Forsetaembættið hefur breyst 28. júní 2004 00:01 "Það er ljóst að þegar Ólafur Ragnar fær tvo þriðju hluta af greiddum atkvæðum er hann ekki óumdeildur friðarhöfðingi eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ólafur vill hins vegar ekki leggja mat á hvort þetta sé góð eða slæm útkoma fyrir sitjandi forseta. "Í ljósi þess að hann er nýbúinn að taka mjög umdeilda ákvörðun sem hefur verið harðlega gagnrýnd af pólitískum forystumönnum þarf þetta kannski ekki að koma á óvart." Ólafur telur helstu ástæðuna fyrir dræmri kjörsókn vera þá að úrslitin virtust ráðin fyrir fram. "Árið 1988 dalaði kjörsókn um 18 prósent frá því í kosningunum 1980. Núna dalar hún um 23 prósent og líklegast af sömu ástæðum og þá. Það er hins vegar ekki hægt að ráða í afstöðu þeirra sem sátu heima gagnvart frambjóðendum." Haft var eftir Ólafi Ragnari Grímssyni í gær að úrslit sem þessi væru svo afgerandi að forsetar í lýðræðisríkjum gætu varla látið sig dreyna um slíkan stuðning. segir Ólafur Þ. Harðarson segir að það sé spurning hversu langt sá samanburður nær. "Valdalitlir forsetar eru ekki algengir í heiminum. Þetta er kannski rétt hjá Ólafi Ragnari en á þá við um pólitíska forseta sem eru fullir þátttakendur í stjórnmálastarfi." Hlutfall auðra seðla í kosningunum er einsdæmi í íslenskri kosningasögu og telur Ólafur að það liggi beinast við að túlka það sem andóf gegn forsetanum og skipti fjölmiðlafrumvarpið eflaust þar miklu. Hann segir að dræm kjörsókn sé hins vegar til marks um það að fjölmiðlamálið hafi ekki haft áhrif á stóran hluta kjósenda. "Stór hluti þjóðarinnar er greinilega ekki mjög æstur í málinu, fyrst hann mætir ekki á kjörstað og annaðhvort mótmælir forsetanum og ákvörðun hans með því að styðja annan frambjóðanda eða skila auðu eða styður hann með því að greiða honum atkvæði sitt." Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
"Það er ljóst að þegar Ólafur Ragnar fær tvo þriðju hluta af greiddum atkvæðum er hann ekki óumdeildur friðarhöfðingi eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Ólafur vill hins vegar ekki leggja mat á hvort þetta sé góð eða slæm útkoma fyrir sitjandi forseta. "Í ljósi þess að hann er nýbúinn að taka mjög umdeilda ákvörðun sem hefur verið harðlega gagnrýnd af pólitískum forystumönnum þarf þetta kannski ekki að koma á óvart." Ólafur telur helstu ástæðuna fyrir dræmri kjörsókn vera þá að úrslitin virtust ráðin fyrir fram. "Árið 1988 dalaði kjörsókn um 18 prósent frá því í kosningunum 1980. Núna dalar hún um 23 prósent og líklegast af sömu ástæðum og þá. Það er hins vegar ekki hægt að ráða í afstöðu þeirra sem sátu heima gagnvart frambjóðendum." Haft var eftir Ólafi Ragnari Grímssyni í gær að úrslit sem þessi væru svo afgerandi að forsetar í lýðræðisríkjum gætu varla látið sig dreyna um slíkan stuðning. segir Ólafur Þ. Harðarson segir að það sé spurning hversu langt sá samanburður nær. "Valdalitlir forsetar eru ekki algengir í heiminum. Þetta er kannski rétt hjá Ólafi Ragnari en á þá við um pólitíska forseta sem eru fullir þátttakendur í stjórnmálastarfi." Hlutfall auðra seðla í kosningunum er einsdæmi í íslenskri kosningasögu og telur Ólafur að það liggi beinast við að túlka það sem andóf gegn forsetanum og skipti fjölmiðlafrumvarpið eflaust þar miklu. Hann segir að dræm kjörsókn sé hins vegar til marks um það að fjölmiðlamálið hafi ekki haft áhrif á stóran hluta kjósenda. "Stór hluti þjóðarinnar er greinilega ekki mjög æstur í málinu, fyrst hann mætir ekki á kjörstað og annaðhvort mótmælir forsetanum og ákvörðun hans með því að styðja annan frambjóðanda eða skila auðu eða styður hann með því að greiða honum atkvæði sitt."
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira