Minnihlutaviðhorf í stórum flokki 24. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það hefur verið erfitt að skilja herfræði forystumanna Sjálfstæðisflokksins undanfarna mánuði og ekki verður hugsunin að baki henni skýrari þegar nær dregur forsetakosningum. Ekki er annað að sjá en að forysta flokksins ætli sér í gegnum forsetakosningar í opinberri og augljósri andstöðu við sitjandi forseta. Það má svo sem skilja það af sögulegum ástæðum að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hefðu viljað sjá annan gegna forsetaembættinu en Ólaf Ragnar Grímsson, sem var pólitískur andstæðingur sjálfstæðismanna meðan hann var í Alþýðubandalaginu. En þótt átökin í flokkapólitíkinni gerist oft hörð og óvægin er erfitt að sjá að þessi fortíð valdi því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins geti ekki sætt sig við að Ólafur Ragnar vann lýðræðislegar kosningar og er réttkjörinn forseti. Það er heldur ekki að sjá að neitt í embættisfærslu Ólafs Ragnars fram að síðustu vikum valdi því að forysta Sjálfstæðisflokksins geti leyft sér að skipa flokknum í andstöðu við forsetann. Þvert á móti hafa allar kannanir sýnt að Ólafur Ragnar nýtur mikils traust meðal þjóðarinnar og hefur styrkst í embætti eftir því sem hann gegnir því lengur. Þótt ákveðinn kjarni flokksmanna í kringum forystuna geti ekki sætt sig við Ólaf Ragnar má fullyrða að meðal almennra flokksmanna - og enn frekar meðal kjósenda flokksins - sé almenn og víðtæk sátt um að stjórnmálaflokkar beiti sér ekki opinberlega gegn sitjandi forseta. Það er því æði hæpið að langrækin andstaða forystunnar gegn Ólafi Ragnari njóti mikils stuðnings meðal þeirra sem vilja kalla sig sjálfstæðismenn. Það má einnig fullyrða að stuðningur mikils meirihluta þjóðarinnar við vald forseta til að synja málum staðfestingar og skjóta þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu nái langt inn í raðir sjálfstæðismanna. Afstaða kjarnans í kringum forystuna í þessu máli -- að forsetinn hafi ekki þetta vald - hefur ekki öðlast fylgi meðal sjálfstæðismanna fremur en meðal þjóðarinnar. Þessi kenning um valdaleysi forsetans hefur enda ekki verið rædd á landsfundum eða annars staðar þar sem flokksmenn koma að stenfumótun né heldur ráðagerðir um að afnema synjunarvaldið með breytingum á stjórnarskrá. Kannanir hafa sýnt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að forseti fari með þetta vald. Einnig að mikill meirihluti almennings var sammála ákvörðun Ólafs Ragnars að vísa fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir hafa einnig sýnt að þrátt fyrir að enginn forseti hafi mátt þola jafn skipulagða andstöðu og Ólafur Ragnar nýtur hann enn mikils stuðnings - og meiri en svo að hægt sé að halda því fram að umboð hans frá þjóðinni hafi verið skert. Herleiðangur forystu sjálfstæðismanna í þessu máli virðist því ekki vera farinn til sigurs heldur af stoltinu einu saman. Forystan leggur gegn vinsælum forseta, vinsælli ákvörðun hans og gegn túlkun á stjórnarskránni sem nýtur yfirgnæfandi stuðnings. Og til hvers? Til að sýna að forysta þessa flokks, sem sækir sjálfsmynd sína í að vera breiðfylkingin með víðari og almennari skírskotun meðal þjóðarinnar en aðrir flokkar, hafi gert krónísk minnihlutaviðhorf að baráttumálum sínum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það hefur verið erfitt að skilja herfræði forystumanna Sjálfstæðisflokksins undanfarna mánuði og ekki verður hugsunin að baki henni skýrari þegar nær dregur forsetakosningum. Ekki er annað að sjá en að forysta flokksins ætli sér í gegnum forsetakosningar í opinberri og augljósri andstöðu við sitjandi forseta. Það má svo sem skilja það af sögulegum ástæðum að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hefðu viljað sjá annan gegna forsetaembættinu en Ólaf Ragnar Grímsson, sem var pólitískur andstæðingur sjálfstæðismanna meðan hann var í Alþýðubandalaginu. En þótt átökin í flokkapólitíkinni gerist oft hörð og óvægin er erfitt að sjá að þessi fortíð valdi því að forystumenn Sjálfstæðisflokksins geti ekki sætt sig við að Ólafur Ragnar vann lýðræðislegar kosningar og er réttkjörinn forseti. Það er heldur ekki að sjá að neitt í embættisfærslu Ólafs Ragnars fram að síðustu vikum valdi því að forysta Sjálfstæðisflokksins geti leyft sér að skipa flokknum í andstöðu við forsetann. Þvert á móti hafa allar kannanir sýnt að Ólafur Ragnar nýtur mikils traust meðal þjóðarinnar og hefur styrkst í embætti eftir því sem hann gegnir því lengur. Þótt ákveðinn kjarni flokksmanna í kringum forystuna geti ekki sætt sig við Ólaf Ragnar má fullyrða að meðal almennra flokksmanna - og enn frekar meðal kjósenda flokksins - sé almenn og víðtæk sátt um að stjórnmálaflokkar beiti sér ekki opinberlega gegn sitjandi forseta. Það er því æði hæpið að langrækin andstaða forystunnar gegn Ólafi Ragnari njóti mikils stuðnings meðal þeirra sem vilja kalla sig sjálfstæðismenn. Það má einnig fullyrða að stuðningur mikils meirihluta þjóðarinnar við vald forseta til að synja málum staðfestingar og skjóta þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu nái langt inn í raðir sjálfstæðismanna. Afstaða kjarnans í kringum forystuna í þessu máli -- að forsetinn hafi ekki þetta vald - hefur ekki öðlast fylgi meðal sjálfstæðismanna fremur en meðal þjóðarinnar. Þessi kenning um valdaleysi forsetans hefur enda ekki verið rædd á landsfundum eða annars staðar þar sem flokksmenn koma að stenfumótun né heldur ráðagerðir um að afnema synjunarvaldið með breytingum á stjórnarskrá. Kannanir hafa sýnt að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því að forseti fari með þetta vald. Einnig að mikill meirihluti almennings var sammála ákvörðun Ólafs Ragnars að vísa fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir hafa einnig sýnt að þrátt fyrir að enginn forseti hafi mátt þola jafn skipulagða andstöðu og Ólafur Ragnar nýtur hann enn mikils stuðnings - og meiri en svo að hægt sé að halda því fram að umboð hans frá þjóðinni hafi verið skert. Herleiðangur forystu sjálfstæðismanna í þessu máli virðist því ekki vera farinn til sigurs heldur af stoltinu einu saman. Forystan leggur gegn vinsælum forseta, vinsælli ákvörðun hans og gegn túlkun á stjórnarskránni sem nýtur yfirgnæfandi stuðnings. Og til hvers? Til að sýna að forysta þessa flokks, sem sækir sjálfsmynd sína í að vera breiðfylkingin með víðari og almennari skírskotun meðal þjóðarinnar en aðrir flokkar, hafi gert krónísk minnihlutaviðhorf að baráttumálum sínum?
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun