Verða að fara fyrir þjóðina 13. október 2005 14:24 Dögg Pálsdóttir hæstaréttalögmaður segir að Alþingi geti hvorki fellt fjölmiðlalögin úr gildi né sett ný. Lögin verði að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill ágreiningur er á milli nokkurra lögfróðustu manna landsins um það hvort ríkisstjórninni sé heimilt, samkvæmt stjórnarskrá, að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp um leið og fjölmiðlalögin sem forseti Íslands vísaði til þjóðarinnar eru felld úr gildi. Í grófum dráttum má skipta álitum þessara lögfræðinga í þrennt: Hæstaréttarlögmennirnir Dögg Pálsdóttir og Hróbjartur Jónatansson telja að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu. 26. grein stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um það. Dögg vísar m.a. í bók Ólafs Jóhannessonar, Stjórnskipun Íslands, þar sem segir að þegar Alþingi hafi einu sinni samþykkt lagafrumvarp sé það úr höndum þingsins og sé óafturkallanlegt. Jón Steinar Gunnlaugsson lagaprófessor er því ósammála og telur að Alþingi sé ávallt heimilt að fella lög úr gildi og setja ný. Það sé nú í fyrsta skipti í meira en hálfa öld farið að tala um forseta Íslands sem virkan handhafa í meðferð löggjafarvalds en það hafi aldrei verið gildandi réttur á Íslandi. Þriðji hópur lögspekinga fer síðan bil beggja og telur að Alþingi sé aðeins heimilt að fella fjölmiðlalögin úr gildi - og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu - en ekki að setja ný lög í staðinn eins og ríkisstjórnin hyggst gera. Ný lög megi aðeins setja eftir vandaða og ítarlegri umræðu. Þetta álit hafa m.a. prófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Sigurður segir að hafa verði í huga þegar lögfræðingar gefa ólík álit að margir þeirra vinni fyrir ríkisvaldið og að skoða verði álit þeirra í því ljósi. Allsherjarnefnd fær fleiri lögfræðinga á sinn fund í dag. Þá koma fyrir nefndina Þorkell Helgason, Jakob Möller, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á brot úr viðtölum við Dögg Pálsdóttur og Jón Steinar Gunnlaugsson úr Íslandi í dag í gær með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Dögg Pálsdóttir hæstaréttalögmaður segir að Alþingi geti hvorki fellt fjölmiðlalögin úr gildi né sett ný. Lögin verði að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill ágreiningur er á milli nokkurra lögfróðustu manna landsins um það hvort ríkisstjórninni sé heimilt, samkvæmt stjórnarskrá, að leggja fram nýtt fjölmiðlafrumvarp um leið og fjölmiðlalögin sem forseti Íslands vísaði til þjóðarinnar eru felld úr gildi. Í grófum dráttum má skipta álitum þessara lögfræðinga í þrennt: Hæstaréttarlögmennirnir Dögg Pálsdóttir og Hróbjartur Jónatansson telja að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu. 26. grein stjórnarskrárinnar kveði skýrt á um það. Dögg vísar m.a. í bók Ólafs Jóhannessonar, Stjórnskipun Íslands, þar sem segir að þegar Alþingi hafi einu sinni samþykkt lagafrumvarp sé það úr höndum þingsins og sé óafturkallanlegt. Jón Steinar Gunnlaugsson lagaprófessor er því ósammála og telur að Alþingi sé ávallt heimilt að fella lög úr gildi og setja ný. Það sé nú í fyrsta skipti í meira en hálfa öld farið að tala um forseta Íslands sem virkan handhafa í meðferð löggjafarvalds en það hafi aldrei verið gildandi réttur á Íslandi. Þriðji hópur lögspekinga fer síðan bil beggja og telur að Alþingi sé aðeins heimilt að fella fjölmiðlalögin úr gildi - og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu - en ekki að setja ný lög í staðinn eins og ríkisstjórnin hyggst gera. Ný lög megi aðeins setja eftir vandaða og ítarlegri umræðu. Þetta álit hafa m.a. prófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Sigurður segir að hafa verði í huga þegar lögfræðingar gefa ólík álit að margir þeirra vinni fyrir ríkisvaldið og að skoða verði álit þeirra í því ljósi. Allsherjarnefnd fær fleiri lögfræðinga á sinn fund í dag. Þá koma fyrir nefndina Þorkell Helgason, Jakob Möller, Jón Sveinsson og Kristinn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á brot úr viðtölum við Dögg Pálsdóttur og Jón Steinar Gunnlaugsson úr Íslandi í dag í gær með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira