Viðskipti erlent Skortur á gasi í Evrópulöndum innan nokkurra tíma Búið er að skrúfa fyrir gasleiðslur frá Rússlandi á landamærum Rúmeníu og þýðir það að gasskortur verður í Búlgaríu, Grikklandi, Tyrklandi og Makedóníu innan nokkura tíma. Viðskipti erlent 6.1.2009 09:53 Mikið verðfall á húsnæði í Bretlandi Verð á húsnæði í Bretlandi lækkaði að meðaltali um 15,9 prósent á nýliðnu ári, samkvæmt upplýsingum breska fasteignalánaveitandans Nationwide. Viðskipti erlent 6.1.2009 09:47 Gjaldþrot Sterling með því stærsta í Danmörku Gjaldþrot Sterling flugfélagsins í Danmörku stefnir í að verða eitt það stærsta í Danmörku á síðustu árum. Kröfur í þrotabúið nema nú 870 milljónum danskra kr. eða hátt í 20 milljörðum kr. og fer kröfunum enn fjölgandi. Viðskipti erlent 6.1.2009 09:12 Japönsk hátæknifyrirtæki rjúka upp Um helmingur asískra hlutabréfavísitalna sýndi hækkun í morgun, þó ekki alltaf mikla. Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um tæplega hálft prósentustig en hátæknifyrirtæki eiga mestu hækkanir dagsins, til að mynda hækkuðu bréf Samsung-fyrirtækisins um tæplega 4,5 prósentustig. Viðskipti erlent 6.1.2009 07:37 Olíverð hækkar áfram Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og er nú komið upp í 48 dollara á tunnuna. Það er hækkun um hátt í tíu dollara á skömmum tíma. Ástæðan er meðal annars sögð óróinn í Mið-Austurlöndum og ótryggt ástand í Nígeríu, þar sem uppreisnarmenn sprengdu upp olíuleiðslu um helgina. Viðskipti erlent 6.1.2009 07:19 Ætla að tryggja innistæður Kaupþings í Luxemborg Didier Reynders fjármálaráðherra Belgíu mun leggja til á morgun að stofnaður verði sjóður sem tryggi innistæður á reikningum Kaupþings í Luxemborg. Viðskipti erlent 5.1.2009 15:02 Mrs Moneypenny vongóð um innstæðu sína hjá Kaupþingi Mrs Moneypenny, ein af þekktari dálkahöfundum Financial Times er vongóð um að fá borgaða innistæðu sem hún brann inni með hjá Singer & Friedlander bankanum í London þegar Kaupþing varð gjaldþrota í haust. Viðskipti erlent 5.1.2009 13:37 Kaupþingsmaður í stjórastöðu hjá Carlsberg Bruggverksmiðjurnar Carlsberg í Danmörku hafa ráðið Peter Kondrup í stöðu forstjóra yfir samskiptasviði fjárfesta hjá verksmiðjunum. Kondrup er fyrrum yfirmaður í greiningardeild Kaupþings í Danmörku. Viðskipti erlent 5.1.2009 12:56 Reikna með að olíuverðið fari í 70 dollara fyrir áramótin Mikill meirihluti markaðssérfræðinga í olíusölu reiknar með að heimsmarkaðsverð á olíu fari í 70 dollara á tunnuna á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í umfjöllun um þróun olíuverð á Bloomberg-fréttaveitunni. Viðskipti erlent 5.1.2009 10:21 Hlutabréf í Carnegie hafa fimmfaldast í verði Hlutabréf í sænska bankanum Carnegie fimmfölduðust í verði yfir áramótin. Við lok markaðarins á föstudag voru hlutirnir seldir á 1,25 kr. sænskar en fyrir áramót er HQ Direct hóf viðskipti með hlutina utanmarkaðar þann 29. desember var verð þeirra 25 aurar sænskir. Viðskipti erlent 5.1.2009 09:53 Verslunarkeðja í eigu Milestone á barmi gjaldþrots Breska verslunarkeðjan Blooming Marvellous rambar nú á barmi gjaldþrots en keðjan er að stórum hluta í eigu Milestone í gegnum fjárfestignarsjóðinn Kcaj. Viðskipti erlent 5.1.2009 08:57 Rætt við Philip Green og Alchemy um kaup á Mosaic Fashion Derek Lovelock forstjóri Mosaic Fashion hefur átt viðræður við bæði fjárfestingarfélagið Alchemy og breska auðjöfurinn sir Philip Green um sölu á Mosaic Fashion. Þetta kemur fram í frétt á Reuters í dag. Viðskipti erlent 5.1.2009 08:41 Asíubréf á uppleið áttunda daginn í röð Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í morgun, áttunda daginn í röð og er þar með um lengstu samfelldu hækkun bréfa þar í álfu að ræða síðan árið 2004. Viðskipti erlent 5.1.2009 08:20 Segja lausafé Mosaic vera að þurrkast upp Mosaic sem meðal annars rekur verslanir Karen Millen, Oasis og Principles hefur hafið viðræður við lánadrottna félagsins. Það er The Sunday Times sem segir frá þessu í dag. Viðskipti erlent 4.1.2009 19:48 Rafmagnsbíll Mitsubishi á íslenskum þjóðvegum Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi ætlar að gera íslendingum kleift að keyra MiEV rafmagnsbílinn sinn fyrstir allra í komandi framtíð. Þannig ætlar bílaframleiðandinn að hjálpa íslendingum að ná takmarki sínu um að vera lausir við jarðefnaeldsneyti árið 2050. Viðskipti erlent 4.1.2009 13:01 Bresk stjórnvöld kynna aðgerðaráætlun á vinnumarkaði Bresk stjórnvöld hyggjast nota 10 milljarða punda á þessu ári til að efla atvinnulífið í landinu. Þetta kom fram í máli Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC Viðskipti erlent 4.1.2009 12:01 Forbes segir eignir Björgólfs engar Björgólfur Guðmundsson situr í fjórða sæti á lista Forbes viðskiptatímaritsins yfir þá sem tapað hafa mest á árinu. Eignir hans voru metnar á 1,1 milljarð badaríkjadala í mars á síðasta ári en eignir hans nú eru sagðar núll. Viðskipti erlent 3.1.2009 19:12 Þurfa að leita nýrra leiða til að bjarga fjármálamörkuðum Bresk stjórnvöld verða væntanlega að grípa til nýrra aðgerða til að koma þarlendum fjármálamörkuðum til bjargar. Þrátt fyrir margra milljarða punda innspýtingu á síðasta ári hafa breskir bankar haldið áfram að draga úr útlánum. Viðskipti erlent 3.1.2009 12:32 Markaðir í Evrópu byrja vel á nýju ári Evrópsk hlutabréf hækkuðu víðast hvar í verði á fyrsta viðskiptadegi ársins. FTSEurofirst 300 vísitalan sem nær yfir alla Evrópu hækkaði um 2,6 prósent í dag en hún hafði fallið um heil 44 prósent árið 2008. Helsta skýring þessa er hækkandi verð á fyrirtækjum í orkugeiranum og félög á borð við BP, Shell og Total fóru upp um 4,2 og 5,1. Viðskipti erlent 2.1.2009 16:59 400 gætu misst vinnuna hjá Bakkavör Bakkavör hefur uppi áform um að endurskipuleggja rekstur sinn í Lincolnshire á Englandi þar sem félagið rekur þrjú matvælaframleiðslufyrirtæki. Um 400 manns gætu misst vinnuna að því er segir í frétt BBC um málið. Viðskipti erlent 2.1.2009 16:46 Icelandair sló SAS við í dönsku ríkisútboði Icelandair sló SAS við í útboði danska fjármálaráðuneytisins á flugi á vegum danska ríkisins. Á flugleiðinni Kaupmannahöfn til New York var Icelandair með hagstæðasta tilboðið fyrir danska ríkið. Viðskipti erlent 2.1.2009 10:32 Bréf hækkuðu í Asíu fyrsta viðskiptadag ársins Hlutabréf hækkuðu í verði víðast hvar í Asíu í morgun og urðu mestu hækkanirnar hjá fjarskiptafyrirtækjum. Viðskipti erlent 2.1.2009 08:20 Tchenguiz tapaði 120 milljörðum á hruni bankanna Auðkýfingurinn Robert Tchenguiz, sem er stjórnarmaður í Exista, tapaði gífurlegum upphæðum á hruni íslenska bankakerfisins eða rúmlega 120 milljörðum kr. Þetta kemur fram í yfirliti breska blaðsins The Times um þá bresku auðmenn sem tapað hafa mestu á fjármálakreppunni þar í landi. Viðskipti erlent 2.1.2009 07:14 West Ham í greiðslustöðvun ef það selst ekki Fari svo að Björgólfi Guðmundssyni takist ekki að selja West Ham fótboltaliðið fyrir sjötta mars næstkomandi eru allar líkur á að liðið verði sett í greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Guardian í dag. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir liðið. Viðskipti erlent 2.1.2009 07:08 Hráolíuverð rauk upp á Gamlársdag Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúm fjórtán prósent á bandarískum fjármálamörkuðum í gær, Gamlársdag. Rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom á nokkurn þátt í þróun mála en verðið rauk upp eftir að það skrúfaði fyrir gasleiðslur til Úkraínu. Hætt er við að það geti valdið gasskorti í Evrópu. Viðskipti erlent 1.1.2009 16:15 Slóvakar taka upp evru Slóvakar tóku upp evru í dag og varð landið þar með sextánda aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins. Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, var einn af fyrstu landsmanna til að meðhöndla nýja gjaldmiðilinn þegar hann tók hundrað evrur út úr hraðbanka í þinghúsinu. Viðskipti erlent 1.1.2009 14:26 Mesta hrun síðan í kreppunni miklu Öfgakennt hrun markaða á þessu ári endurspeglast glöggt í yfirliti yfir árssveiflu markaðsvísitölu Standard og Poor‘s í Bandaríkjunum, en þar eru til óslitin markaðsgögn allt frá árinu 1825. Viðskipti erlent 31.12.2008 00:01 Vangaveltur um að Magasin komist í eigu íslenska ríkisins Viðskiptablaðið Börsen skrifar í dag frétt þar sem því er velt upp hvort að flaggskskip danska verslunargeirans, Magasin du Nord og Illum, komist bráðlega í eigu íslenska ríkisins. Viðskipti erlent 30.12.2008 09:50 Rýrnun hlutabréfa á árinu 30.000 milljarðar dollara Hlutabréf hækkuðu á Asíumörkuðum í morgun í kjölfar væntinga um að ríkisstjórnir heimsins muni grípa til aðgerða til bjargar efnahagslífinu á nýju ári. Viðskipti erlent 30.12.2008 08:08 Debenhams í Bretlandi berst í bökkum Verslunarkeðjan Debenhams á Bretlandseyjum, sem er að hluta til í eigu Baugs, á nú í töluverðum erfiðleikum vegna fjárhagsstöðu sinnar. Fjallað er um málið í Financial Times í dag og þar segir að keðjan verði að útvega sér nýtt fjármagn til að létta á skuldastöðu sinni. Viðskipti erlent 30.12.2008 07:19 « ‹ 330 331 332 333 334 ›
Skortur á gasi í Evrópulöndum innan nokkurra tíma Búið er að skrúfa fyrir gasleiðslur frá Rússlandi á landamærum Rúmeníu og þýðir það að gasskortur verður í Búlgaríu, Grikklandi, Tyrklandi og Makedóníu innan nokkura tíma. Viðskipti erlent 6.1.2009 09:53
Mikið verðfall á húsnæði í Bretlandi Verð á húsnæði í Bretlandi lækkaði að meðaltali um 15,9 prósent á nýliðnu ári, samkvæmt upplýsingum breska fasteignalánaveitandans Nationwide. Viðskipti erlent 6.1.2009 09:47
Gjaldþrot Sterling með því stærsta í Danmörku Gjaldþrot Sterling flugfélagsins í Danmörku stefnir í að verða eitt það stærsta í Danmörku á síðustu árum. Kröfur í þrotabúið nema nú 870 milljónum danskra kr. eða hátt í 20 milljörðum kr. og fer kröfunum enn fjölgandi. Viðskipti erlent 6.1.2009 09:12
Japönsk hátæknifyrirtæki rjúka upp Um helmingur asískra hlutabréfavísitalna sýndi hækkun í morgun, þó ekki alltaf mikla. Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði um tæplega hálft prósentustig en hátæknifyrirtæki eiga mestu hækkanir dagsins, til að mynda hækkuðu bréf Samsung-fyrirtækisins um tæplega 4,5 prósentustig. Viðskipti erlent 6.1.2009 07:37
Olíverð hækkar áfram Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og er nú komið upp í 48 dollara á tunnuna. Það er hækkun um hátt í tíu dollara á skömmum tíma. Ástæðan er meðal annars sögð óróinn í Mið-Austurlöndum og ótryggt ástand í Nígeríu, þar sem uppreisnarmenn sprengdu upp olíuleiðslu um helgina. Viðskipti erlent 6.1.2009 07:19
Ætla að tryggja innistæður Kaupþings í Luxemborg Didier Reynders fjármálaráðherra Belgíu mun leggja til á morgun að stofnaður verði sjóður sem tryggi innistæður á reikningum Kaupþings í Luxemborg. Viðskipti erlent 5.1.2009 15:02
Mrs Moneypenny vongóð um innstæðu sína hjá Kaupþingi Mrs Moneypenny, ein af þekktari dálkahöfundum Financial Times er vongóð um að fá borgaða innistæðu sem hún brann inni með hjá Singer & Friedlander bankanum í London þegar Kaupþing varð gjaldþrota í haust. Viðskipti erlent 5.1.2009 13:37
Kaupþingsmaður í stjórastöðu hjá Carlsberg Bruggverksmiðjurnar Carlsberg í Danmörku hafa ráðið Peter Kondrup í stöðu forstjóra yfir samskiptasviði fjárfesta hjá verksmiðjunum. Kondrup er fyrrum yfirmaður í greiningardeild Kaupþings í Danmörku. Viðskipti erlent 5.1.2009 12:56
Reikna með að olíuverðið fari í 70 dollara fyrir áramótin Mikill meirihluti markaðssérfræðinga í olíusölu reiknar með að heimsmarkaðsverð á olíu fari í 70 dollara á tunnuna á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í umfjöllun um þróun olíuverð á Bloomberg-fréttaveitunni. Viðskipti erlent 5.1.2009 10:21
Hlutabréf í Carnegie hafa fimmfaldast í verði Hlutabréf í sænska bankanum Carnegie fimmfölduðust í verði yfir áramótin. Við lok markaðarins á föstudag voru hlutirnir seldir á 1,25 kr. sænskar en fyrir áramót er HQ Direct hóf viðskipti með hlutina utanmarkaðar þann 29. desember var verð þeirra 25 aurar sænskir. Viðskipti erlent 5.1.2009 09:53
Verslunarkeðja í eigu Milestone á barmi gjaldþrots Breska verslunarkeðjan Blooming Marvellous rambar nú á barmi gjaldþrots en keðjan er að stórum hluta í eigu Milestone í gegnum fjárfestignarsjóðinn Kcaj. Viðskipti erlent 5.1.2009 08:57
Rætt við Philip Green og Alchemy um kaup á Mosaic Fashion Derek Lovelock forstjóri Mosaic Fashion hefur átt viðræður við bæði fjárfestingarfélagið Alchemy og breska auðjöfurinn sir Philip Green um sölu á Mosaic Fashion. Þetta kemur fram í frétt á Reuters í dag. Viðskipti erlent 5.1.2009 08:41
Asíubréf á uppleið áttunda daginn í röð Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í morgun, áttunda daginn í röð og er þar með um lengstu samfelldu hækkun bréfa þar í álfu að ræða síðan árið 2004. Viðskipti erlent 5.1.2009 08:20
Segja lausafé Mosaic vera að þurrkast upp Mosaic sem meðal annars rekur verslanir Karen Millen, Oasis og Principles hefur hafið viðræður við lánadrottna félagsins. Það er The Sunday Times sem segir frá þessu í dag. Viðskipti erlent 4.1.2009 19:48
Rafmagnsbíll Mitsubishi á íslenskum þjóðvegum Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi ætlar að gera íslendingum kleift að keyra MiEV rafmagnsbílinn sinn fyrstir allra í komandi framtíð. Þannig ætlar bílaframleiðandinn að hjálpa íslendingum að ná takmarki sínu um að vera lausir við jarðefnaeldsneyti árið 2050. Viðskipti erlent 4.1.2009 13:01
Bresk stjórnvöld kynna aðgerðaráætlun á vinnumarkaði Bresk stjórnvöld hyggjast nota 10 milljarða punda á þessu ári til að efla atvinnulífið í landinu. Þetta kom fram í máli Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC Viðskipti erlent 4.1.2009 12:01
Forbes segir eignir Björgólfs engar Björgólfur Guðmundsson situr í fjórða sæti á lista Forbes viðskiptatímaritsins yfir þá sem tapað hafa mest á árinu. Eignir hans voru metnar á 1,1 milljarð badaríkjadala í mars á síðasta ári en eignir hans nú eru sagðar núll. Viðskipti erlent 3.1.2009 19:12
Þurfa að leita nýrra leiða til að bjarga fjármálamörkuðum Bresk stjórnvöld verða væntanlega að grípa til nýrra aðgerða til að koma þarlendum fjármálamörkuðum til bjargar. Þrátt fyrir margra milljarða punda innspýtingu á síðasta ári hafa breskir bankar haldið áfram að draga úr útlánum. Viðskipti erlent 3.1.2009 12:32
