Fjörugar umræður í þinginu 7. júlí 2004 00:01 Halldór Blöndal, forseti Alþingis, kvað upp þann úrskurð við upphaf þingfundar í morgun að fjölmiðlafrumvarpið nýja væri tækt til umræðu í þinginu. Hann úrskurðaði að beiðni stjórnarandstöðunnar sem vildi vita hvort málið væri þinglegt. Eftir að forseti kvað upp úrskurðinn sköpuðust fjörugar umræður í þinginu um fundarstjórn forseta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði frumvarpið ótækt, óþinglegt og að í því fælist stjórnskipulegur óskapnaður. Hann sagði að í frumvarpinu væri fólgin fyrirætlun um að fara á svig við stjórnarskrána; að hafa af þjóðinni stjórnarskrábundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarandstöðuna m.a. hafa lýst því yfir að æskilegt væri að afnema þessi lög og það væri það sem nú væri verið að gera. Þá kváðu við hlátrasköll í þingsalnum frá þingmönnum stjórnarandstöðu. Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það frumvarp, sem nú hefði verið sett á dagskrá, verði til þess að afstýra því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í skugga fullkominnar réttaróvissu um form og fyrirkomulag atkvæðgreiðslunnar sjálfrar, ef frumvarpið verður samþykkt. Geir segir 26. grein stjórnarskrárinnar það vanbúna að ekki sé „óhætt að fara út í þjóðaratkvæðgreiðslu á grundvelli þeirra ákvæða.“ Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort hlátrasköll stjórnarandstöðunnar bæru vitni um það að hún ætli ekki að vinna efnislega að málinu í þinginu og standa þess í stað í endalausum upphlaupum. Halldór Ásgrímsson hóf að mæla fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu um hálf tólf leytið. Búist er við stuttum umræðum í dag. Ræðutími við fyrstu umræðu er takmarkaður og svo verður gert þinghlé á meðan málið er í nefnd. Hægt er að hlusta á fréttina og brot úr ræðum þingmanna með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, kvað upp þann úrskurð við upphaf þingfundar í morgun að fjölmiðlafrumvarpið nýja væri tækt til umræðu í þinginu. Hann úrskurðaði að beiðni stjórnarandstöðunnar sem vildi vita hvort málið væri þinglegt. Eftir að forseti kvað upp úrskurðinn sköpuðust fjörugar umræður í þinginu um fundarstjórn forseta. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði frumvarpið ótækt, óþinglegt og að í því fælist stjórnskipulegur óskapnaður. Hann sagði að í frumvarpinu væri fólgin fyrirætlun um að fara á svig við stjórnarskrána; að hafa af þjóðinni stjórnarskrábundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarandstöðuna m.a. hafa lýst því yfir að æskilegt væri að afnema þessi lög og það væri það sem nú væri verið að gera. Þá kváðu við hlátrasköll í þingsalnum frá þingmönnum stjórnarandstöðu. Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það frumvarp, sem nú hefði verið sett á dagskrá, verði til þess að afstýra því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í skugga fullkominnar réttaróvissu um form og fyrirkomulag atkvæðgreiðslunnar sjálfrar, ef frumvarpið verður samþykkt. Geir segir 26. grein stjórnarskrárinnar það vanbúna að ekki sé „óhætt að fara út í þjóðaratkvæðgreiðslu á grundvelli þeirra ákvæða.“ Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort hlátrasköll stjórnarandstöðunnar bæru vitni um það að hún ætli ekki að vinna efnislega að málinu í þinginu og standa þess í stað í endalausum upphlaupum. Halldór Ásgrímsson hóf að mæla fyrir nýja fjölmiðlafrumvarpinu um hálf tólf leytið. Búist er við stuttum umræðum í dag. Ræðutími við fyrstu umræðu er takmarkaður og svo verður gert þinghlé á meðan málið er í nefnd. Hægt er að hlusta á fréttina og brot úr ræðum þingmanna með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira