Viðskipti

Eitraðir stjórnunarhættir vinnustaða

Síðustu árin höfum við heyrt mikið um það hvernig vinnustaðir hafa innleitt stefnur og verklag til að sporna við hegðun eins og áreitni á vinnustöðum, einelti og fleira. Eins fjölgar þeim vinnustöðum í sífellu sem sýnilega eru að leggja markvissa áherslu á heilsu og líðan starfsfólks.

Atvinnulíf

Musk veltir Bitcoin aftur af stað

Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf.

Viðskipti erlent

Bylting í bæjarsnattið. Citroën AMI rafsnatti

Brimborg kynnti á föstudag rafsnattann Citroën AMI sem er hugsaður til snatts innan borga og bæja og smellpassar við aðra ferðakosti. Citroën AMI er tveggja manna, fjórhjóla, rafdrifinn, yfirbyggður rafsnatti með 75 km rafmagnsdrægni og 45 km hámarkshraða.

Viðskipti

Tvær duglegar þjóðir með sama húmor og vinna vel saman

„Við getum í rauninni ekki alveg skýrt það út hvers vegna Íslendingar og Króatar eiga svona auðvelt með að vinna saman. Mögulega er skýringin sú að við erum tvær litlar þjóðir sem höfum þurft að leggja hart að okkur og vera hugrökk og frumleg í því að móta okkar sérstöðu í stórum heimi,“ segir Vlatka Sipos, ein af fjórum stofnendum króatíska fyrirtækisins Resonate, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur unnið fyrir fjölmörg íslensk nýsköpunarfyrirtæki. „Kannski er skýringin bara sú að báðar þjóðirnar eru með svo frábæran húmor,“ segir Vlatka hlæjandi og bætir við: „Reyndar stundum svolítið kaldhæðinn húmor!“

Atvinnulíf

Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram.

Atvinnulíf

Sekta BPO Inn­heimtu vegna „um­fangs­mikilla og al­var­legra“ brota á smá­lána­markaði

Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO Innheimtu um 1,5 milljón króna fyrir „umfangsmikil“ og „alvarleg“ brot á markaði. Starfshættir fyrirtækisins varðandi kröfur í heimabanka eru sagðir hafa verið villandi gagnvart neytendum og brotið í bága við góða og réttmæta viðskiptahætti, en kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra.

Neytendur

Að forðast mistök á ZOOM fundum

Það er ekki bara fjarvinna sem er komin til að vera. Fjarfundir eru það líka. Að vera á fjarfundum á ZOOM, Teams, Messenger eða annars staðar er eitthvað sem við þurfum öll að þjálfa okkur í að standa rétt að.

Atvinnulíf