Viðskipti Starfsfólk, hluthafar, fjölmiðlar og fleiri eiga að geta nýtt skýrslurnar „Þó samfélagsskýrslur þurfi að vera nokkuð ítarlegar, rökstuddar og byggðar á vísindalegum grunni má það ekki taka lesandann of langan tíma að fá skýra heildarmynd,“ segir Tómas Möller, formaður dómnefndar um val á Samfélagsskýrslu ársins 2021. Atvinnulíf 10.6.2021 07:00 Annar bjór innkallaður sem getur bólgnað út og sprungið ÁTVR hefur innkallað vöruna Benchwarmers Citra Smash, sem er bjór í 330 ml áldós, þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Neytendur 9.6.2021 14:46 Uppfærsla hjá viðskiptavini Fastly olli nethruninu Hugbúnaðarvillu hefur verið kennt um að netverjum tókst ekki að komast inn á margar af stærstu vefsíðum heims í rúman klukkutíma í gærmorgun. Viðskipti erlent 9.6.2021 14:05 Sístækkandi hlutur streymis bæði jákvæður og neikvæður Heildarverðmæti tónlistarsölu á Íslandi í fyrra var það mesta frá upphafi skráningar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags hljómplötuframleiðenda. Viðskipti innlent 9.6.2021 12:01 Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. Viðskipti erlent 9.6.2021 11:42 Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður fyrir að bera ljúgvitni Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílarisans Volkswagen, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni þegar hann mætti fyrir nefnd þýska þingsins í tengslum við útblásturshneyksli fyrirtækisins sem komst í hámæli árið 2015. Viðskipti erlent 9.6.2021 11:41 Íbúfen og Panodil í verslanir á Flúðum og Fáskrúðsfirði Samkaup hefur hafið sölu á lausasölulyfjum í þremur verslunum félagsins. Verslanirnar sem um ræðir eru Krambúðin á Flúðum og Laugarvatni, og Kjörbúðin á Fáskrúðsfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Viðskipti innlent 9.6.2021 10:38 „Ekki kærkomin hvíld, en mætum nú öflugri til leiks“ Friðrik Rafnsson var kjörinn nýr formaður Leiðsagnar - Stéttarfélags leiðsögumanna á aðalfundi í gær. Friðrik hefur verið ritari félagsins síðasta árið og tekur við starfinu af Pétri Gauta Valgeirssyni. Viðskipti innlent 9.6.2021 10:26 ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. Viðskipti innlent 9.6.2021 10:26 Ráðinn yfirmaður talnagreiningar hjá Kviku Birgir Örn Arnarson hefur verið ráðinn yfirmaður talnagreiningar Kviku og hefur hann formlega störf í byrjun ágúst næstkomandi. Viðskipti 9.6.2021 10:18 Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. Viðskipti innlent 9.6.2021 09:01 Gagnaleki sýnir að ofurríkir borga lítinn sem engan skatt Ríkustu menn Bandaríkjanna borga flestir hverjir lítinn sem engan skatt af tekjum sínum. Þetta kemur fram í gögnum um skattgreiðslur þeirra sem hefur verið lekið til fréttamiðilsins ProPublica. Viðskipti erlent 9.6.2021 07:34 Samfélagsskýrsla ársins 2021: Aðkoma og eljusemi starfsfólks skiptir máli Í gær hlutu viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021 fyrirtækin BYKO og Landsvirkjun. Þetta er í fyrsta sinn sem tvö fyrirtæki hljóta verðlaunin en að þeim standa Viðskiptaráð Íslands, Stjórnvísi og FESTA. Atvinnulíf 9.6.2021 07:00 Streymið allsráðandi á íslenskum tónlistarmarkaði Um 91 prósent af þeim verðmætum sem skapast vegna einkaneyslu á hljóðritaðri tónlist koma frá streymi. Heildsala tónlistar hérlendis nam rúmum milljarði króna árið 2020 en um er að ræða stærsta árið frá upphafi að nafnvirði. Viðskipti innlent 9.6.2021 06:33 Systurnar loks lausar allra mála í Sjólaskipamálinu Systur sem kenndar hafa verið við útgerðina Sjólaskip voru á dögunum sýknaðar af ákæru um skattsvik. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. maí en hefur enn ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ríkissaksóknari ætlar ekki að áfrýja dómnum. Málaferlin hafa staðið yfir í áratug. Viðskipti innlent 9.6.2021 06:00 Ríkissaksóknari áfrýjar máli Sigur Rósar: „Mér þykir þetta orðið skammarlegt“ Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi héraðsdóms í máli fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Liðsmönnum sveitarinnar hefur verið birt áfrýjunarstefna. Viðskipti innlent 8.6.2021 15:43 Bein útsending: Verðlaunað fyrir samfélagslega ábyrgð fyrirtækja Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veita viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021. Beint streymi verður frá athöfninni og umræðum hér á Vísi. Viðskipti innlent 8.6.2021 11:31 Mun stýra mannauðsmálum hjá Norðuráli Guðný Björg Hauksdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs Norðuráls. Viðskipti innlent 8.6.2021 09:32 Kristín tekur við af Signýju sem fjármálastjóri Sýnar Kristín Friðgeirsdóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri Sýnar hf. Hún tekur við af Signýju Magnúsdóttur sem snýr aftur til Deloitte og bætist í hóp hluthafa þess félags. Viðskipti innlent 8.6.2021 08:52 Fjöldi farþega milli landa tvöfaldast milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair í maí var rúmlega tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Félagið hefur aukið flugframboð sitt að undanförnu í takt við aukna eftirspurn eftir flugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem vísar til flutningatalna sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Viðskipti innlent 7.6.2021 18:36 Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. Viðskipti innlent 7.6.2021 15:06 Ráðin nýr fjármálastjóri Orkusölunnar Elísabet Ýr Sveinsdóttir hefur verið ráðin í starf fjármálastjóra Orkusölunnar. Viðskipti innlent 7.6.2021 12:51 Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. Viðskipti erlent 7.6.2021 11:40 Lúxushárvörur úr smiðju fullkomnunarsinna Vísir mælir með lúxushárvörunum frá Antonio Axu. Samstarf 7.6.2021 09:29 Hlutafjárútboð hafið og markaðsvirði Íslandsbanka áætlað 150 milljarðar króna Bankasýsla ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Íslandsbanki hf., hafa birt lýsingu og tilkynnt stærð fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í bankanum og leiðbeinandi verðbil þess. Selja á rúmlega 636 milljón hluti en útboðshlutirnir, og valréttarhlutirnir, nema að hámarki 35 prósentum af heildarhlutafé bankans. Viðskipti innlent 7.6.2021 09:07 Efast um að sögulegt skattasamkomulag nái til Amazon Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að netsölurisinn Amazon muni komast hjá því að greiða umtalsvert hærri skatta á helstu viðskipasvæðum sínum ef sögulegt samkomulag leiðtoga G7-ríkjanna stendur óbreytt. Viðskipti erlent 7.6.2021 07:57 „Einn takki til að sjá rétt laun” „Það er hrein snilld að geta skráð vinnustundir í ókeypis appi og geta séð raunstöðu launa sína hvenær sem er á virku launatímabili með einum smelli,“ segir Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri UX Design um nýja útgáfu af Curio App og reiknivél launa á netinu sem tekur mið af þeim kjarasamningum sem í gildi eru. Atvinnulíf 7.6.2021 07:00 Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. Viðskipti innlent 5.6.2021 20:00 Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. Atvinnulíf 5.6.2021 10:01 Styrkja ekki þingmenn sem studdu árásina á þinghúsið Bandaríska fjármálafyrirtækið JPMorgan hefur ákveðið að gefa ekki fé í kosningasjóði repúblikana sem studdu árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Fyrirtækið ætlar hins vegar að byrja að styrkja stjórnmálamenn aftur eftir stutt hlé. Viðskipti erlent 4.6.2021 16:30 « ‹ 251 252 253 254 255 256 257 258 259 … 334 ›
Starfsfólk, hluthafar, fjölmiðlar og fleiri eiga að geta nýtt skýrslurnar „Þó samfélagsskýrslur þurfi að vera nokkuð ítarlegar, rökstuddar og byggðar á vísindalegum grunni má það ekki taka lesandann of langan tíma að fá skýra heildarmynd,“ segir Tómas Möller, formaður dómnefndar um val á Samfélagsskýrslu ársins 2021. Atvinnulíf 10.6.2021 07:00
Annar bjór innkallaður sem getur bólgnað út og sprungið ÁTVR hefur innkallað vöruna Benchwarmers Citra Smash, sem er bjór í 330 ml áldós, þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Neytendur 9.6.2021 14:46
Uppfærsla hjá viðskiptavini Fastly olli nethruninu Hugbúnaðarvillu hefur verið kennt um að netverjum tókst ekki að komast inn á margar af stærstu vefsíðum heims í rúman klukkutíma í gærmorgun. Viðskipti erlent 9.6.2021 14:05
Sístækkandi hlutur streymis bæði jákvæður og neikvæður Heildarverðmæti tónlistarsölu á Íslandi í fyrra var það mesta frá upphafi skráningar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Félags hljómplötuframleiðenda. Viðskipti innlent 9.6.2021 12:01
Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. Viðskipti erlent 9.6.2021 11:42
Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður fyrir að bera ljúgvitni Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílarisans Volkswagen, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni þegar hann mætti fyrir nefnd þýska þingsins í tengslum við útblásturshneyksli fyrirtækisins sem komst í hámæli árið 2015. Viðskipti erlent 9.6.2021 11:41
Íbúfen og Panodil í verslanir á Flúðum og Fáskrúðsfirði Samkaup hefur hafið sölu á lausasölulyfjum í þremur verslunum félagsins. Verslanirnar sem um ræðir eru Krambúðin á Flúðum og Laugarvatni, og Kjörbúðin á Fáskrúðsfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum. Viðskipti innlent 9.6.2021 10:38
„Ekki kærkomin hvíld, en mætum nú öflugri til leiks“ Friðrik Rafnsson var kjörinn nýr formaður Leiðsagnar - Stéttarfélags leiðsögumanna á aðalfundi í gær. Friðrik hefur verið ritari félagsins síðasta árið og tekur við starfinu af Pétri Gauta Valgeirssyni. Viðskipti innlent 9.6.2021 10:26
ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. Viðskipti innlent 9.6.2021 10:26
Ráðinn yfirmaður talnagreiningar hjá Kviku Birgir Örn Arnarson hefur verið ráðinn yfirmaður talnagreiningar Kviku og hefur hann formlega störf í byrjun ágúst næstkomandi. Viðskipti 9.6.2021 10:18
Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. Viðskipti innlent 9.6.2021 09:01
Gagnaleki sýnir að ofurríkir borga lítinn sem engan skatt Ríkustu menn Bandaríkjanna borga flestir hverjir lítinn sem engan skatt af tekjum sínum. Þetta kemur fram í gögnum um skattgreiðslur þeirra sem hefur verið lekið til fréttamiðilsins ProPublica. Viðskipti erlent 9.6.2021 07:34
Samfélagsskýrsla ársins 2021: Aðkoma og eljusemi starfsfólks skiptir máli Í gær hlutu viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021 fyrirtækin BYKO og Landsvirkjun. Þetta er í fyrsta sinn sem tvö fyrirtæki hljóta verðlaunin en að þeim standa Viðskiptaráð Íslands, Stjórnvísi og FESTA. Atvinnulíf 9.6.2021 07:00
Streymið allsráðandi á íslenskum tónlistarmarkaði Um 91 prósent af þeim verðmætum sem skapast vegna einkaneyslu á hljóðritaðri tónlist koma frá streymi. Heildsala tónlistar hérlendis nam rúmum milljarði króna árið 2020 en um er að ræða stærsta árið frá upphafi að nafnvirði. Viðskipti innlent 9.6.2021 06:33
Systurnar loks lausar allra mála í Sjólaskipamálinu Systur sem kenndar hafa verið við útgerðina Sjólaskip voru á dögunum sýknaðar af ákæru um skattsvik. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. maí en hefur enn ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ríkissaksóknari ætlar ekki að áfrýja dómnum. Málaferlin hafa staðið yfir í áratug. Viðskipti innlent 9.6.2021 06:00
Ríkissaksóknari áfrýjar máli Sigur Rósar: „Mér þykir þetta orðið skammarlegt“ Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi héraðsdóms í máli fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Liðsmönnum sveitarinnar hefur verið birt áfrýjunarstefna. Viðskipti innlent 8.6.2021 15:43
Bein útsending: Verðlaunað fyrir samfélagslega ábyrgð fyrirtækja Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veita viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2021. Beint streymi verður frá athöfninni og umræðum hér á Vísi. Viðskipti innlent 8.6.2021 11:31
Mun stýra mannauðsmálum hjá Norðuráli Guðný Björg Hauksdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs Norðuráls. Viðskipti innlent 8.6.2021 09:32
Kristín tekur við af Signýju sem fjármálastjóri Sýnar Kristín Friðgeirsdóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri Sýnar hf. Hún tekur við af Signýju Magnúsdóttur sem snýr aftur til Deloitte og bætist í hóp hluthafa þess félags. Viðskipti innlent 8.6.2021 08:52
Fjöldi farþega milli landa tvöfaldast milli mánaða Fjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair í maí var rúmlega tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Félagið hefur aukið flugframboð sitt að undanförnu í takt við aukna eftirspurn eftir flugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem vísar til flutningatalna sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Viðskipti innlent 7.6.2021 18:36
Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. Viðskipti innlent 7.6.2021 15:06
Ráðin nýr fjármálastjóri Orkusölunnar Elísabet Ýr Sveinsdóttir hefur verið ráðin í starf fjármálastjóra Orkusölunnar. Viðskipti innlent 7.6.2021 12:51
Bezos ætlar upp í geim með bróður sínum Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hyggst ferðast upp í geim með bróður sínum í næsta mánuði. Með í för með Bezos-bræðrunum verður einhver þriðji maður, hæstbjóðandi í fyrirhuguðu uppboði. Viðskipti erlent 7.6.2021 11:40
Lúxushárvörur úr smiðju fullkomnunarsinna Vísir mælir með lúxushárvörunum frá Antonio Axu. Samstarf 7.6.2021 09:29
Hlutafjárútboð hafið og markaðsvirði Íslandsbanka áætlað 150 milljarðar króna Bankasýsla ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Íslandsbanki hf., hafa birt lýsingu og tilkynnt stærð fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í bankanum og leiðbeinandi verðbil þess. Selja á rúmlega 636 milljón hluti en útboðshlutirnir, og valréttarhlutirnir, nema að hámarki 35 prósentum af heildarhlutafé bankans. Viðskipti innlent 7.6.2021 09:07
Efast um að sögulegt skattasamkomulag nái til Amazon Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að netsölurisinn Amazon muni komast hjá því að greiða umtalsvert hærri skatta á helstu viðskipasvæðum sínum ef sögulegt samkomulag leiðtoga G7-ríkjanna stendur óbreytt. Viðskipti erlent 7.6.2021 07:57
„Einn takki til að sjá rétt laun” „Það er hrein snilld að geta skráð vinnustundir í ókeypis appi og geta séð raunstöðu launa sína hvenær sem er á virku launatímabili með einum smelli,“ segir Baldvin Baldvinsson framkvæmdastjóri UX Design um nýja útgáfu af Curio App og reiknivél launa á netinu sem tekur mið af þeim kjarasamningum sem í gildi eru. Atvinnulíf 7.6.2021 07:00
Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. Viðskipti innlent 5.6.2021 20:00
Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. Atvinnulíf 5.6.2021 10:01
Styrkja ekki þingmenn sem studdu árásina á þinghúsið Bandaríska fjármálafyrirtækið JPMorgan hefur ákveðið að gefa ekki fé í kosningasjóði repúblikana sem studdu árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Fyrirtækið ætlar hins vegar að byrja að styrkja stjórnmálamenn aftur eftir stutt hlé. Viðskipti erlent 4.6.2021 16:30