Viðskipti innlent

Ást­hildur nýr stjórnar­for­maður Empower

Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá nýsköpunarfyrirtækinu Empower. Hún tekur við stjórnarformennsku sem fulltrúi Frumtaks Ventures sem leiddi 300 milljóna króna fjármögnun í Empower til að byggja upp hugbúnaðarlausnina, Empower Now.

Viðskipti innlent

Edda til Akta

Edda Guðrún Sverrisdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur og regluvörður Akta sjóða. Edda kemur til Akta frá Kviku banka. 

Viðskipti innlent

Sjö ný til Stefnis

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir hefur ráðið til sín sjö nýja starfsmenn sem munu starfa í nýju teymi sem ber heitið Greining, sala og samskipti. Framkvæmdastjórinn segir ánægjulegt að fá þennan liðsauka til sín. 

Viðskipti innlent

Fjórir hug­búnaðar­sér­fræðingar til Empower

Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir.

Viðskipti innlent

Alltof stór orð notuð og hafa verði í huga hver láti þau falla

Fjármálaráðherra segir mikilvægt að halda því til haga að þeir sem hafi gagnrýnt fyrirhuguð skipti á ÍL-sjóðinum séu aðeins þeir sem hafi beina hagsmuni í málinu - lífeyrissjóðirnir. Stór orð þeirra um greiðslufall ríkissjóðs og laskað lánstraust minnir hann á umræðuna í uppgjörinu við föllnu bankana.

Viðskipti innlent

„Ætlum við að vera fiskur dagsins?“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að eldisafurðir séu að taka yfir neytendamarkað á fiski. Skilaboðin frá erlendum verslunarkeðjum séu að fyrirsjáanleiki og tryggt aðgengi skipti öllu máli. Varaði hann við því að ef íslenskur sjávarútvegur gæti ekki tryggt vörur 365 daga ársins yrði þorskurinn að fiski dagsins í erlendum verslunarkeðjum.

Viðskipti innlent