Markaðir í Evrópu byrja vel á nýju ári Evrópsk hlutabréf hækkuðu víðast hvar í verði á fyrsta viðskiptadegi ársins. FTSEurofirst 300 vísitalan sem nær yfir alla Evrópu hækkaði um 2,6 prósent í dag en hún hafði fallið um heil 44 prósent árið 2008. Helsta skýring þessa er hækkandi verð á fyrirtækjum í orkugeiranum og félög á borð við BP, Shell og Total fóru upp um 4,2 og 5,1. Viðskipti erlent 2.1.2009 16:59
400 gætu misst vinnuna hjá Bakkavör Bakkavör hefur uppi áform um að endurskipuleggja rekstur sinn í Lincolnshire á Englandi þar sem félagið rekur þrjú matvælaframleiðslufyrirtæki. Um 400 manns gætu misst vinnuna að því er segir í frétt BBC um málið. Viðskipti erlent 2.1.2009 16:46
Icelandair sló SAS við í dönsku ríkisútboði Icelandair sló SAS við í útboði danska fjármálaráðuneytisins á flugi á vegum danska ríkisins. Á flugleiðinni Kaupmannahöfn til New York var Icelandair með hagstæðasta tilboðið fyrir danska ríkið. Viðskipti erlent 2.1.2009 10:32
Bréf hækkuðu í Asíu fyrsta viðskiptadag ársins Hlutabréf hækkuðu í verði víðast hvar í Asíu í morgun og urðu mestu hækkanirnar hjá fjarskiptafyrirtækjum. Viðskipti erlent 2.1.2009 08:20
Tchenguiz tapaði 120 milljörðum á hruni bankanna Auðkýfingurinn Robert Tchenguiz, sem er stjórnarmaður í Exista, tapaði gífurlegum upphæðum á hruni íslenska bankakerfisins eða rúmlega 120 milljörðum kr. Þetta kemur fram í yfirliti breska blaðsins The Times um þá bresku auðmenn sem tapað hafa mestu á fjármálakreppunni þar í landi. Viðskipti erlent 2.1.2009 07:14
West Ham í greiðslustöðvun ef það selst ekki Fari svo að Björgólfi Guðmundssyni takist ekki að selja West Ham fótboltaliðið fyrir sjötta mars næstkomandi eru allar líkur á að liðið verði sett í greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Guardian í dag. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir liðið. Viðskipti erlent 2.1.2009 07:08
Hráolíuverð rauk upp á Gamlársdag Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúm fjórtán prósent á bandarískum fjármálamörkuðum í gær, Gamlársdag. Rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom á nokkurn þátt í þróun mála en verðið rauk upp eftir að það skrúfaði fyrir gasleiðslur til Úkraínu. Hætt er við að það geti valdið gasskorti í Evrópu. Viðskipti erlent 1.1.2009 16:15
Slóvakar taka upp evru Slóvakar tóku upp evru í dag og varð landið þar með sextánda aðildarríki myntbandalags Evrópusambandsins. Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, var einn af fyrstu landsmanna til að meðhöndla nýja gjaldmiðilinn þegar hann tók hundrað evrur út úr hraðbanka í þinghúsinu. Viðskipti erlent 1.1.2009 14:26
Mesta hrun síðan í kreppunni miklu Öfgakennt hrun markaða á þessu ári endurspeglast glöggt í yfirliti yfir árssveiflu markaðsvísitölu Standard og Poor‘s í Bandaríkjunum, en þar eru til óslitin markaðsgögn allt frá árinu 1825. Viðskipti erlent 31.12.2008 00:01
Vangaveltur um að Magasin komist í eigu íslenska ríkisins Viðskiptablaðið Börsen skrifar í dag frétt þar sem því er velt upp hvort að flaggskskip danska verslunargeirans, Magasin du Nord og Illum, komist bráðlega í eigu íslenska ríkisins. Viðskipti erlent 30.12.2008 09:50
Rýrnun hlutabréfa á árinu 30.000 milljarðar dollara Hlutabréf hækkuðu á Asíumörkuðum í morgun í kjölfar væntinga um að ríkisstjórnir heimsins muni grípa til aðgerða til bjargar efnahagslífinu á nýju ári. Viðskipti erlent 30.12.2008 08:08
Debenhams í Bretlandi berst í bökkum Verslunarkeðjan Debenhams á Bretlandseyjum, sem er að hluta til í eigu Baugs, á nú í töluverðum erfiðleikum vegna fjárhagsstöðu sinnar. Fjallað er um málið í Financial Times í dag og þar segir að keðjan verði að útvega sér nýtt fjármagn til að létta á skuldastöðu sinni. Viðskipti erlent 30.12.2008 07:19