Viðskipti erlent Lækkun á Asíumörkuðum í morgun Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og gætti þeirrar lækkunar mest hjá fjármála- og hátæknifyrirtækjum. Viðskipti erlent 2.2.2009 07:31 Rúm tíu prósent bandarískra bílaumboða gætu lokað Meira en tíundi hluti bandarískra bílaumboða gæti þurft að leggja niður alla starfsemi og loka dyrunum á þessu ári ef fer sem horfir. Þetta kom fram á ráðstefnu þarlendra bílasala sem nýlega var haldin í New Orleans. Viðskipti erlent 2.2.2009 07:25 Honda lokar verksmiðjum á Bretlandi Japanski bílaframleilðandinn Honda ætlar að loka verksmiðjum sínum á Bretlandi næstu fjóra mánuði vegna samdráttar í sölu. Verksmiðjunum í Swindon og Wiltshire verður lokað en áætlað er að opna þær aftur þann 1.júní. Starfsmenn verksmiðjanna sem eru 4200 fá full laun í tvo mánuði en einungist 60% launa sinna seinni tvo mánuðina. Viðskipti erlent 31.1.2009 10:53 Ísland tryggir innistæður Norðmanna í Kaupþingi Bjarne Borgersen formaður skilanefndar Kaupþings í Noregi segir í samtali við vegfsíðuna e24.no að allir þeir sem áttu fé inni á innlánsreikningum Kaupþings í Noregi muni fá innistæður sínar greiddar að fullu. Viðskipti erlent 30.1.2009 14:07 AGS íhugar útgáfu skuldabréfa í fyrsta sinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) íhuga nú skuldabréfaútgáfu í fyrsta sinn í sögu sinni. Eru hugmyndir þessar tilkomnar vegna mikillar ásóknar í aðstoð frá sjóðnum í þeirri fjármálakreppu sem nú ríkir. Viðskipti erlent 30.1.2009 13:44 Landsbókasafn Bretlands varðveitir vefinn indefence.is Landsbókasafn Bretlands - British Library - hefur ákveðið að varðveita vef indefence.is sem heimild um fjármálakreppuna fyrir fræðimenn framtíðar. Viðskipti erlent 30.1.2009 13:16 Blooming Marvellous orðin gjaldþrota Verslunarkeðjan Blooming Marvellous er gjaldþrota en keðjan sem verslar með föt og vörur fyrir sængurkonur og nýbura er í eigu Kcaj fjárfestingarfélagsins sem aftur er að mestu í eigu Milestone. Viðskipti erlent 30.1.2009 09:26 Kaupa írska verðbréfamiðlun Landsbankans á innan við hálfvirði Starfsmenn og stjórnendur Merrion Capital, verðbréfamiðlunar Landsbankans á Írlandi, hafa fest kaup á 84% af miðluninni. Verðið sem þeir borga fyrir miðlunina nemur rúmlega 39 milljón pundum, eða 6,4 milljörðum kr. sem er innan við hálfvirði þess sem Landsbankinn keypti miðlunina á árið 2005. Viðskipti erlent 30.1.2009 08:50 Lækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf á asískum mörkuðum lækkuðu í verði í morgun og lækkuðu bréf banka og hátæknifyrirtækja mest. Lækkunin kemur í kjölfar neikvæðra afkomuspáa margra stórfyrirtækja, til dæmis Toshiba og tölvuleikjaframleiðandans Nintendo en bréf þessara fyrirtækja lækkuðu um meira en 12 prósent. Viðskipti erlent 30.1.2009 07:31 Hneykslaður á ábyrgðarleysi bankamanna Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í kvöld að bónusar sem bankamenn á Wall Street borguðu sér síðasta ári væru svívirðilegir. Hann sagði að það væru skýr skilaboð frá stjórn sinni til þessara manna að þeir sýndu aðhald. Viðskipti erlent 29.1.2009 21:26 Hækkun á Asíumörkuðum Hækkun varð á hlutabréfum á asískum mörkuðum í morgun þegar vonir fjárfesta, um aðgerðir bandarískra stjórnvalda til bjargar þarlendum bönkum, styrktust. Nikkei-vísitalan í Tókýó hækkaði um tæpt prósent en þar á bæ munaði mestu um hækkun bréfa Mitsubishi UFJ-bankans, stærsta viðskiptabanka landsins, en þau hækkuðu um 4,6 prósent. Viðskipti erlent 29.1.2009 08:56 Bandarísk hlutabréf hækkuðu í dag Það var líf og fjör á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Vísitalan rauk upp vegna væntinga manna til áætlunar stjórnvalda sem eiga að losa bankana við lélegar fjárfestingar. Við lokun markaða kom í ljós að Nasdaq vísitalan hækkað um 3,5% og Dow Jones um 2,5%. Þetta er í samræmi við þær hækkanirnar sem hófust í síðustu viku. Viðskipti erlent 28.1.2009 22:01 Breska hagkerfið stendur verst allra þróaðra hagkerfa Breska hagkerfið stendur verst allra þróaðra hagkerfa að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland er ekki í hópnum, enda telst landið nýmarkaður. Viðskipti erlent 28.1.2009 18:47 Fimm lönd eiga hættu á íslenskum örlögum Vefsíðan foreignpolicy.com segir að fimm lönd í heiminum eigi nú á hættu að upplifa íslensk örlög, það er nær algert hrun efnahagslífsins. Þessi lönd eru Bretland, Lettland, Grikkland, Úkranía og Nigaragúa. Viðskipti erlent 28.1.2009 15:22 Segir FIH starfsmenn ekki í vandræðum með aðra vinnu Lars Johansen bankastjóri FIH bankans í Danmörku segir að þeir starfsmenn sem sagt var upp í dag muni ekki eiga í vandaræðum með að fá aðra vinnu. "Það er mikil eftirspurn eftir starfsmönnum bankans," segir Johansen í samtali við börsen.dk. Viðskipti erlent 28.1.2009 14:12 Innkallar 1,3 milljónir Yaris-bíla vegna hugsanlegra galla Toyota hefur ákveðið að innkalla 1,3 milljónir Yaris-bíla vegna hugsanlegra galla í þeim hvað varðar öryggisbeltafestingar og stýrisstangir. Viðskipti erlent 28.1.2009 11:11 Belgíski bankinn KBC tapaði 32 milljörðum kr. á Íslandi Belgíski bankinn og tryggingarfélagið KBC tapaði 200 milljónum evra, eða tæplega 32 milljörðum kr. á íslensku bönkunum í fyrra. Viðskipti erlent 28.1.2009 10:47 Super Bowl finnur fyrir fjármálakreppunni Þegar Pittsburg Steelers og Arizona Cardianls skella saman á sunnudagsnótt í hinu bandaríska Super Bowl verður það í skugga fjármálakrerppunnar. Veisluhöldum í kringum Super Bowl hefur verið aflýst og í fyrsta sinn í sögunni hefur miðaverð á leikinn lækkað milli ára. Viðskipti erlent 28.1.2009 10:06 Noregskóngur fær efnahagsaðstoð í fjármálakreppunni Haraldur Noregskóngur og fjölskylda hans fær sinn hlut í efnahagsaðstoð norskra stjórnvalda til handa atvinnu- og fjármálalífi landsins. Alls fara 27 milljónir norskra kr. eða rúmlega 460 milljónir kr. til konungsfjölskyldunnar, í þeim pakka sem norska stjórnin hefur kynnt. Viðskipti erlent 28.1.2009 09:47 Nomura tapaði meiru á íslensku bönkunum en á Madoff Nomura Holdings stærsta verðbréfamiðlun Japans tapaði um 50 milljörðum kr. á hruni íslensku bankanna á síðasta ári. Er þetta nokkuð meira en Nomura tapaði á ponzi-svindli Bernard Madoff fjárfestis á Wall Street. Viðskipti erlent 28.1.2009 09:07 Hækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í morgun, annan daginn í röð, og voru það fjármála- og hátæknifyrirtæki sem leiddu hækkunina. Viðskipti erlent 28.1.2009 08:07 Hagnast á skortsölu Bandaríski vogunarsjóðurinn Paulson & Co, hefur hagnast um 295 milljónir punda, jafnvirði 50 milljarða króna, með skortsölu á hlutabréfum í Royal Bank of Scotland frá í september í fyrra. Viðskipti erlent 28.1.2009 00:01 Doktor Dómsdagur varar enn við hremmingum Halla mun frekar undan fæti á hlutabréfamörkuðum og munu nýmarkaðsríkin fylgja hinum ríkjunum inn í alvarlega og djúpa kreppa. Svo mælir dr. Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við New York-háskóla. Viðskipti erlent 27.1.2009 18:15 Ódýrara vodka nær einu gleðifréttirnar fyrir Rússa Nær einu gleðifréttirnar fyrir Rússa í fjármálakreppunni sem þar geysar eins og annarsstaðar er að verð á vodka hefur verið lækkað töluvert í landinu. Áfengisyfirvöld hafa ákveðið að lækka skatt sinn á vodka um helming, eða úr 38 rúblum á líterinn og niður í 20 rúblur. Viðskipti erlent 27.1.2009 15:56 Fjármálakreppan á Íslandi kemur við kaunin á Dönum Danskt efnahagslíf finnur verulega fyrir fjármálakeppunni á Íslandi. Danir telja að útflutningur þeirra til Íslands muni minnka um 17% í ár og þar með munu tekjur upp á hálfan milljarð danskra kr. eða um tæpa 11 milljarða kr. Viðskipti erlent 27.1.2009 13:50 Milljarðabónusar til starfsmanna UBS vekja ofsareiði í Sviss Ofsareiði ríkir nú meðal almennings í Sviss eftir að ljóst varð að stjórn UBS bankans ætlar að borga starfsmönnum sínum samtals 2 milljarða franka eða um 210 milljarða kr. í bónusgreiðslur fyrir árið í fyrra. Viðskipti erlent 27.1.2009 13:17 Vildi kaupa verðbréfamiðlun Landsbankans í Noregi Jon H. Nordbrekken stofnandi og eigandi Bank2 í Noregi reyndi fyrir jól að kaupa verðbréfamiðlun Landsbankans í Noregi. Ætlunin var að tæpur tugur af lykilstarfsmönnum miðlunarinnar myndu koma í vinnu hjá Bank2. Viðskipti erlent 27.1.2009 11:18 Vill draga gíruga bankastjóra fyrir dómstóla í Bretlandi David Cameron formaður breska Íhaldsflokksins segir að hann vilji að gírugir bankastjórar landsins verði dregnir fyrir dómstóla fyrir að hafa komið Bretlandi á hnéin. Viðskipti erlent 27.1.2009 10:43 Vetrarhörkur vestanhafs hækka olíuverðið Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað hratt undanfarna daga eftir að að fór niður í 34 dollara á tunnuna í síðustu viku. Í morgun var verðið á markaðinum í New York komið í 46 dollara og er skýringin sú að miklar vetrarhörkur eru nú í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 27.1.2009 08:59 Vogunarsjóður græddi 46 milljarða kr. á að skortselja RBS Vogunarsjóðurinn Paulson & Co, einn sá stærsti í heiminum, græddi 270 milljón pund eða um 46 milljarða kr. á því að skortselja hluti í Royal Bank of Scotland (RBS). Viðskipti erlent 27.1.2009 08:38 « ‹ 323 324 325 326 327 328 329 330 331 … 334 ›
Lækkun á Asíumörkuðum í morgun Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og gætti þeirrar lækkunar mest hjá fjármála- og hátæknifyrirtækjum. Viðskipti erlent 2.2.2009 07:31
Rúm tíu prósent bandarískra bílaumboða gætu lokað Meira en tíundi hluti bandarískra bílaumboða gæti þurft að leggja niður alla starfsemi og loka dyrunum á þessu ári ef fer sem horfir. Þetta kom fram á ráðstefnu þarlendra bílasala sem nýlega var haldin í New Orleans. Viðskipti erlent 2.2.2009 07:25
Honda lokar verksmiðjum á Bretlandi Japanski bílaframleilðandinn Honda ætlar að loka verksmiðjum sínum á Bretlandi næstu fjóra mánuði vegna samdráttar í sölu. Verksmiðjunum í Swindon og Wiltshire verður lokað en áætlað er að opna þær aftur þann 1.júní. Starfsmenn verksmiðjanna sem eru 4200 fá full laun í tvo mánuði en einungist 60% launa sinna seinni tvo mánuðina. Viðskipti erlent 31.1.2009 10:53
Ísland tryggir innistæður Norðmanna í Kaupþingi Bjarne Borgersen formaður skilanefndar Kaupþings í Noregi segir í samtali við vegfsíðuna e24.no að allir þeir sem áttu fé inni á innlánsreikningum Kaupþings í Noregi muni fá innistæður sínar greiddar að fullu. Viðskipti erlent 30.1.2009 14:07
AGS íhugar útgáfu skuldabréfa í fyrsta sinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) íhuga nú skuldabréfaútgáfu í fyrsta sinn í sögu sinni. Eru hugmyndir þessar tilkomnar vegna mikillar ásóknar í aðstoð frá sjóðnum í þeirri fjármálakreppu sem nú ríkir. Viðskipti erlent 30.1.2009 13:44
Landsbókasafn Bretlands varðveitir vefinn indefence.is Landsbókasafn Bretlands - British Library - hefur ákveðið að varðveita vef indefence.is sem heimild um fjármálakreppuna fyrir fræðimenn framtíðar. Viðskipti erlent 30.1.2009 13:16
Blooming Marvellous orðin gjaldþrota Verslunarkeðjan Blooming Marvellous er gjaldþrota en keðjan sem verslar með föt og vörur fyrir sængurkonur og nýbura er í eigu Kcaj fjárfestingarfélagsins sem aftur er að mestu í eigu Milestone. Viðskipti erlent 30.1.2009 09:26
Kaupa írska verðbréfamiðlun Landsbankans á innan við hálfvirði Starfsmenn og stjórnendur Merrion Capital, verðbréfamiðlunar Landsbankans á Írlandi, hafa fest kaup á 84% af miðluninni. Verðið sem þeir borga fyrir miðlunina nemur rúmlega 39 milljón pundum, eða 6,4 milljörðum kr. sem er innan við hálfvirði þess sem Landsbankinn keypti miðlunina á árið 2005. Viðskipti erlent 30.1.2009 08:50
Lækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf á asískum mörkuðum lækkuðu í verði í morgun og lækkuðu bréf banka og hátæknifyrirtækja mest. Lækkunin kemur í kjölfar neikvæðra afkomuspáa margra stórfyrirtækja, til dæmis Toshiba og tölvuleikjaframleiðandans Nintendo en bréf þessara fyrirtækja lækkuðu um meira en 12 prósent. Viðskipti erlent 30.1.2009 07:31
Hneykslaður á ábyrgðarleysi bankamanna Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í kvöld að bónusar sem bankamenn á Wall Street borguðu sér síðasta ári væru svívirðilegir. Hann sagði að það væru skýr skilaboð frá stjórn sinni til þessara manna að þeir sýndu aðhald. Viðskipti erlent 29.1.2009 21:26
Hækkun á Asíumörkuðum Hækkun varð á hlutabréfum á asískum mörkuðum í morgun þegar vonir fjárfesta, um aðgerðir bandarískra stjórnvalda til bjargar þarlendum bönkum, styrktust. Nikkei-vísitalan í Tókýó hækkaði um tæpt prósent en þar á bæ munaði mestu um hækkun bréfa Mitsubishi UFJ-bankans, stærsta viðskiptabanka landsins, en þau hækkuðu um 4,6 prósent. Viðskipti erlent 29.1.2009 08:56
Bandarísk hlutabréf hækkuðu í dag Það var líf og fjör á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Vísitalan rauk upp vegna væntinga manna til áætlunar stjórnvalda sem eiga að losa bankana við lélegar fjárfestingar. Við lokun markaða kom í ljós að Nasdaq vísitalan hækkað um 3,5% og Dow Jones um 2,5%. Þetta er í samræmi við þær hækkanirnar sem hófust í síðustu viku. Viðskipti erlent 28.1.2009 22:01
Breska hagkerfið stendur verst allra þróaðra hagkerfa Breska hagkerfið stendur verst allra þróaðra hagkerfa að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland er ekki í hópnum, enda telst landið nýmarkaður. Viðskipti erlent 28.1.2009 18:47
Fimm lönd eiga hættu á íslenskum örlögum Vefsíðan foreignpolicy.com segir að fimm lönd í heiminum eigi nú á hættu að upplifa íslensk örlög, það er nær algert hrun efnahagslífsins. Þessi lönd eru Bretland, Lettland, Grikkland, Úkranía og Nigaragúa. Viðskipti erlent 28.1.2009 15:22
Segir FIH starfsmenn ekki í vandræðum með aðra vinnu Lars Johansen bankastjóri FIH bankans í Danmörku segir að þeir starfsmenn sem sagt var upp í dag muni ekki eiga í vandaræðum með að fá aðra vinnu. "Það er mikil eftirspurn eftir starfsmönnum bankans," segir Johansen í samtali við börsen.dk. Viðskipti erlent 28.1.2009 14:12
Innkallar 1,3 milljónir Yaris-bíla vegna hugsanlegra galla Toyota hefur ákveðið að innkalla 1,3 milljónir Yaris-bíla vegna hugsanlegra galla í þeim hvað varðar öryggisbeltafestingar og stýrisstangir. Viðskipti erlent 28.1.2009 11:11
Belgíski bankinn KBC tapaði 32 milljörðum kr. á Íslandi Belgíski bankinn og tryggingarfélagið KBC tapaði 200 milljónum evra, eða tæplega 32 milljörðum kr. á íslensku bönkunum í fyrra. Viðskipti erlent 28.1.2009 10:47
Super Bowl finnur fyrir fjármálakreppunni Þegar Pittsburg Steelers og Arizona Cardianls skella saman á sunnudagsnótt í hinu bandaríska Super Bowl verður það í skugga fjármálakrerppunnar. Veisluhöldum í kringum Super Bowl hefur verið aflýst og í fyrsta sinn í sögunni hefur miðaverð á leikinn lækkað milli ára. Viðskipti erlent 28.1.2009 10:06
Noregskóngur fær efnahagsaðstoð í fjármálakreppunni Haraldur Noregskóngur og fjölskylda hans fær sinn hlut í efnahagsaðstoð norskra stjórnvalda til handa atvinnu- og fjármálalífi landsins. Alls fara 27 milljónir norskra kr. eða rúmlega 460 milljónir kr. til konungsfjölskyldunnar, í þeim pakka sem norska stjórnin hefur kynnt. Viðskipti erlent 28.1.2009 09:47
Nomura tapaði meiru á íslensku bönkunum en á Madoff Nomura Holdings stærsta verðbréfamiðlun Japans tapaði um 50 milljörðum kr. á hruni íslensku bankanna á síðasta ári. Er þetta nokkuð meira en Nomura tapaði á ponzi-svindli Bernard Madoff fjárfestis á Wall Street. Viðskipti erlent 28.1.2009 09:07
Hækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í morgun, annan daginn í röð, og voru það fjármála- og hátæknifyrirtæki sem leiddu hækkunina. Viðskipti erlent 28.1.2009 08:07
Hagnast á skortsölu Bandaríski vogunarsjóðurinn Paulson & Co, hefur hagnast um 295 milljónir punda, jafnvirði 50 milljarða króna, með skortsölu á hlutabréfum í Royal Bank of Scotland frá í september í fyrra. Viðskipti erlent 28.1.2009 00:01
Doktor Dómsdagur varar enn við hremmingum Halla mun frekar undan fæti á hlutabréfamörkuðum og munu nýmarkaðsríkin fylgja hinum ríkjunum inn í alvarlega og djúpa kreppa. Svo mælir dr. Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við New York-háskóla. Viðskipti erlent 27.1.2009 18:15
Ódýrara vodka nær einu gleðifréttirnar fyrir Rússa Nær einu gleðifréttirnar fyrir Rússa í fjármálakreppunni sem þar geysar eins og annarsstaðar er að verð á vodka hefur verið lækkað töluvert í landinu. Áfengisyfirvöld hafa ákveðið að lækka skatt sinn á vodka um helming, eða úr 38 rúblum á líterinn og niður í 20 rúblur. Viðskipti erlent 27.1.2009 15:56
Fjármálakreppan á Íslandi kemur við kaunin á Dönum Danskt efnahagslíf finnur verulega fyrir fjármálakeppunni á Íslandi. Danir telja að útflutningur þeirra til Íslands muni minnka um 17% í ár og þar með munu tekjur upp á hálfan milljarð danskra kr. eða um tæpa 11 milljarða kr. Viðskipti erlent 27.1.2009 13:50
Milljarðabónusar til starfsmanna UBS vekja ofsareiði í Sviss Ofsareiði ríkir nú meðal almennings í Sviss eftir að ljóst varð að stjórn UBS bankans ætlar að borga starfsmönnum sínum samtals 2 milljarða franka eða um 210 milljarða kr. í bónusgreiðslur fyrir árið í fyrra. Viðskipti erlent 27.1.2009 13:17
Vildi kaupa verðbréfamiðlun Landsbankans í Noregi Jon H. Nordbrekken stofnandi og eigandi Bank2 í Noregi reyndi fyrir jól að kaupa verðbréfamiðlun Landsbankans í Noregi. Ætlunin var að tæpur tugur af lykilstarfsmönnum miðlunarinnar myndu koma í vinnu hjá Bank2. Viðskipti erlent 27.1.2009 11:18
Vill draga gíruga bankastjóra fyrir dómstóla í Bretlandi David Cameron formaður breska Íhaldsflokksins segir að hann vilji að gírugir bankastjórar landsins verði dregnir fyrir dómstóla fyrir að hafa komið Bretlandi á hnéin. Viðskipti erlent 27.1.2009 10:43
Vetrarhörkur vestanhafs hækka olíuverðið Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað hratt undanfarna daga eftir að að fór niður í 34 dollara á tunnuna í síðustu viku. Í morgun var verðið á markaðinum í New York komið í 46 dollara og er skýringin sú að miklar vetrarhörkur eru nú í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 27.1.2009 08:59
Vogunarsjóður græddi 46 milljarða kr. á að skortselja RBS Vogunarsjóðurinn Paulson & Co, einn sá stærsti í heiminum, græddi 270 milljón pund eða um 46 milljarða kr. á því að skortselja hluti í Royal Bank of Scotland (RBS). Viðskipti erlent 27.1.2009 08:38