Breytt viðhorf til varnarliðsins 12. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nær helmingur þjóðarinnar virðist ekki deila áhyggjum af framtíð varnarliðsins í Keflavík með ríkisstjórninni. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um helgina og birtir í dag er tæplega helmingur kjósenda sáttur við að herinn fari úr landi. Rúmur meirihluti er hins vegar ósáttur við brottför hersins. Athygli vekur umtalsverður munur sem er á afstöðu karla og kvenna. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að fleiri konur en karlar væru sáttar við brottför hersins en könnunin leiðir í ljós að þessu er öfugt farið. Ef miðað er við þá sem afstöðu tóku eru 54% karla sáttir við að herinn fari úr landi en aðeins um 41% kvenna. Það er einnig eftirtektarvert að meiri áhyggjur eru af brottför hersins úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þessar vekja fleiri spurningar en þær svara um viðhorf þjóðarinnar til hersins og varna í landinu. Ástæða er til að velta því fyrir sér hvað lesa megi í ólík svör karla og kvenna annarsvegar og höfuðborgar og landsbyggðar hinsvegar. Ólíklegt verður að telja að konur séu orðnar herskárri eða meiri valkyrjur en áður. Og ekki blasir við hvers vegna landsbyggðarfólk ætti að hafa meiri áhyggjur af öryggi landsins og vörnum en fólk í þéttbýli. Líklegasta skýringin er að hér séu atvinnumálin að spila inn í svör fólks. Konur hafi meiri áhyggjur en karlar af atvinnuleysi og samdrætti sem lokun varnarstöðvarinnar hefði í för með sér. Sömu áhyggjur gætu skýrt viðhorfin á landsbyggðinni; þar eru atvinnumálin líklega oftar daglegt umhugsunarefni fólks en á höfuðborgarsvæðinu. Séu þetta réttar ályktanir af niðurstöðu skoðanakönnunarinnar er stór hluti þjóðarinnar farinn að líta á bandaríska herinn sem atvinnu- og afkomumál fremur en öryggisatriði. Það kemur ekki á óvart miðað við þá athygli sem atvinnumál Suðurnesjamanna hafa fengið í tengslum við umræður um fækkun í varnarliðinu og brottför F-15 orrustuþotnanna. Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar og George Bush Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku var að því leyti vonbrigði að þar skýrðust ekki línur um framtíð varnarliðsins. Íslensk stjórnvöld hafa enga tryggingu fyrir óbreyttu ástandi í Keflavík og ekkert liggur fyrir um það hvað Bandaríkjamenn ætlast fyrir. Frá sjónarmiði þeirra, sem telja mikilvægt að bandaríska varnarliðið verði hér áfram, felst gagnið í fundinum í því að Íslendingar fá að minnsta kosti lengri umþóttunartíma og möguleiki virðist á því að finna nýjan flöt á áframhaldandi varnarsamstarfi þjóðanna. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að þeim fer fjölgandi sem ekki hafa sannfæringu fyrir því að bandaríski herinn hafi þýðingu fyrir varnir landsins og telja jafnframt að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af atvinnulífinu fari herinn á brott. Eftir sem áður er ósvarað þeirri spurningu hvernig við Íslendingar eigum að tryggja öryggi okkar og landvarnir til frambúðar. Réttmætt er að finna að því að stjórnvöld hafi ekki fyrir löngu hafið undirbúning að aðlögun að þeim breytingum á varnarsamstarfinu sem fyrirsjáanlegar hafa verið um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Nær helmingur þjóðarinnar virðist ekki deila áhyggjum af framtíð varnarliðsins í Keflavík með ríkisstjórninni. Samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um helgina og birtir í dag er tæplega helmingur kjósenda sáttur við að herinn fari úr landi. Rúmur meirihluti er hins vegar ósáttur við brottför hersins. Athygli vekur umtalsverður munur sem er á afstöðu karla og kvenna. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að fleiri konur en karlar væru sáttar við brottför hersins en könnunin leiðir í ljós að þessu er öfugt farið. Ef miðað er við þá sem afstöðu tóku eru 54% karla sáttir við að herinn fari úr landi en aðeins um 41% kvenna. Það er einnig eftirtektarvert að meiri áhyggjur eru af brottför hersins úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þessar vekja fleiri spurningar en þær svara um viðhorf þjóðarinnar til hersins og varna í landinu. Ástæða er til að velta því fyrir sér hvað lesa megi í ólík svör karla og kvenna annarsvegar og höfuðborgar og landsbyggðar hinsvegar. Ólíklegt verður að telja að konur séu orðnar herskárri eða meiri valkyrjur en áður. Og ekki blasir við hvers vegna landsbyggðarfólk ætti að hafa meiri áhyggjur af öryggi landsins og vörnum en fólk í þéttbýli. Líklegasta skýringin er að hér séu atvinnumálin að spila inn í svör fólks. Konur hafi meiri áhyggjur en karlar af atvinnuleysi og samdrætti sem lokun varnarstöðvarinnar hefði í för með sér. Sömu áhyggjur gætu skýrt viðhorfin á landsbyggðinni; þar eru atvinnumálin líklega oftar daglegt umhugsunarefni fólks en á höfuðborgarsvæðinu. Séu þetta réttar ályktanir af niðurstöðu skoðanakönnunarinnar er stór hluti þjóðarinnar farinn að líta á bandaríska herinn sem atvinnu- og afkomumál fremur en öryggisatriði. Það kemur ekki á óvart miðað við þá athygli sem atvinnumál Suðurnesjamanna hafa fengið í tengslum við umræður um fækkun í varnarliðinu og brottför F-15 orrustuþotnanna. Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar og George Bush Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku var að því leyti vonbrigði að þar skýrðust ekki línur um framtíð varnarliðsins. Íslensk stjórnvöld hafa enga tryggingu fyrir óbreyttu ástandi í Keflavík og ekkert liggur fyrir um það hvað Bandaríkjamenn ætlast fyrir. Frá sjónarmiði þeirra, sem telja mikilvægt að bandaríska varnarliðið verði hér áfram, felst gagnið í fundinum í því að Íslendingar fá að minnsta kosti lengri umþóttunartíma og möguleiki virðist á því að finna nýjan flöt á áframhaldandi varnarsamstarfi þjóðanna. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að þeim fer fjölgandi sem ekki hafa sannfæringu fyrir því að bandaríski herinn hafi þýðingu fyrir varnir landsins og telja jafnframt að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af atvinnulífinu fari herinn á brott. Eftir sem áður er ósvarað þeirri spurningu hvernig við Íslendingar eigum að tryggja öryggi okkar og landvarnir til frambúðar. Réttmætt er að finna að því að stjórnvöld hafi ekki fyrir löngu hafið undirbúning að aðlögun að þeim breytingum á varnarsamstarfinu sem fyrirsjáanlegar hafa verið um árabil.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun