Skiptar skoðanir: Á að leyfa vændi? 13. júní 2004 00:01 Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um vændi. Katrín Jakobsdóttir: Þegar því er haldið fram að vændi sé góð og gild atvinnugrein og enginástæða sé til að banna það, gleymist oft að horfa á heildarmyndina. Íþessu máli þarf að kafa dýpra og ekki nægir að spyrja einfaldlega hvortfólk eigi að hafa leyfi til að selja líkama sinn eins og aðrar eignirsínar.Það má til dæmis ekki gleyma því að vændi er sjaldnast val. Fá ungmennihugsa: "Jæja, hvort á ég nú að verða pípari, íslenskufræðingur eða hóra?"og ákveða svo að það sé víst mesti peningurinn í vændinu.Þeir sem stunda vændi hafa yfirleitt leiðst út í það úr sárri neyð og líður sjaldnast vel í starfi. Það er ekki vel borgað og flestum þeim sem selja sig, hvort sem það eru karlmenn eða konur, líður afar illa. Erfitt er því að tala um að vændi sé réttur einstaklingsins til að "fá að selja sig" þar sem þetta er yfirleitt örþrifaráð sem enginn grípur til að gamni sínu. Sem stendur er ólöglegt að selja sig en kaupin á þjónustunni eru hinsvegar ekki ólögleg. Nú liggur fyrir frumvarp um að kaup á vændi verði gerð ólögleg sem væri framþróun frá núverandi lagaumhverfi þar sem kaupandinnber enga ábyrgð.Friðbjörn Orri Ketilsson:Rangt er að þvinga frjálsa einstaklinga til að gera eitthvað sem þeir ekki samþykkja. Rangt er að banna öðrum að velja ef val þeirra skaðar ekki aðra. Frelsið er hornsteinn þess að allir fái notið hæfileika sinna og geti gert það sem þeir sjálfir kjósa til að tryggja velferð sína í framtíðinni. Það er ekki hlutverk ríkisvaldsins að setja siðferðisreglur og ákveða fyrir fólk hvað sé gáfulegt og hvað ekki. Hlutverk ríkisvaldsins er að vernda rétt einstaklinganna til lífs, frelsis og eigna gegn ágangi annarra.Augljóslega er rangt er að neyða fólk til kynlífs gegn greiðslu á sama hátt og rangt er að neyða fólk til búðarstarfa gegn greiðslu. Það er ekki verknaðurinn sjálfur sem er slæmur heldur þvingunin. Það er hún sem berjast þarf gegn. Kynlíf gegn greiðslu þar sem allir aðilar máls eru samþykkir skaðar engan og á því ekki að vera bönnuð. Þar er um frjálst val einstaklinga að ræða, frjálst val sem okkur ber að virða óháð ríkjandi gildismati meirihlutans á hverjum tíma eða tísku.Besta leiðin til að sporna við nauðung á tilteknu sviði er að viðurkenna starfsemina og hleypa henni upp á yfirborðið svo að ofbeldi sé ekki lausn samningsbrota heldur eðlileg málsmeðferð fyrir dómsstólum. Ef kynlíf gegn greiðslu væri löglegt drægi einnig mjög úr svonefndu mannsali þar sem fyrirtæki í löglegum rekstri gætu ekki beitt starfsmenn sína ofbeldi og þvingunum þar sem slíkt er ólöglegt. Samkeppni um vinnuaflið mun svo bæta hag þeirra sem í greininni starfa rétt eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Frelsið er lausnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um vændi. Katrín Jakobsdóttir: Þegar því er haldið fram að vændi sé góð og gild atvinnugrein og enginástæða sé til að banna það, gleymist oft að horfa á heildarmyndina. Íþessu máli þarf að kafa dýpra og ekki nægir að spyrja einfaldlega hvortfólk eigi að hafa leyfi til að selja líkama sinn eins og aðrar eignirsínar.Það má til dæmis ekki gleyma því að vændi er sjaldnast val. Fá ungmennihugsa: "Jæja, hvort á ég nú að verða pípari, íslenskufræðingur eða hóra?"og ákveða svo að það sé víst mesti peningurinn í vændinu.Þeir sem stunda vændi hafa yfirleitt leiðst út í það úr sárri neyð og líður sjaldnast vel í starfi. Það er ekki vel borgað og flestum þeim sem selja sig, hvort sem það eru karlmenn eða konur, líður afar illa. Erfitt er því að tala um að vændi sé réttur einstaklingsins til að "fá að selja sig" þar sem þetta er yfirleitt örþrifaráð sem enginn grípur til að gamni sínu. Sem stendur er ólöglegt að selja sig en kaupin á þjónustunni eru hinsvegar ekki ólögleg. Nú liggur fyrir frumvarp um að kaup á vændi verði gerð ólögleg sem væri framþróun frá núverandi lagaumhverfi þar sem kaupandinnber enga ábyrgð.Friðbjörn Orri Ketilsson:Rangt er að þvinga frjálsa einstaklinga til að gera eitthvað sem þeir ekki samþykkja. Rangt er að banna öðrum að velja ef val þeirra skaðar ekki aðra. Frelsið er hornsteinn þess að allir fái notið hæfileika sinna og geti gert það sem þeir sjálfir kjósa til að tryggja velferð sína í framtíðinni. Það er ekki hlutverk ríkisvaldsins að setja siðferðisreglur og ákveða fyrir fólk hvað sé gáfulegt og hvað ekki. Hlutverk ríkisvaldsins er að vernda rétt einstaklinganna til lífs, frelsis og eigna gegn ágangi annarra.Augljóslega er rangt er að neyða fólk til kynlífs gegn greiðslu á sama hátt og rangt er að neyða fólk til búðarstarfa gegn greiðslu. Það er ekki verknaðurinn sjálfur sem er slæmur heldur þvingunin. Það er hún sem berjast þarf gegn. Kynlíf gegn greiðslu þar sem allir aðilar máls eru samþykkir skaðar engan og á því ekki að vera bönnuð. Þar er um frjálst val einstaklinga að ræða, frjálst val sem okkur ber að virða óháð ríkjandi gildismati meirihlutans á hverjum tíma eða tísku.Besta leiðin til að sporna við nauðung á tilteknu sviði er að viðurkenna starfsemina og hleypa henni upp á yfirborðið svo að ofbeldi sé ekki lausn samningsbrota heldur eðlileg málsmeðferð fyrir dómsstólum. Ef kynlíf gegn greiðslu væri löglegt drægi einnig mjög úr svonefndu mannsali þar sem fyrirtæki í löglegum rekstri gætu ekki beitt starfsmenn sína ofbeldi og þvingunum þar sem slíkt er ólöglegt. Samkeppni um vinnuaflið mun svo bæta hag þeirra sem í greininni starfa rétt eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Frelsið er lausnin.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun