Fjörugar umræður í þinginu 7. júlí 2004 00:01 Halldór Blöndal, forseti Alþingis, kvað upp þann úrskurð við upphaf þingfundar í morgun að fjölmiðlafrumvarpið nýja væri tækt til umræðu í þinginu. Hann úrskurðaði að beiðni stjórnarandstöðunnar sem vildi vita hvort málið væri þinglegt. Eftir að forseti kvað upp úrskurðinn sköpuðust fjörugar umræður í þinginu um fundarstjórn forseta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði frumvarpið ótækt, óþinglegt og að í því fælist stjórnskipulegur óskapnaður. Hann sagði að í frumvarpinu væri fólgin fyrirætlun um að fara á svig við stjórnarskrána; að hafa af þjóðinni stjórnarskrábundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarandstöðuna m.a. hafa lýst því yfir að æskilegt væri að afnema þessi lög og það væri það sem nú væri verið að gera. Þá kváðu við hlátrasköll í þingsalnum frá þingmönnum stjórnarandstöðu. Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það frumvarp, sem nú hefði verið sett á dagskrá, verði til þess að afstýra því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í skugga fullkominnar réttaróvissu um form og fyrirkomulag atkvæðgreiðslunnar sjálfrar, ef frumvarpið verður samþykkt. Geir segir 26. grein stjórnarskrárinnar það vanbúna að ekki sé „óhætt að fara út í þjóðaratkvæðgreiðslu á grundvelli þeirra ákvæða.“ Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort hlátrasköll stjórnarandstöðunnar bæru vitni um það að hún ætli ekki að vinna efnislega að málinu í þinginu og standa þess í stað í endalausum upphlaupum. Halldór Ásgrímsson hóf að mæla fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu um hálf tólf leytið. Búist er við stuttum umræðum í dag. Ræðutími við fyrstu umræðu er takmarkaður og svo verður gert þinghlé á meðan málið er í nefnd. Hægt er að hlusta á fréttina og brot úr ræðum þingmanna með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, kvað upp þann úrskurð við upphaf þingfundar í morgun að fjölmiðlafrumvarpið nýja væri tækt til umræðu í þinginu. Hann úrskurðaði að beiðni stjórnarandstöðunnar sem vildi vita hvort málið væri þinglegt. Eftir að forseti kvað upp úrskurðinn sköpuðust fjörugar umræður í þinginu um fundarstjórn forseta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði frumvarpið ótækt, óþinglegt og að í því fælist stjórnskipulegur óskapnaður. Hann sagði að í frumvarpinu væri fólgin fyrirætlun um að fara á svig við stjórnarskrána; að hafa af þjóðinni stjórnarskrábundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarandstöðuna m.a. hafa lýst því yfir að æskilegt væri að afnema þessi lög og það væri það sem nú væri verið að gera. Þá kváðu við hlátrasköll í þingsalnum frá þingmönnum stjórnarandstöðu. Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það frumvarp, sem nú hefði verið sett á dagskrá, verði til þess að afstýra því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í skugga fullkominnar réttaróvissu um form og fyrirkomulag atkvæðgreiðslunnar sjálfrar, ef frumvarpið verður samþykkt. Geir segir 26. grein stjórnarskrárinnar það vanbúna að ekki sé „óhætt að fara út í þjóðaratkvæðgreiðslu á grundvelli þeirra ákvæða.“ Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort hlátrasköll stjórnarandstöðunnar bæru vitni um það að hún ætli ekki að vinna efnislega að málinu í þinginu og standa þess í stað í endalausum upphlaupum. Halldór Ásgrímsson hóf að mæla fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu um hálf tólf leytið. Búist er við stuttum umræðum í dag. Ræðutími við fyrstu umræðu er takmarkaður og svo verður gert þinghlé á meðan málið er í nefnd. Hægt er að hlusta á fréttina og brot úr ræðum þingmanna með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira