Ólík kosningabarátta 16. júní 2004 00:01 Tíu dögum fyrir forsetakosningar keppast frambjóðendurnir Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson við að koma sér á framfæri en þó með ólíkum hætti. Baldur Ágústsson mætti í hádeginu ásamt kosningastjóra sínum í dreifingarmiðstöð Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík. Þar ávarpaði hann starfsfólk í mötuneytinu. Ávarp Baldurs var örstutt, aðeins tæplega tvær mínútur, en því næst bauð hann fólki að spyrja. Spurningar voru engar og Baldur þakkaði fyrir sig og óskaði mönnum góðrar máltíðar. Þar með var vinnustaðafundinum lokið en hann stóð í nákvæmlega tvær mínútur og 32 sekúndur. Baldur segir að sér sé tekið vel þar sem hann fer, fólk vilji frið um embættið og fagni því að kominn sé fram ópólitískur valkostur. Á leiðinni út spjallaði Baldur við tvær konur stutta stund en annað gerðist ekki í þessari örstuttu heimsókn hans til Íslandspósts. Barátta Ástþórs Magnússonar þessa dagana snýst aðallega um það að komast að í fjölmiðlum. Hann komst að í dag í 45 mínútur á Hrafnaþingi Ingva Hrafns á Útvarpi Sögu, reyndar óboðinn. Hann sagðist vilja kynna boðskap sinn fyrir Ingva Hrafni þar sem hann hefði greinilega ekki kynnt sér hann nægilega vel sjálfur. Ingvi Hrafn lét að því liggja að Ástþór væri ekki með öllum mjalla. Hann spurði hann hvort hann hefði farið í geðrannsókn en Ástþór neitaði því, hins vegar væri hann tilbúinn til þess hvenær sem er. Ástþór þótti komast ágætlega frá óþæglegum spurningum og Ingvi Hrafn gaf honum sitt heilbrigðisvottorð. Hann væri prúður maður og liti vel út, eins og geðheilbrigður maður. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Sjá meira
Tíu dögum fyrir forsetakosningar keppast frambjóðendurnir Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson við að koma sér á framfæri en þó með ólíkum hætti. Baldur Ágústsson mætti í hádeginu ásamt kosningastjóra sínum í dreifingarmiðstöð Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík. Þar ávarpaði hann starfsfólk í mötuneytinu. Ávarp Baldurs var örstutt, aðeins tæplega tvær mínútur, en því næst bauð hann fólki að spyrja. Spurningar voru engar og Baldur þakkaði fyrir sig og óskaði mönnum góðrar máltíðar. Þar með var vinnustaðafundinum lokið en hann stóð í nákvæmlega tvær mínútur og 32 sekúndur. Baldur segir að sér sé tekið vel þar sem hann fer, fólk vilji frið um embættið og fagni því að kominn sé fram ópólitískur valkostur. Á leiðinni út spjallaði Baldur við tvær konur stutta stund en annað gerðist ekki í þessari örstuttu heimsókn hans til Íslandspósts. Barátta Ástþórs Magnússonar þessa dagana snýst aðallega um það að komast að í fjölmiðlum. Hann komst að í dag í 45 mínútur á Hrafnaþingi Ingva Hrafns á Útvarpi Sögu, reyndar óboðinn. Hann sagðist vilja kynna boðskap sinn fyrir Ingva Hrafni þar sem hann hefði greinilega ekki kynnt sér hann nægilega vel sjálfur. Ingvi Hrafn lét að því liggja að Ástþór væri ekki með öllum mjalla. Hann spurði hann hvort hann hefði farið í geðrannsókn en Ástþór neitaði því, hins vegar væri hann tilbúinn til þess hvenær sem er. Ástþór þótti komast ágætlega frá óþæglegum spurningum og Ingvi Hrafn gaf honum sitt heilbrigðisvottorð. Hann væri prúður maður og liti vel út, eins og geðheilbrigður maður.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Sjá meira