Andstaðan segir sína skoðun 27. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn með traustum meirihluta, þrátt fyrir árásir Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Þetta er mat nokkurra stjórnarandstöðuþingmanna. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segir forsetann hafa traust umboð eftir kosningarnar, og kveðst ekki hafa búist við svo góðri kosningu.Hann segir þetta ákaflega góða niðurstöðu miðað við þá gerningahríð sem mögnuð hafi verið gegn honum að undanförnu. Össur sagðist hafa átt von á að Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Morgunblaðinu myndu ná meiri árangri en þeir gerðu við að fá fólk til að skila auðu. Þessi úrslit gefi forsetanum nokkuð traust umboð og ætti að sýna þeim sem hafa verið að vinna gegn honum að tími sé til kominn að draga sig til hlés og vinna sameiginlega að því að skapa frið í kringum forsetaembættið. En hvernig má skýra dræma kosningaþátttöku og auða seðla? Ögmundur Jónasson, Vinstri-grænum segir að ekkert sé hægt að alhæfa í þeim efnum. Það sé hins vegar rétt að kjarni Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið hafi reynt að gera þessar kosningar flokkspólitískar. Það þótti Ögmundi ósmekklegt af þeirra hálfu. Hann telur að stuðningur við Ólaf Ragnar Grímsson sé þverpólitískur og þannig vilji þjóðin hafa það. Guðjón A. Kristinsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur Ólaf geta vel við unað. Þjóðin geti treyst honum en Guðjón er ekki á því að hluti þjóðarinnar sé að lýsa vantrausti á Ólaf. Hann telur að megnið af hinum auðu seðlum hafi komið frá kjarna ríkisstjórnarflokkanna. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn með traustum meirihluta, þrátt fyrir árásir Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Þetta er mat nokkurra stjórnarandstöðuþingmanna. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segir forsetann hafa traust umboð eftir kosningarnar, og kveðst ekki hafa búist við svo góðri kosningu.Hann segir þetta ákaflega góða niðurstöðu miðað við þá gerningahríð sem mögnuð hafi verið gegn honum að undanförnu. Össur sagðist hafa átt von á að Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Morgunblaðinu myndu ná meiri árangri en þeir gerðu við að fá fólk til að skila auðu. Þessi úrslit gefi forsetanum nokkuð traust umboð og ætti að sýna þeim sem hafa verið að vinna gegn honum að tími sé til kominn að draga sig til hlés og vinna sameiginlega að því að skapa frið í kringum forsetaembættið. En hvernig má skýra dræma kosningaþátttöku og auða seðla? Ögmundur Jónasson, Vinstri-grænum segir að ekkert sé hægt að alhæfa í þeim efnum. Það sé hins vegar rétt að kjarni Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið hafi reynt að gera þessar kosningar flokkspólitískar. Það þótti Ögmundi ósmekklegt af þeirra hálfu. Hann telur að stuðningur við Ólaf Ragnar Grímsson sé þverpólitískur og þannig vilji þjóðin hafa það. Guðjón A. Kristinsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur Ólaf geta vel við unað. Þjóðin geti treyst honum en Guðjón er ekki á því að hluti þjóðarinnar sé að lýsa vantrausti á Ólaf. Hann telur að megnið af hinum auðu seðlum hafi komið frá kjarna ríkisstjórnarflokkanna.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira