Frumvarpið verði dregið til baka 13. október 2005 14:24 "Það virðist sem framsóknarmenn, jafnvel í meira mæli en aðrir, séu mjög ósáttir við þetta mál," sagði Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, við Fréttablaðið á fundi er Framsóknarfélagið í Reykjavík suður hélt um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi. Framsóknarmenn sem tóku til máls á fundinum voru allir á einu máli um það að ríkisstjórnin ætti að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið sem forseti synjaði staðfestingar í júníbyrjun. Forustumenn flokksins voru gagnrýndir fyrir að mæta ekki á fundinn en Jónína Bjartmarz var einn þingmanna flokksins sem sá sér það fært. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, var einnig á fundinum. "Ég geri þá kröfu til flokksforustunnar og þingmanna að sú stjórnskipunarkreppa sem blasir við ef forseti synjar nýja frumvarpinu staðfestingar verði leyst. Eina lausnin er sú að draga frumvarpið til baka og setja það í nefnd sem vinna mun í því fram á vetur," sagði Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi. Varaformaður félagsins, Brynhildur Bergþórsdóttir, lýsti yfir vonbrigðum sínum með forustu flokksins, sem hún sagði að virtist ekki vera að tala við sama fólkið og hún. "Ég vil að þjóðin fái að segja hvað henni finnst og að við tökum því þá eins og menn ef lögin verða felld," sagði hún. Eiríkur Tómasson, prófessor í stjórnskipunarrétti, sagði í framsögu sinni að ráð hans til ráðherra og þingmanna væri að forðast að grípa inn í það lagasetningarferli sem fór í gang er forseti synjaði. "Það er mikil vá fyrir dyrum í íslensku samfélagi. Yfir okkur vofir stjórnskipunarkreppa sem er eitt það versta sem hent getur þjóð. Vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi er þetta mál hafið yfir alla pólitíska hagsmuni. Ríkisstjórnin þarf að finna sátt við forseta og íslensku þjóðina. Hér er ekkert svigrúm fyrir pólitískt mat heldur verður virðing fyrir íslensku stjórnarskránni og stjórnskipun að ráða ferð," sagði hann. Jónína Bjartmarz sagði að í orðum Eiríks fælist áskorun til þingmanna og ráðamanna að ef vafi léki á því hvort lögin færu á mis við stjórnarskrá ættu þeir að minnsta kosti að láta stjórnarskrána njóta vafans. Hún vildi ekki tjá sig um afstöðu sína til frumvarpsins. Allsherjarnefnd sé enn að störfum og þegar hún komist að niðurstöðu verði hún kynnt fyrir þingflokknum. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
"Það virðist sem framsóknarmenn, jafnvel í meira mæli en aðrir, séu mjög ósáttir við þetta mál," sagði Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, við Fréttablaðið á fundi er Framsóknarfélagið í Reykjavík suður hélt um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi. Framsóknarmenn sem tóku til máls á fundinum voru allir á einu máli um það að ríkisstjórnin ætti að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið sem forseti synjaði staðfestingar í júníbyrjun. Forustumenn flokksins voru gagnrýndir fyrir að mæta ekki á fundinn en Jónína Bjartmarz var einn þingmanna flokksins sem sá sér það fært. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, var einnig á fundinum. "Ég geri þá kröfu til flokksforustunnar og þingmanna að sú stjórnskipunarkreppa sem blasir við ef forseti synjar nýja frumvarpinu staðfestingar verði leyst. Eina lausnin er sú að draga frumvarpið til baka og setja það í nefnd sem vinna mun í því fram á vetur," sagði Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi. Varaformaður félagsins, Brynhildur Bergþórsdóttir, lýsti yfir vonbrigðum sínum með forustu flokksins, sem hún sagði að virtist ekki vera að tala við sama fólkið og hún. "Ég vil að þjóðin fái að segja hvað henni finnst og að við tökum því þá eins og menn ef lögin verða felld," sagði hún. Eiríkur Tómasson, prófessor í stjórnskipunarrétti, sagði í framsögu sinni að ráð hans til ráðherra og þingmanna væri að forðast að grípa inn í það lagasetningarferli sem fór í gang er forseti synjaði. "Það er mikil vá fyrir dyrum í íslensku samfélagi. Yfir okkur vofir stjórnskipunarkreppa sem er eitt það versta sem hent getur þjóð. Vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi er þetta mál hafið yfir alla pólitíska hagsmuni. Ríkisstjórnin þarf að finna sátt við forseta og íslensku þjóðina. Hér er ekkert svigrúm fyrir pólitískt mat heldur verður virðing fyrir íslensku stjórnarskránni og stjórnskipun að ráða ferð," sagði hann. Jónína Bjartmarz sagði að í orðum Eiríks fælist áskorun til þingmanna og ráðamanna að ef vafi léki á því hvort lögin færu á mis við stjórnarskrá ættu þeir að minnsta kosti að láta stjórnarskrána njóta vafans. Hún vildi ekki tjá sig um afstöðu sína til frumvarpsins. Allsherjarnefnd sé enn að störfum og þegar hún komist að niðurstöðu verði hún kynnt fyrir þingflokknum.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira