Viðskipti

Gerir ó­þægi­legt sam­tal auð­veldara

Ný launavakt, Rúna, gefur fyrirtækjum færi á að fá upplýsingar um laun starfsmanna mánaðarlega. Lausnin er hönnuð hjá Origo og er ætlað að auka gagnsæi í launum. Lausnin hefur verið í þróun í tvö ár og var opnuð fyrirtækjum síðasta föstudag.

Viðskipti innlent

Þessir sprotar taka þátt í Startup SuperN­ova í ár

Búið er að kynna þau tíu sprotaverkefni sem taka þátt í viðskiptahraðalnum Startup SuperNova í ár. Sérstakur fjárfestadagur hraðalsins fór fram í Grósku á dögunum þar sem frumkvöðlar, fjárfestar, sprotar og fleiri komu saman til að hlýða á fulltrúa sprotanna tíu kynna viðskiptalausnir sínar fyrir framan pallborð skipað fjárfestum og öðrum frumkvöðlum.

Viðskipti innlent

Skiltið skuli fjar­lægt

Umdeilt auglýsingaskilti á útvegg bílskúrs á Digranesvegi í Kópavogi skal fjarlægt. Ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar um það stendur óhögguð, að því er fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin hafnaði kröfu eigenda að Digranesvegi 81 um að fella ákvörðunina úr gildi.

Viðskipti innlent

„En það hefur líka margt fal­legt komið út úr þessu“

„Það er allt upp á borðum. Við ræðum allt. Og auðvitað hafa þetta verið krefjandi tímar, ekki síst fyrir starfsfólkið ,“ segir Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og öryggis hjá Bláa Lóninu um tímabilið síðan rýmingin var í Grindavík þann 10.nóvember árið 2023.

Atvinnulíf

Efla fjár­málin með Elfu

Elfa Björg Aradóttir hefur verið ráðin í stöðu fjármálastjóra hjá Borealis Data Center, sem rekur gagnaver á þremur stöðum hér á landi og í Kajaani í Norður-Finnlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent

Spennandi tæki­færi í Mos­fells­bæ

Mos­fells­bær aug­lýs­ir eft­ir rekstr­ar­- og sam­starfs­að­il­um í tengslum við byggingu nýrrar þjón­ustu- og að­komu­bygg­ingar sem verður byggð við íþróttamið­stöð­ina að Varmá.

Samstarf

Ekkert á­fengi á sunnu­dögum og seint á kvöldin

Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum.

Viðskipti innlent

Upp­sagnir hjá ÁTVR

Sjö starfsmönnum á skrifstofu ÁTVR var sagt upp í gær. Staða verslunarstjóra í tveimur Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð niður og þá hefur verið ráðist í fleiri aðgerðir til að bregðast við kröfum um hagræðingu í rekstri. Stöður aðstoðarverslunarstjóra hafa sömuleiðis verið lagðar niður í nokkrum verslunum.

Viðskipti innlent