Fótboltaferillinn gekk ekki upp 21. júní 2004 00:01 "Ég þraukaði í tíu ár í fótbolta en fattaði svo að ég var lélegur," segir Sverrir Bergmann sem er allt í senn; tónlistarmaður, leikari og dagskrárgerðarmaður á Popptíví. Sverrir ólst upp á Sauðárkróki og æfði þar fótbolta á sumrin og körfubolta á veturna. "Ég varð Íslandsmeistari í körfubolta í áttunda flokki með Tindastól á Sauðárkróki. Síðan á ég pening síðan ég varð framhaldsskólameistari í körfubolta og líka einhverja silfurpeninga," segir Sverrir, sem spilar körfubolta enn þann dag í dag. "Nú spila ég í annarri deildinni með liði sem heitir UMF Glói, en það er lið frá Siglufirði. Við stóðum okkur ágætlega þetta tímabil. Við náðum settu takmarki allavega - að vinna einn leik," segir Sverrir og hlær. Fótboltaferillinn var ekki eins farsæll hjá Sverri. "Ég var ágætur í því að láta sparka mig niður en restin af fótboltalistinni var ekki að ganga upp. Nú í dag finnst mér bara fótbolti leiðinlegur þó mér finnist ágætt að horfa á hann. Það eru allt of stórir vellir og of mikil hlaup. Í körfunni er meira að gerast í einu en í fótbolta þarf maður að bíða eftir því að hlaupa eftir næsta manni," segir Sverrir en körfubolti er svo sannarlega hans íþrótt. Nóg er að gerast hjá Sverri þessa dagana þar sem hann leikur stórt hlutverk í söngleiknum Hárinu sem frumsýndur verður 9. júlí næstkomandi. Einnig var Sverrir nýlega að gefa út plötu með sveit sinni Daysleeper og að sögn hans gengur það mjög vel. "Ég er svona ágætlega ánægður með lífið en það mætti þó vera minna að gera," segir Sverrir að lokum. lilja@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég þraukaði í tíu ár í fótbolta en fattaði svo að ég var lélegur," segir Sverrir Bergmann sem er allt í senn; tónlistarmaður, leikari og dagskrárgerðarmaður á Popptíví. Sverrir ólst upp á Sauðárkróki og æfði þar fótbolta á sumrin og körfubolta á veturna. "Ég varð Íslandsmeistari í körfubolta í áttunda flokki með Tindastól á Sauðárkróki. Síðan á ég pening síðan ég varð framhaldsskólameistari í körfubolta og líka einhverja silfurpeninga," segir Sverrir, sem spilar körfubolta enn þann dag í dag. "Nú spila ég í annarri deildinni með liði sem heitir UMF Glói, en það er lið frá Siglufirði. Við stóðum okkur ágætlega þetta tímabil. Við náðum settu takmarki allavega - að vinna einn leik," segir Sverrir og hlær. Fótboltaferillinn var ekki eins farsæll hjá Sverri. "Ég var ágætur í því að láta sparka mig niður en restin af fótboltalistinni var ekki að ganga upp. Nú í dag finnst mér bara fótbolti leiðinlegur þó mér finnist ágætt að horfa á hann. Það eru allt of stórir vellir og of mikil hlaup. Í körfunni er meira að gerast í einu en í fótbolta þarf maður að bíða eftir því að hlaupa eftir næsta manni," segir Sverrir en körfubolti er svo sannarlega hans íþrótt. Nóg er að gerast hjá Sverri þessa dagana þar sem hann leikur stórt hlutverk í söngleiknum Hárinu sem frumsýndur verður 9. júlí næstkomandi. Einnig var Sverrir nýlega að gefa út plötu með sveit sinni Daysleeper og að sögn hans gengur það mjög vel. "Ég er svona ágætlega ánægður með lífið en það mætti þó vera minna að gera," segir Sverrir að lokum. lilja@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira