Viðskipti Styttri leið úr IKEA einungis tímabundin Glöggir viðskiptavinir IKEA hafa tekið eftir að leiðin að afgreiðslukassa verslunarinnar og út er talsvert styttri en vanalega. Þó er ekki um að ræða langtímabreytingu heldur einungis tímabundna lausn til þess að standast reglur um eldvarnir meðan á framkvæmdum stendur. Neytendur 27.1.2024 14:59 Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. Atvinnulíf 27.1.2024 10:00 Bifreiðaverkstæði styrkjast með tilkomu Motor Partner Undanfarinn rúmlega áratug hefur samkeppni á bifreiðaverkstæðamarkaði aukist mikið um allan heim en ný tækni í bílum krefst nýrrar nálgunar og tækni til viðgerða. Því hefur aldrei verið nauðsynlegra en í dag að styrkja rekstur bifreiðaverkstæða, meðal annars með aukinni þekkingu, þjálfun og réttri markaðssetningu. Samstarf 26.1.2024 08:46 Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. Atvinnulíf 26.1.2024 07:01 Ríkið greiði starfsmönnum Hvals laun Hvalur hf. fer fram á að íslenska ríkið greiði starfsmönnum fyrirtækisins laun fyrir þann tíma sem bann stjórnvalda gegn hvalveiðum gilti í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í kröfu Hvals sem send var á ríkislögmann. Viðskipti innlent 25.1.2024 21:17 Öflugar konur úr atvinnulífinu fjölmenntu á Hótel Grand Þrjár konur úr atvinnulífinu voru heiðraðar af Félagi kvenna í atvinnulífinu við hátíðlega athöfn í gær. Nánustu vinum og fjölskyldu verðlaunahafanna var boðið í gleðina. Viðskipti innlent 25.1.2024 16:54 Ellefu sagt upp hjá Sýn í dag Ellefu starfsmönnum var sagt upp hjá Sýn í dag. Uppsagnirnar eru þvert á allt fyrirtækið og segir nýr forstjóri erfitt rekstrarumhverfi að baki uppsögnunum. Viðskipti innlent 25.1.2024 15:44 Segir tolla á kínverska rafmagnsbíla nauðsynlega Auðjöfurinn Elon Musk, sem meðal annars á rafmagnsbílaframleiðandann Tesla, samfélagsmiðilinn X (áður Twitter) og geimfyrirtækið SpaceX, segir nauðsynlegt að setja tolla á kínverska rafmagnsbíla. Annars muni kínverskir bílaframleiðendur valta yfir önnur fyrirtæki í heiminum sem framleiða rafmagnsbíla. Viðskipti erlent 25.1.2024 15:01 Lena Dögg nýr verkefnastjóri Vertonet Lena Dögg Dagbjartsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir átaksverkefninu Vertonet. Markmið þess er að auka hlut kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Átakið er samstillt átak atvinnulífs og menntastofnana sem 21 tekur þátt í. Viðskipti innlent 25.1.2024 11:24 Sesselja Ingibjörg stýrir frumkvöðlastarfi Samherja Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Driftar EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur félagsins eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, kenndir við Samherja. Viðskipti innlent 25.1.2024 09:48 Tvær af hverjum þremur seldust undir ásettu verði Um 64 prósent íbúða sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í nóvember síðastliðnum seldust undir ásettu verði, en einungis 14 prósent þeirra voru seld yfir ásettu verði. Viðskipti innlent 25.1.2024 08:33 Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. Atvinnulíf 25.1.2024 07:00 Ekki nóg að byggja sér virki til að komast hjá netárásum Forstjóri netörygiss hjá Syndis, Anton Egilsson, segir enn marga of veika fyrir netárásum. Rússneskur hakkarahópur skilji reglulega eftir sig fótspor á Íslandi. Hópurinn gerði stóra árás í Svíþjóð um helgina á opinbera aðila. Anton segir slíka árás geta átt sér stað á Íslandi. Viðskipti innlent 24.1.2024 22:57 Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. Viðskipti innlent 24.1.2024 19:48 Kristín og Kristján Helgi til Kjör- og Krambúðanna Kristín Gunnarsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson hafa tekið við nýjum stöðum hjá Krambúð og Kjörbúðinni á verslunar- og mannauðssviði. Kristján Helgi hefur tekið við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og Kristín sem rekstrarstjóri Krambúða og Kjörbúða. Viðskipti innlent 24.1.2024 10:06 Vika til stefnu fyrir þá sem vilja sleppa við 20 þúsund króna sekt Rétt tæplega 93% þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa nú skráð kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is eða í Ísland.is appinu. Að morgni miðvikudags hafði kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla verið skráð. Neytendur 24.1.2024 09:50 Hjón segja pakkaferð hafa verið svindl og fá 60 þúsund endurgreitt Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert ferðaskrifstofu að endurgreiða hjónum 60 þúsund krónur vegna pakkaferðar sem þau fóru í síðasta sumar. Þau greiddu samtals 272 þúsund krónur fyrir ferðina, sem var auglýst sem pakkaferð á fjögurra stjörnu hóteli þar sem allt væri innifalið fyrir 130 þúsund krónur á mann. Neytendur 24.1.2024 08:55 „Mitt hlutverk að gera fyrirtækin mannréttindasinnaðri“ Róbert Spanó, lögmaður og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir ábyrgð fyrirtækja á einkamarkaði hafa breyst mikið síðastliðin ár. Kröfur neytenda séu meiri og háværari um til dæmis sjálfbærni. Hugtakið um sjálfbærni hafi svo einnig víkkað og taki nú einnig til mannréttinda. Viðskipti innlent 24.1.2024 07:41 Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. Atvinnulíf 24.1.2024 07:01 Þarf að greiða alla leiguna í glæsihýsi Magnúsar Ólafs Rúmlega fimmtug kona hefur verið dæmd til að greiða þrotabúi Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, rúmlega þrjár milljónir króna í vangoldna leigu á einbýlishúsi og húsgögnum. Viðskipti innlent 23.1.2024 18:59 Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. Viðskipti innlent 23.1.2024 17:58 Norsk stjórnvöld veita 62 ný leyfi til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, hefur tilkynnt um útgáfu 62 nýrra sérleyfa til olíuleitar á norska landgrunninu. Þetta er mesti fjöldi leyfa í fjögur ár og sá fimmti mesti í olíusögu Norðmanna. Í fyrra var 47 leyfum úthlutað. Viðskipti erlent 23.1.2024 15:17 Toptul tryggir gæði og lágt verð Toptul handverkfærin hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi hér á landi segir Markús Auðunn Viðarsson, markaðsfulltrúi hjá Sindra. Samstarf 23.1.2024 15:03 Gústaf tekur við af Yngva hjá SFF Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa ráðið Gústaf Steingrímsson sem hagfræðing samtakanna en hann hóf störf í byrjun árs. Viðskipti innlent 23.1.2024 14:53 Keyptu sögufrægt hús á 800 milljónir Félagið Laug ehf. í eigu Kristjáns Magnasonar og Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar hefur keypt Háteigsveg 1 sem um árabil hýsti Apótek Austurbæjar. Hótelrekstur hefur verið í húsinu undanfarin ár og verður áfram undir heitinu 105-Townhouse Hotel. Viðskipti innlent 23.1.2024 14:23 Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. Viðskipti innlent 23.1.2024 13:54 Guðbjörg kaupir þrjú fyrirtæki Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir útgerðarkona í Eyjum hefur keypt fyrirtækin Expert, Expert kæling og GS Import í gegnum félag sitt Fastus ehf sem sérhæfir sig í heildsöluverslun. Hið sameinaða fyrirtæki ber heitið Fastus ehf., en starfsemi þess skiptist nú í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fastus. Viðskipti innlent 23.1.2024 10:26 Leigja tvær nýjar Airbus-þotur Icelandair og CDB Aviation hafa undirritað samninga um langtímaleigu á tveimur nýjum Airbus A321LR-þotum til afhendingar á seinni hluta árs 2025. Viðskipti innlent 22.1.2024 17:49 Elías í gamla starf dómsmálaráðherra Elías Þorvarðarson hefur tekið við starfi sölu- og markaðsstjóra Kjörís og verður hluti af framkvæmdastjórn Kjörís. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, gegndi starfinu árið 2021 hjá fjölskyldufyrirtækinu. Atvinnulíf 22.1.2024 17:31 Alvotech leiðir hækkanir í Kauphöllinni Gengi allra félaga í Kauphöllinni hafa hækkað það sem af er morgni og hefur gengi bréfa í Alvotech hækkað mest, eða um tæplega 17 prósent, í um 2,6 milljarða króna viðskiptum. Viðskipti innlent 22.1.2024 11:18 « ‹ 65 66 67 68 69 70 71 72 73 … 334 ›
Styttri leið úr IKEA einungis tímabundin Glöggir viðskiptavinir IKEA hafa tekið eftir að leiðin að afgreiðslukassa verslunarinnar og út er talsvert styttri en vanalega. Þó er ekki um að ræða langtímabreytingu heldur einungis tímabundna lausn til þess að standast reglur um eldvarnir meðan á framkvæmdum stendur. Neytendur 27.1.2024 14:59
Gæti ekki einu sinni hlustað á sjálfan sig syngja Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa er einn þeirra sem vaknar á undan klukkunni. Sem þó hringir klukkan sjö. Gunnar viðurkennir að hann er afburðar lélégur söngvari, en trommar á stýrið. Atvinnulíf 27.1.2024 10:00
Bifreiðaverkstæði styrkjast með tilkomu Motor Partner Undanfarinn rúmlega áratug hefur samkeppni á bifreiðaverkstæðamarkaði aukist mikið um allan heim en ný tækni í bílum krefst nýrrar nálgunar og tækni til viðgerða. Því hefur aldrei verið nauðsynlegra en í dag að styrkja rekstur bifreiðaverkstæða, meðal annars með aukinni þekkingu, þjálfun og réttri markaðssetningu. Samstarf 26.1.2024 08:46
Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. Atvinnulíf 26.1.2024 07:01
Ríkið greiði starfsmönnum Hvals laun Hvalur hf. fer fram á að íslenska ríkið greiði starfsmönnum fyrirtækisins laun fyrir þann tíma sem bann stjórnvalda gegn hvalveiðum gilti í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í kröfu Hvals sem send var á ríkislögmann. Viðskipti innlent 25.1.2024 21:17
Öflugar konur úr atvinnulífinu fjölmenntu á Hótel Grand Þrjár konur úr atvinnulífinu voru heiðraðar af Félagi kvenna í atvinnulífinu við hátíðlega athöfn í gær. Nánustu vinum og fjölskyldu verðlaunahafanna var boðið í gleðina. Viðskipti innlent 25.1.2024 16:54
Ellefu sagt upp hjá Sýn í dag Ellefu starfsmönnum var sagt upp hjá Sýn í dag. Uppsagnirnar eru þvert á allt fyrirtækið og segir nýr forstjóri erfitt rekstrarumhverfi að baki uppsögnunum. Viðskipti innlent 25.1.2024 15:44
Segir tolla á kínverska rafmagnsbíla nauðsynlega Auðjöfurinn Elon Musk, sem meðal annars á rafmagnsbílaframleiðandann Tesla, samfélagsmiðilinn X (áður Twitter) og geimfyrirtækið SpaceX, segir nauðsynlegt að setja tolla á kínverska rafmagnsbíla. Annars muni kínverskir bílaframleiðendur valta yfir önnur fyrirtæki í heiminum sem framleiða rafmagnsbíla. Viðskipti erlent 25.1.2024 15:01
Lena Dögg nýr verkefnastjóri Vertonet Lena Dögg Dagbjartsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir átaksverkefninu Vertonet. Markmið þess er að auka hlut kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Átakið er samstillt átak atvinnulífs og menntastofnana sem 21 tekur þátt í. Viðskipti innlent 25.1.2024 11:24
Sesselja Ingibjörg stýrir frumkvöðlastarfi Samherja Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Driftar EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur félagsins eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, kenndir við Samherja. Viðskipti innlent 25.1.2024 09:48
Tvær af hverjum þremur seldust undir ásettu verði Um 64 prósent íbúða sem seldar voru á höfuðborgarsvæðinu í nóvember síðastliðnum seldust undir ásettu verði, en einungis 14 prósent þeirra voru seld yfir ásettu verði. Viðskipti innlent 25.1.2024 08:33
Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. Atvinnulíf 25.1.2024 07:00
Ekki nóg að byggja sér virki til að komast hjá netárásum Forstjóri netörygiss hjá Syndis, Anton Egilsson, segir enn marga of veika fyrir netárásum. Rússneskur hakkarahópur skilji reglulega eftir sig fótspor á Íslandi. Hópurinn gerði stóra árás í Svíþjóð um helgina á opinbera aðila. Anton segir slíka árás geta átt sér stað á Íslandi. Viðskipti innlent 24.1.2024 22:57
Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið. Viðskipti innlent 24.1.2024 19:48
Kristín og Kristján Helgi til Kjör- og Krambúðanna Kristín Gunnarsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson hafa tekið við nýjum stöðum hjá Krambúð og Kjörbúðinni á verslunar- og mannauðssviði. Kristján Helgi hefur tekið við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og Kristín sem rekstrarstjóri Krambúða og Kjörbúða. Viðskipti innlent 24.1.2024 10:06
Vika til stefnu fyrir þá sem vilja sleppa við 20 þúsund króna sekt Rétt tæplega 93% þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa nú skráð kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is eða í Ísland.is appinu. Að morgni miðvikudags hafði kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla verið skráð. Neytendur 24.1.2024 09:50
Hjón segja pakkaferð hafa verið svindl og fá 60 þúsund endurgreitt Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert ferðaskrifstofu að endurgreiða hjónum 60 þúsund krónur vegna pakkaferðar sem þau fóru í síðasta sumar. Þau greiddu samtals 272 þúsund krónur fyrir ferðina, sem var auglýst sem pakkaferð á fjögurra stjörnu hóteli þar sem allt væri innifalið fyrir 130 þúsund krónur á mann. Neytendur 24.1.2024 08:55
„Mitt hlutverk að gera fyrirtækin mannréttindasinnaðri“ Róbert Spanó, lögmaður og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir ábyrgð fyrirtækja á einkamarkaði hafa breyst mikið síðastliðin ár. Kröfur neytenda séu meiri og háværari um til dæmis sjálfbærni. Hugtakið um sjálfbærni hafi svo einnig víkkað og taki nú einnig til mannréttinda. Viðskipti innlent 24.1.2024 07:41
Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. Atvinnulíf 24.1.2024 07:01
Þarf að greiða alla leiguna í glæsihýsi Magnúsar Ólafs Rúmlega fimmtug kona hefur verið dæmd til að greiða þrotabúi Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, rúmlega þrjár milljónir króna í vangoldna leigu á einbýlishúsi og húsgögnum. Viðskipti innlent 23.1.2024 18:59
Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. Viðskipti innlent 23.1.2024 17:58
Norsk stjórnvöld veita 62 ný leyfi til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, hefur tilkynnt um útgáfu 62 nýrra sérleyfa til olíuleitar á norska landgrunninu. Þetta er mesti fjöldi leyfa í fjögur ár og sá fimmti mesti í olíusögu Norðmanna. Í fyrra var 47 leyfum úthlutað. Viðskipti erlent 23.1.2024 15:17
Toptul tryggir gæði og lágt verð Toptul handverkfærin hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi hér á landi segir Markús Auðunn Viðarsson, markaðsfulltrúi hjá Sindra. Samstarf 23.1.2024 15:03
Gústaf tekur við af Yngva hjá SFF Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa ráðið Gústaf Steingrímsson sem hagfræðing samtakanna en hann hóf störf í byrjun árs. Viðskipti innlent 23.1.2024 14:53
Keyptu sögufrægt hús á 800 milljónir Félagið Laug ehf. í eigu Kristjáns Magnasonar og Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar hefur keypt Háteigsveg 1 sem um árabil hýsti Apótek Austurbæjar. Hótelrekstur hefur verið í húsinu undanfarin ár og verður áfram undir heitinu 105-Townhouse Hotel. Viðskipti innlent 23.1.2024 14:23
Haldi þróunin áfram muni birgðir nýrra íbúða klárast á árinu Framboð á nýjum íbúðum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess hefur minnkað. Muni núverandi þróun halda áfram munu birgðir nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins klárast á þessu ári. Viðskipti innlent 23.1.2024 13:54
Guðbjörg kaupir þrjú fyrirtæki Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir útgerðarkona í Eyjum hefur keypt fyrirtækin Expert, Expert kæling og GS Import í gegnum félag sitt Fastus ehf sem sérhæfir sig í heildsöluverslun. Hið sameinaða fyrirtæki ber heitið Fastus ehf., en starfsemi þess skiptist nú í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fastus. Viðskipti innlent 23.1.2024 10:26
Leigja tvær nýjar Airbus-þotur Icelandair og CDB Aviation hafa undirritað samninga um langtímaleigu á tveimur nýjum Airbus A321LR-þotum til afhendingar á seinni hluta árs 2025. Viðskipti innlent 22.1.2024 17:49
Elías í gamla starf dómsmálaráðherra Elías Þorvarðarson hefur tekið við starfi sölu- og markaðsstjóra Kjörís og verður hluti af framkvæmdastjórn Kjörís. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, gegndi starfinu árið 2021 hjá fjölskyldufyrirtækinu. Atvinnulíf 22.1.2024 17:31
Alvotech leiðir hækkanir í Kauphöllinni Gengi allra félaga í Kauphöllinni hafa hækkað það sem af er morgni og hefur gengi bréfa í Alvotech hækkað mest, eða um tæplega 17 prósent, í um 2,6 milljarða króna viðskiptum. Viðskipti innlent 22.1.2024 11:18