent getur þjóð. Vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi er þetta mál hafið yfir alla pólitíska hagsmuni. Ríkisstjórnin þarf að finna sátt við forseta og íslensku þjóðina. Hér er ekkert svigrúm fyrir pólitískt mat heldur verður virðing fyrir íslensku stjórnarskránni og stjórnskipun að ráða ferð," sagði hann. Jónína Bjartmarz sagði að í orðum Eiríks fælist áskorun til þingmanna og ráðamanna að ef vafi léki á því hvort lögin færu á mis við stjórnarskrá ættu þeir að minnsta kosti að láta stjórnarskrána njóta vafans. Hún vildi ekki tjá sig um afstöðu sína til frumvarpsins. Allsherjarnefnd sé enn að störfum og þegar hún komist að niðurstöðu verði hún kynnt fyrir þingflokknum.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira