Viðskipti erlent

Super Bowl finnur fyrir fjármálakreppunni

Þegar Pittsburg Steelers og Arizona Cardianls skella saman á sunnudagsnótt í hinu bandaríska Super Bowl verður það í skugga fjármálakrerppunnar. Veisluhöldum í kringum Super Bowl hefur verið aflýst og í fyrsta sinn í sögunni hefur miðaverð á leikinn lækkað milli ára.

Viðskipti erlent

Hagnast á skortsölu

Bandaríski vogunarsjóðurinn Paulson & Co, hefur hagnast um 295 milljónir punda, jafnvirði 50 milljarða króna, með skortsölu á hlutabréfum í Royal Bank of Scotland frá í september í fyrra.

Viðskipti erlent

Ódýrara vodka nær einu gleðifréttirnar fyrir Rússa

Nær einu gleðifréttirnar fyrir Rússa í fjármálakreppunni sem þar geysar eins og annarsstaðar er að verð á vodka hefur verið lækkað töluvert í landinu. Áfengisyfirvöld hafa ákveðið að lækka skatt sinn á vodka um helming, eða úr 38 rúblum á líterinn og niður í 20 rúblur.

Viðskipti erlent

Vetrarhörkur vestanhafs hækka olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað hratt undanfarna daga eftir að að fór niður í 34 dollara á tunnuna í síðustu viku. Í morgun var verðið á markaðinum í New York komið í 46 dollara og er skýringin sú að miklar vetrarhörkur eru nú í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Hækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun með aukinni bjartsýni fjárfesta á að lánsfé verði aðgengilegra í heiminum í kjölfar aðgerða ýmissa ríkisstjórna til að glæða efnahagslífið.

Viðskipti erlent

Verð á gulli rýfur 900 dollara múrinn

Heimsmarkaðsverð á gulli er nú komið yfir 900 dollara á únsuna og hefur ekki verið hærra í tæpa fjóra mánuði. Fjárfestar hópast í verðbréf sem byggja á gullbirgðum auk þess sem mikil ásókn er í gullpeninga og gullstangir.

Viðskipti erlent

Lækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og hefur staða hlutabréfavísitalna þar ekki verið lægri við lok viðskiptadags í tæpa þrjá mánuði. Afkomuviðvörun frá vinnuvélaframleiðandanum Komatsu vó þungt í lækkunum dagsins en á meðan hækkuðu bréf nokkurra annarra framleiðslufyrirtækja, meðal annars í lyfjageiranum.

Viðskipti erlent

Hagvöxtur í heiminum 2009 minni en spáð var

Hagvöxtur í heiminum á þessu ári verður mun minni en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði í október, að hann yrði. Þá spáði hann 2,2 prósenta hagvexti en i nýrri spá spáir hann aðeins 1 til 1,5 prósenta hagvexti í ár. Það eru einkum Indland og Kína sem halda hagvextinum uppi en samdráttur er á Vesturlöndum.

Viðskipti erlent