Fyrirtækin losa um budduna 25. júní 2004 00:01 Reikna má með því að fyrirtæki losi aðeins um budduna á þessu ári og verji meira fé en undanfarin ár til endurnýjunar á tölvubúnaði og öðru sem lýtur að upplýsingatækni. Þetta kemur fram á vef Tæknivals. Flest fyrirtækja hafi sýnt mikið aðhald í fjármálum á síðustu árum eins og endurnýjun á tölvubúnaði hefur setið á hakanum en nú virðist hins vegar gæta vaxandi bjartsýni og stjórnendur fyrirtækja líta svo á að eigi fyrirtækin að vaxa og dafna sé sjálfsagt að fjárfesta í nýrri tækni. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem greiningafyrirtækið Forrester Research gerði meðal yfirmanna 115 bandarískra fyrirtækja um útgjaldaáform þeirra á árinu. Leiða má líkur að því að viðskiptaumhverfið hér á landi sé að þessu leyti svipað og vestanhafs. Könnunin leiddi í ljós að á síðustu mánuðum hefur fjárfesting í tæknibúnaði aukist meðal bandarískra fyrirtækja og að reikna megi með 6% útgjaldaukningu í UT fjárfestingum á árinu miðað við árið 2003. Samkvæmt könnun Forrester áforma 34% yfirmanna upplýsingatæknideilda að verja meira fjármagni til upplýsingatækni á árinu 2004 en þeir höfðu áður ætlað sér, sem er umtalsverð aukning frá þeim 25% sem svöruðu spurningunni á þann veg á fyrsta ársfjórðungi. Ríflega helmingur yfirmanna UT-deilda, 55%, kváðust hins vegar ætla að halda fast við áætluðu útgjöld til málaflokksins. Þá leiddi könnunin í ljós að 43% svarenda töldu viðskiptaumhverfið "hagstætt" eða "mjög hagstætt" en aðeins 33% höfðu verið þeirrar skoðunar fyrr á árinu. Bjartsýnistónn hefur hljómað undir niðri hvað varðar upplýsingatækni um alllangt skeið en núna á öðrum ársfjórðungi eru þessi jákvæðu tilfinningar að birtast í raunverulegum útgjöldum, segja höfundar skýrslunnar. Það er til marks um að böndin á buddunni eru loksins að losna. Skýrsluhöfundar benda reyndar á að ekki megi reikna með að útgjöld fyrirtækja til kaupa á búnaði í upplýsingatækni verði jafn mikil og á árunum þegar greinin var í hvað mestum blóma og fyrirtæki fjárfestu hvað mest. Engu að síður ættu niðurstöður skýrslunnar að vekja vonir hvarvetna innan upplýsingatæknigeirans. Taliðer að útgjaldaaukningin verði hvað mest í þeirri grein markaðarsins sem snýr að sölu vélbúnaðar en að mati Forrester má reikna með 11% aukningu í þeirri grein milli ára. Þá telur Forrester að sala á stýrikerfum, öðrum stýribúnaði og öryggishugbúnaði aukist um 9% á árinu. Ennfremur telur greiningafyrirtækið að útvistun innan upplýsingatækni aukist um 9% og samskiptabúnaður seljist í 11% meira mæli en í fyrra. Hægt er að fræðast frekar um könnun Forrester hér. Fréttir Tækni Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Sjá meira
Reikna má með því að fyrirtæki losi aðeins um budduna á þessu ári og verji meira fé en undanfarin ár til endurnýjunar á tölvubúnaði og öðru sem lýtur að upplýsingatækni. Þetta kemur fram á vef Tæknivals. Flest fyrirtækja hafi sýnt mikið aðhald í fjármálum á síðustu árum eins og endurnýjun á tölvubúnaði hefur setið á hakanum en nú virðist hins vegar gæta vaxandi bjartsýni og stjórnendur fyrirtækja líta svo á að eigi fyrirtækin að vaxa og dafna sé sjálfsagt að fjárfesta í nýrri tækni. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem greiningafyrirtækið Forrester Research gerði meðal yfirmanna 115 bandarískra fyrirtækja um útgjaldaáform þeirra á árinu. Leiða má líkur að því að viðskiptaumhverfið hér á landi sé að þessu leyti svipað og vestanhafs. Könnunin leiddi í ljós að á síðustu mánuðum hefur fjárfesting í tæknibúnaði aukist meðal bandarískra fyrirtækja og að reikna megi með 6% útgjaldaukningu í UT fjárfestingum á árinu miðað við árið 2003. Samkvæmt könnun Forrester áforma 34% yfirmanna upplýsingatæknideilda að verja meira fjármagni til upplýsingatækni á árinu 2004 en þeir höfðu áður ætlað sér, sem er umtalsverð aukning frá þeim 25% sem svöruðu spurningunni á þann veg á fyrsta ársfjórðungi. Ríflega helmingur yfirmanna UT-deilda, 55%, kváðust hins vegar ætla að halda fast við áætluðu útgjöld til málaflokksins. Þá leiddi könnunin í ljós að 43% svarenda töldu viðskiptaumhverfið "hagstætt" eða "mjög hagstætt" en aðeins 33% höfðu verið þeirrar skoðunar fyrr á árinu. Bjartsýnistónn hefur hljómað undir niðri hvað varðar upplýsingatækni um alllangt skeið en núna á öðrum ársfjórðungi eru þessi jákvæðu tilfinningar að birtast í raunverulegum útgjöldum, segja höfundar skýrslunnar. Það er til marks um að böndin á buddunni eru loksins að losna. Skýrsluhöfundar benda reyndar á að ekki megi reikna með að útgjöld fyrirtækja til kaupa á búnaði í upplýsingatækni verði jafn mikil og á árunum þegar greinin var í hvað mestum blóma og fyrirtæki fjárfestu hvað mest. Engu að síður ættu niðurstöður skýrslunnar að vekja vonir hvarvetna innan upplýsingatæknigeirans. Taliðer að útgjaldaaukningin verði hvað mest í þeirri grein markaðarsins sem snýr að sölu vélbúnaðar en að mati Forrester má reikna með 11% aukningu í þeirri grein milli ára. Þá telur Forrester að sala á stýrikerfum, öðrum stýribúnaði og öryggishugbúnaði aukist um 9% á árinu. Ennfremur telur greiningafyrirtækið að útvistun innan upplýsingatækni aukist um 9% og samskiptabúnaður seljist í 11% meira mæli en í fyrra. Hægt er að fræðast frekar um könnun Forrester hér.
Fréttir Tækni Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Sjá meira