Fótboltaferillinn gekk ekki upp 21. júní 2004 00:01 "Ég þraukaði í tíu ár í fótbolta en fattaði svo að ég var lélegur," segir Sverrir Bergmann sem er allt í senn; tónlistarmaður, leikari og dagskrárgerðarmaður á Popptíví. Sverrir ólst upp á Sauðárkróki og æfði þar fótbolta á sumrin og körfubolta á veturna. "Ég varð Íslandsmeistari í körfubolta í áttunda flokki með Tindastól á Sauðárkróki. Síðan á ég pening síðan ég varð framhaldsskólameistari í körfubolta og líka einhverja silfurpeninga," segir Sverrir, sem spilar körfubolta enn þann dag í dag. "Nú spila ég í annarri deildinni með liði sem heitir UMF Glói, en það er lið frá Siglufirði. Við stóðum okkur ágætlega þetta tímabil. Við náðum settu takmarki allavega - að vinna einn leik," segir Sverrir og hlær. Fótboltaferillinn var ekki eins farsæll hjá Sverri. "Ég var ágætur í því að láta sparka mig niður en restin af fótboltalistinni var ekki að ganga upp. Nú í dag finnst mér bara fótbolti leiðinlegur þó mér finnist ágætt að horfa á hann. Það eru allt of stórir vellir og of mikil hlaup. Í körfunni er meira að gerast í einu en í fótbolta þarf maður að bíða eftir því að hlaupa eftir næsta manni," segir Sverrir en körfubolti er svo sannarlega hans íþrótt. Nóg er að gerast hjá Sverri þessa dagana þar sem hann leikur stórt hlutverk í söngleiknum Hárinu sem frumsýndur verður 9. júlí næstkomandi. Einnig var Sverrir nýlega að gefa út plötu með sveit sinni Daysleeper og að sögn hans gengur það mjög vel. "Ég er svona ágætlega ánægður með lífið en það mætti þó vera minna að gera," segir Sverrir að lokum. lilja@frettabladid.is Heilsa Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég þraukaði í tíu ár í fótbolta en fattaði svo að ég var lélegur," segir Sverrir Bergmann sem er allt í senn; tónlistarmaður, leikari og dagskrárgerðarmaður á Popptíví. Sverrir ólst upp á Sauðárkróki og æfði þar fótbolta á sumrin og körfubolta á veturna. "Ég varð Íslandsmeistari í körfubolta í áttunda flokki með Tindastól á Sauðárkróki. Síðan á ég pening síðan ég varð framhaldsskólameistari í körfubolta og líka einhverja silfurpeninga," segir Sverrir, sem spilar körfubolta enn þann dag í dag. "Nú spila ég í annarri deildinni með liði sem heitir UMF Glói, en það er lið frá Siglufirði. Við stóðum okkur ágætlega þetta tímabil. Við náðum settu takmarki allavega - að vinna einn leik," segir Sverrir og hlær. Fótboltaferillinn var ekki eins farsæll hjá Sverri. "Ég var ágætur í því að láta sparka mig niður en restin af fótboltalistinni var ekki að ganga upp. Nú í dag finnst mér bara fótbolti leiðinlegur þó mér finnist ágætt að horfa á hann. Það eru allt of stórir vellir og of mikil hlaup. Í körfunni er meira að gerast í einu en í fótbolta þarf maður að bíða eftir því að hlaupa eftir næsta manni," segir Sverrir en körfubolti er svo sannarlega hans íþrótt. Nóg er að gerast hjá Sverri þessa dagana þar sem hann leikur stórt hlutverk í söngleiknum Hárinu sem frumsýndur verður 9. júlí næstkomandi. Einnig var Sverrir nýlega að gefa út plötu með sveit sinni Daysleeper og að sögn hans gengur það mjög vel. "Ég er svona ágætlega ánægður með lífið en það mætti þó vera minna að gera," segir Sverrir að lokum. lilja@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira