Stórhuga leið 22. júní 2004 00:01 Það getur verið auðvelt að gleyma því hversu stórhuga verkefni forystumenn Evrópusambandsins hafa ráðist í þegar við sjáum þá verjast spurningum á blaðamannafundum eða standa hver á sínu þjóðþingi fyrir málamiðlun innan sambandsins. Það er sama hversu auðvelt er að gera lítið úr Evrópusambandinu og henda grín að skriffinnskunni þar og öllum reglugerðunum; það eru ekki til kröftugri eða merkari tilraunir til að forðast mistök fortíðar og þoka samfélagsgerð okkar áfram. Evrópusambandið er síður en svo sjálfgefin staðreynd. Það var stofnað til þess að minnka hættuna á stríði í Evrópu. Og þótt okkur finnist sú hætta æ léttvægari þá er enn stríð í Evrópu og aðeins sextíu ár síðan álfan öll logaði. Það hafa verið stofnuð önnur samtök ríkja á þessum árum með svipuð markmið en þau hafa flest ýmist lognast út af eða verið sprengd upp. Á sama tíma hafa Evrópulöndin fellt niður landamæri sín og opnað þau fyrir fólki og viðskiptum. Það má margt finna að evrópskri hagstjórn -- þunglamalegum vinnumarkaði og of fyrirferðarmiklu ríkisvaldi. En rót þessa vanda má rekja aftur fyrir Evrópusambandið og það er ekkert sem segir að erfiðara verði að glíma við hann innan sambandsins en ef hvert land væri sjálfstæð eining. Það er ekki hægt að skamma Evrópusambandið fyrir að bera einkenni evrópsku ríkjanna. Evrópusambandið er vissulega viðskiptalegt varnarsamband. Eitt af markmiðum þess er að styrkja Evrópu sem markaðssvæði í samkeppni við Bandaríkin, Asíu og önnur öflug svæði. Við þurfum ekki að horfa nema þrjátíu ár aftur í tímann til að sjá að einhverjum árangri hefur Evrópusambandið náð. Þá þótti það ekki fráleitur spádómur að gamla heimsálfan myndi sitja eftir þegar spútniklönd Asíu og Suður-Ameríku myndu sækja fram. Mikill fjöldi starfa hefur verið fluttur frá Evrópu undanfarna áratugi og til fátækari svæða en Evrópusambandinu hefur tekist að halda uppi nokkrum stöðugleika og hagsæld þrátt fyrir miklar breytingar á atvinnulífi álfunnar. Pólitísk þróun Evrópusambandsins hefur alla tíð verið í átt að bandalagsríki Evrópu. Þetta hefur ekki verið yfirlýst markmið en öll þróun hefur stefnt í þessa átt. Af þjóðernisástæðum hefur hins vegar ekki mátt nefna þetta upphátt. Þrátt fyrir augljósa kosti hvers aðildarlands að Evrópusambandinu hefur það aldrei verið vinsælt meðal þjóðanna. Hverri þjóð fyrir sig finnst sem verið sé að troða upp á sig útlendu valdi. Pólitísk þróun sambandsins hefur því mjakast áfram í smáskömmtum; nógu stórum til að gagnast en nógu litlum til að meirihluti hverrar þjóðar geti kyngt þeim. Það er mikill galdur að laga skammtana. Ef þeir eru of stórir gæti sambandið leyst upp í erjur og þjóðernissinnar fengið byr í öll segl. Slíkt ástand var ástæða þess að menn réðust í þessa djörfu tilraun og jafnframt helsta upplausnarhættan. En því lengra sem þróun Evróusambandsins þokast, því veigaminni verða hin þjóðernislegu rök. Á endanum munu þau vonandi gefa eftir -- og þá um leið forsendur þess að við Íslendingar viljum ekki taka þátt í þessari tilraun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Það getur verið auðvelt að gleyma því hversu stórhuga verkefni forystumenn Evrópusambandsins hafa ráðist í þegar við sjáum þá verjast spurningum á blaðamannafundum eða standa hver á sínu þjóðþingi fyrir málamiðlun innan sambandsins. Það er sama hversu auðvelt er að gera lítið úr Evrópusambandinu og henda grín að skriffinnskunni þar og öllum reglugerðunum; það eru ekki til kröftugri eða merkari tilraunir til að forðast mistök fortíðar og þoka samfélagsgerð okkar áfram. Evrópusambandið er síður en svo sjálfgefin staðreynd. Það var stofnað til þess að minnka hættuna á stríði í Evrópu. Og þótt okkur finnist sú hætta æ léttvægari þá er enn stríð í Evrópu og aðeins sextíu ár síðan álfan öll logaði. Það hafa verið stofnuð önnur samtök ríkja á þessum árum með svipuð markmið en þau hafa flest ýmist lognast út af eða verið sprengd upp. Á sama tíma hafa Evrópulöndin fellt niður landamæri sín og opnað þau fyrir fólki og viðskiptum. Það má margt finna að evrópskri hagstjórn -- þunglamalegum vinnumarkaði og of fyrirferðarmiklu ríkisvaldi. En rót þessa vanda má rekja aftur fyrir Evrópusambandið og það er ekkert sem segir að erfiðara verði að glíma við hann innan sambandsins en ef hvert land væri sjálfstæð eining. Það er ekki hægt að skamma Evrópusambandið fyrir að bera einkenni evrópsku ríkjanna. Evrópusambandið er vissulega viðskiptalegt varnarsamband. Eitt af markmiðum þess er að styrkja Evrópu sem markaðssvæði í samkeppni við Bandaríkin, Asíu og önnur öflug svæði. Við þurfum ekki að horfa nema þrjátíu ár aftur í tímann til að sjá að einhverjum árangri hefur Evrópusambandið náð. Þá þótti það ekki fráleitur spádómur að gamla heimsálfan myndi sitja eftir þegar spútniklönd Asíu og Suður-Ameríku myndu sækja fram. Mikill fjöldi starfa hefur verið fluttur frá Evrópu undanfarna áratugi og til fátækari svæða en Evrópusambandinu hefur tekist að halda uppi nokkrum stöðugleika og hagsæld þrátt fyrir miklar breytingar á atvinnulífi álfunnar. Pólitísk þróun Evrópusambandsins hefur alla tíð verið í átt að bandalagsríki Evrópu. Þetta hefur ekki verið yfirlýst markmið en öll þróun hefur stefnt í þessa átt. Af þjóðernisástæðum hefur hins vegar ekki mátt nefna þetta upphátt. Þrátt fyrir augljósa kosti hvers aðildarlands að Evrópusambandinu hefur það aldrei verið vinsælt meðal þjóðanna. Hverri þjóð fyrir sig finnst sem verið sé að troða upp á sig útlendu valdi. Pólitísk þróun sambandsins hefur því mjakast áfram í smáskömmtum; nógu stórum til að gagnast en nógu litlum til að meirihluti hverrar þjóðar geti kyngt þeim. Það er mikill galdur að laga skammtana. Ef þeir eru of stórir gæti sambandið leyst upp í erjur og þjóðernissinnar fengið byr í öll segl. Slíkt ástand var ástæða þess að menn réðust í þessa djörfu tilraun og jafnframt helsta upplausnarhættan. En því lengra sem þróun Evróusambandsins þokast, því veigaminni verða hin þjóðernislegu rök. Á endanum munu þau vonandi gefa eftir -- og þá um leið forsendur þess að við Íslendingar viljum ekki taka þátt í þessari tilraun.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar