Viðskipti

Twitter-líki Meta ekki að­gengi­legt í Evrópu

Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína.

Viðskipti erlent

Skiptastjóri skoði að rifta samningi Helga

Skiptastjóri þrotabús Torgs, sem gaf út Fréttablaðið, er með það til skoðunar hvort ástæða sé til að rifta samningi félagsins við félag Helga Magnússonar, þegar dv.is og aðrar eignir Torgs voru keyptar af félagi í hans eigu. 

Viðskipti innlent

Ís­lendingar kvarti en ferða­mönnum sé nokkuð sama

Hótelrekendur eru alsælir með sumarið fram að þessu og ánægðir með að hafa náð vopnum sínum á ný eftir erfiðan heimsfaraldur. Fjöldi gistinátta í maí sló öll fyrri met samkvæmt tölum Hagstofunnar og Hagfræðideild Landsbankans spáir því að fjöldi erlendra ferðamanna geti náð yfir 2,1 milljón í ár. Gangi sú spá eftir mun 2023 taka við af árinu 2019 sem næst stærsta ferðamannaár Íslandssögunnar.

Viðskipti innlent

Bjór á tilboði á tvö þúsund krónur

Íbúum Hlíðahverfis brá í brún við að sjá nýjan verðlista hverfisbarsins. Nú kostar bjórinn þar hvorki meira né minna en tvö þúsund og fimmhundruð krónur. Tvö þúsund á tilboði frá klukkan fimm til níu, þá er sælustund (e. happy hour).

Neytendur

Æski­legra að neyt­endur fái úr­lausn sinna mála mun hraðar

Persónuvernd hefur gert CreditInfo að greiða hæstu sekt sem hún hefur lagt á hingað til eftir að félagið skráði fólk sem tekið hafði smálán á vanskilaskrá, án lagaheimildar. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni. Formaðurinn segir niðurstöðuna þó hafa verið allt of lengi að berast. 

Neytendur

Slær á putta Nettós vegna verð­merkinga

Neytendastofa hefur slegið á putta Samkaupa vegna verðmerkinga í vefverslun Nettós þar sem einingarverð vantaði á fjölda vara á vefsíðunni. Þeim fyrirmælum hefur verið beint til félagsins að koma einingaverðum í rétt horf, ellegar sæta dagsektum.

Neytendur

Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir

Persónuvernd sektaði Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segir sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða.

Viðskipti innlent

Óttast að svi­ka­upp­hæðin nemi 200 milljónum króna

Árni Björn Björns­son, veitinga­maður á Sauð­ár­króki, segist óttast að Ís­lendingur sem gefið hafi sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu, hafi svikið hátt í 200 milljónir króna frá stórum hópi fólks. Hann segir fjölda þeirra sem hafi sam­band við sig vegna málsins aukast á hverjum degi. Hann mun gefa lög­reglu skýrslu í dag vegna málsins.

Neytendur