Kosningar í dag 26. júní 2004 00:01 Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu í morgun og loka víðast hvar klukkan tíu í kvöld. 213.553 eru á kjörskrá, og er það hátt í 19 þúsund fleiri en voru á kjörskrá í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum. Ólafur Ragnar Grímsson gefur kost á sér til endurkjörs en auk hans eru þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon í kjöri. Samhliða forsetakosningunum fara fram tvennar sameiningarkosningar, annars vegar verður kosið um sameiningu Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupsstaðar og hins vegar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Héraði; Austur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og Norður Héraðs. Þórunn Guðmundsdóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir það nýtt að auð atkvæði verði talin vegna áhga á þeim frá fjölmiðlum. Þetta verður gert að minnsta kosi í fjórum kjördæmum. Klukkan ellefu voru 4,12 prósent atkvæðisbærra manna búnir að greiða atkvæði í Reykjavík norður, og í Reykjavíkurkjördæmi suður 4,5 prósent tæplega en í síðustu forsetakosningum árið 1996 voru á sama tíma 7,5 prósent kjósenda búnir að nýta rétt sinn í Reykjavík. Í suðvesturkjördæmi voru klukkan ellefu 4,4 prósent þátttaka og segir Bjarni Ásgeirsson formaður yfirkjörstjórnar að það sé um það bil helmingi færri en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Á Akureyri höfðu hins vegar fleiri kosið nú klukkan ellefu fleiri kosið heldur en fyrir síðustu Alþingiskosningar. Klukkan ellefu höfðu 8,9 prósent atkvæðisbærra manna á Akureyri kosið en á sama tíma í fyrra 6,3 prósent. Vera má að sameiningarkosningarnar hafi eitthvað með kjörsóknina þar að gera. Heildartölur um kjörsókn yfir Norðausturkjördæmi lágu ekki fyrir nú fyrir hádegi. Ekki er að vænta upplýsinga um kjörsókn í Suðurkjördæmi fyrr en uppúr klukkan hálf eitt. Í Norðvesturkjördæmi eru menn að taka saman tölur um kjörsókn - rétt fyrir klukkan tólf voru til að mynda 7,5 prósent búin að greiða atkvæði, ... Ekki er ljóst hvenær lokatölur liggja fyrir en greint verður frá fyrstu tölum uppúr klukkan tíu. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Íslendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér forseta. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu í morgun og loka víðast hvar klukkan tíu í kvöld. 213.553 eru á kjörskrá, og er það hátt í 19 þúsund fleiri en voru á kjörskrá í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum. Ólafur Ragnar Grímsson gefur kost á sér til endurkjörs en auk hans eru þeir Baldur Ágústsson og Ástþór Magnússon í kjöri. Samhliða forsetakosningunum fara fram tvennar sameiningarkosningar, annars vegar verður kosið um sameiningu Hríseyjarhrepps og Akureyrarkaupsstaðar og hins vegar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Héraði; Austur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og Norður Héraðs. Þórunn Guðmundsdóttir er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir það nýtt að auð atkvæði verði talin vegna áhga á þeim frá fjölmiðlum. Þetta verður gert að minnsta kosi í fjórum kjördæmum. Klukkan ellefu voru 4,12 prósent atkvæðisbærra manna búnir að greiða atkvæði í Reykjavík norður, og í Reykjavíkurkjördæmi suður 4,5 prósent tæplega en í síðustu forsetakosningum árið 1996 voru á sama tíma 7,5 prósent kjósenda búnir að nýta rétt sinn í Reykjavík. Í suðvesturkjördæmi voru klukkan ellefu 4,4 prósent þátttaka og segir Bjarni Ásgeirsson formaður yfirkjörstjórnar að það sé um það bil helmingi færri en á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Á Akureyri höfðu hins vegar fleiri kosið nú klukkan ellefu fleiri kosið heldur en fyrir síðustu Alþingiskosningar. Klukkan ellefu höfðu 8,9 prósent atkvæðisbærra manna á Akureyri kosið en á sama tíma í fyrra 6,3 prósent. Vera má að sameiningarkosningarnar hafi eitthvað með kjörsóknina þar að gera. Heildartölur um kjörsókn yfir Norðausturkjördæmi lágu ekki fyrir nú fyrir hádegi. Ekki er að vænta upplýsinga um kjörsókn í Suðurkjördæmi fyrr en uppúr klukkan hálf eitt. Í Norðvesturkjördæmi eru menn að taka saman tölur um kjörsókn - rétt fyrir klukkan tólf voru til að mynda 7,5 prósent búin að greiða atkvæði, ... Ekki er ljóst hvenær lokatölur liggja fyrir en greint verður frá fyrstu tölum uppúr klukkan tíu.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira