Viðskipti innlent

Keyptu sögu­frægt hús á 800 milljónir

Félagið Laug ehf. í eigu Kristjáns Magnasonar og Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar hefur keypt Háteigsveg 1 sem um árabil hýsti Apótek Austurbæjar. Hótelrekstur hefur verið í húsinu undanfarin ár og verður áfram undir heitinu 105-Townhouse Hotel. 

Viðskipti innlent

Guð­björg kaupir þrjú fyrir­tæki

Guðbjörg Magnea Matthíasdóttir útgerðarkona í Eyjum hefur keypt fyrirtækin Expert, Expert kæling og GS Import í gegnum félag sitt Fastus ehf sem sérhæfir sig í heildsöluverslun. Hið sameinaða fyrirtæki ber heitið Fastus ehf., en starfsemi þess skiptist nú í tvö meginsvið; Fastus heilsu og Expert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fastus.

Viðskipti innlent

Bláa lónið vel sótt um helgina

Bláa lónið var vel sótt um helgina að sögn framkvæmdastjóra Bláa lónsins. Lónið var opnað að nýju á laugardag eftir að hafa verið lokað í flýti sunnudaginn helgina áður þegar gaus í Grindavík.

Viðskipti innlent

Skattur af rúmum milljarði króna heyrir sögunni til

Elkem Ísland ehf. þarf ekki að greiða íslenska ríkinu skatt af rúmlega milljarði króna. Landsréttur staðfesti í dag niðurfellingu héraðsdóms á úrskurði ríkisskattstjóra. Með úrskurðinum var fjárhæð frádráttarbærra gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem lækkuð um ríflega átta hundruð milljónir og 25 prósent álagi bætt við.

Viðskipti innlent

Öl­gerðin breytir slag­orðinu fyrir Kristal

Ölgerðin hefur breytt slagorði sínu fyrir sódavatnsdrykkinn Kristal. Breytingin er hluti af sýnilegum breytingum út á við í framhaldi af vottun Samtakanna 78 á Ölgerðinni sem hinseginvænum vinnustað, fyrst íslenskra fyrirtækja. Breytingin er lítil en táknræn.  Upphafið að mun lengri og betri vegferð okkar allra segir forstjórinn.

Viðskipti innlent

Halla lítur í kringum sig

Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum, segir tíma til kominn að vera raunsæ og hugsa um sjálfan sig. Hún leitar að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár.

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Ánægjuvogin af­hent

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða birtar í dag. Þetta er í tuttugasta og fimmta skipti sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni verða birtar niðurstöður fyrir fjórtán atvinnugreinar og hafa þær sjaldan verið fleiri.

Viðskipti innlent

Falið að bæta verð­lags­eftir­lit og staf­ræna þjónustu

Albert Þór Kristjánsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns í upplýsingatækni og stafrænni þróun á fjármála- og rekstrarsviði og Rakel Másdóttir hefur tekið við stöðu verðstýringar- og verkefnastjóra á verslunar- og mannauðssviði hjá Samkaupum. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent